Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 og mátti sjá í veiðiferðunum, þá þótti honum gott að sofa út og sagði okkur ævinlega að hann væri búinn að draga hver ætti að byrja um morguninn, hann kæmi þegar skrifstofutími hæfist. Steinar var einnig mikill sæl- keri og hafði gaman af því að borða góðan mat. En eitt mátti þó ekki sjást í matseld og það voru egg. Ef egg voru sett í mat, þá var maturinn ónýtur. Með hlýju í hjarta kveðjum við þig, elsku vinur. Minningarnar lifa áfram um tryggan og góðan vin. Elsku Gréta, Birna, Gunnar Már, Eva Hrönn og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiða tíma. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Valdimar (Valdi), Dorothe (Dóra) og fjölskylda. Hann Steinar er dáinn. Við höf- um í raun vitað að hverju stefndi en einhvern veginn er maður aldr- ei búinn undir slíka fregn, dauð- inn er svo endanlegur. Eftir stöndum við, vinir hans og sam- ferðamenn, og drúpum höfði í sorg og þökk fyrir að hafa átt hann að. Við kynntumst í Verslunar- skólanum haustið 1962 og á fyrstu árunum myndaðist einlæg vinátta sem hefur haldist alla tíð. Í Versló var ýmislegt brallað bæði í skól- anum og utan hans. Á sumrin var farið í margar ferðir, sem eru ógleymanlegar og enn í dag get- um við hlegið að ýmsum uppá- komum sem við lentum í. Á seinni árum fórum við öll að stunda golf og margar eru ferðirnar bæði inn- an- og utanlands sem við fórum í með Grétu og Steinari og skóla- félögum okkar. Ferðin til Spánar þegar Steinar fór holu í höggi var sérstaklega skemmtileg og hann gerði daginn ógleymanlegan með blómvöndum fyrir allar stelpurn- ar og kampavíni á alla viðstadda. Hann kunni svo sannarlega að njóta stundarinnar. Hann var skemmtilegur maður á áreynslu- lausan hátt. Við erum meðvituð um að eng- inn einstaklingur nær að blómstra allt lífið nema eiga góðan lífsföru- naut og fjölskyldu og það átti Steinar svo sannarlega. Gréta tók þátt í öllu sem hann tók sér fyrir hendur af sömu atorkunni og gleðinni og hann sjálfur. Nú þegar Steinar hefur lagt í ferðina sem bíður okkar allra þökkum við vináttu og samfylgd og vonum að hollvættir vaki yfir öllu hans fólki. Margrét Teitsdóttir. Einhvers staðar heyrði ég sagt að gott væri að eiga góðs að minn- ast. Mér kom þetta í hug þegar ég settist niður til að skrifa þessar línur um vin minn Steinar Peter- sen. Ég á mjög margar minningar eftir tæplega 40 ára samferð með Steinari og eru þær allar góðar. Við kynntumst árið 1979 þegar Steinar gekk í Lionsklúbbinn Njörð og ég man sérstaklega hvað mér fannst hann kurteis. Ljúft viðmót og einlægni í mannlegum samskiptum hafa einkennt hann þó að því fari fjarri að Steinar væri skaplaus. Það var fyrir til- stilli Haraldar Kornelíussonar að Steinar gekk í Njörð, en við höfð- um gengið í klúbbinn tveimur ár- um fyrr. Fyrir þennan tíma þekkti ég hvorugan en með okkur tókst góð vinátta sem haldist hef- ur æ síðan og þeir verið meðal minna nánustu vina. Það var mikið um að vera í Lionsklúbbnum sem vakti áhuga okkar og við urðum strax vel virk- ir. Annað sameiginlegt áhugamál var stangveiði og við fórum að fara saman í veiðitúra. Þeir urðu fjölmargir og frábærlega skemmtilegir. Við fórum í allmörg ár í byrjun veiðitímans í Norðurá og við veiddum í Gljúfurá, Stóru- Laxá og mörgum fleiri stór- skemmtilegum ám. Sennilega sitja þó ferðirnar austur í Vopna- fjörð einna efst í þankanum. Þangað fórum við þrjú sumur í röð til að veiða í Efri-Selá ásamt fleiri góðum félögum. Þangað var ekki bílfært svo við fórum fram eftir á hestum með dyggri aðstoð heimamanna. Gist var í gangna- mannakofanum á Aðalbóli inni undir Mælifelli. Veiðin fór svo að mestu fram á leiðinni til baka og hestarnir hafðir í hafti til að missa þá ekki. Þetta voru ógleymanleg- ar ævintýraferðir fyrir okkur fé- lagana með skemmtilegum heimamönnum. Veiðin var góð, oft stórir laxar, en hestarnir skil- uðu bæði veiði og veiðimönnum niður í Leifsstaði. Þá var grillað og tappi dreginn úr flösku. Þegar árum fjölgaði minnkaði veiðiáhugi okkar Haraldar en jókst að sama skapi á golfi. Hjá Steinari var þessu öðruvísi farið; hann hélt ótrauður áfram í stang- veiðinni en bætti bara golfinu ofan á. Vinur minn Steinar Petersen kveður þetta jarðlíf eftir tveggja ára hetjulega baráttu við krabba- mein. Hann æðraðist aldrei, hélt bara sínu striki og átti að flestra mati einkar gjöful og ánægjuleg tvö ár með fjölskyldu og vinum eftir að hann greindist. Við Inga vottum Gretu, börnum þeirra Steinars og barnabörnum inni- lega samúð og þökkum samleið- ina. Daníel Þórarinsson. Það var á badmintonæfingu hjá TBR fyrir 50 árum sem ég hitti Steinar fyrst. Fljótlega eftir það byrjuðum við að spila og keppa saman í tvíliðaleik. Ekki var æf- ingaaðstaðan á þessum árum svipuð og hún er í dag, þá fékk þjálfarinn okkar Garðar Alfons- son leigða skólaíþróttasali á kvöldin um alla borg og þjálfaði okkur. Náðum við Steinar vel saman í tvíliðaleik og kepptum í flestöllum mótum og vorum mjög sigursælir á þessum árum, reynd- ar á annan áratug. Eftirminnileg- ar eru keppnisferðirnar erlendis, t.d. All England á Wembley sem var þá óopinber heimsmeistara- keppni, Færeyjaferðirnar, Norð- urlandamótin og ótal fleiri. Minn- isstætt er eitt Norðurlandamót en þau voru oftast haldin í kringum afmæli Steinars, á einu þeirra fór ég með áletraða afmælisgjöf sem á var letrað „Steinar Petersen 1946 Stokkhólmur 1975“ en tilefn- ið var að Steinar fæddist í Stokk- hólmi 18. nóvember 1946. Mikill aðstöðumunur til bad- mintonæfinga og keppni varð þegar gamla TBR-húsið var tekið í notkun, þar sem við reyndar lögðum hönd á plóg með sjálfbo- ðaliðsvinnu ásamt fjölda TBR- inga. Árið 1986 stofnuðum við badmintonhópinn „Trukkana“ ásamt gömlu keppnisstrákum, vígðum við þá í janúar nýtt og glæsilegt 12 valla TBR-hús þar sem spilað var tvo tíma tvisvar í viku og hart barist, öll úrslit skráð og síðan á vorin haldin uppskeru- hátíð með verðlaunaafhendingu og skemmtun. Þess má geta að Trukkarnir eru enn að spila þó að nokkuð hafi fækkað í hópnum. Ekki kom annað til greina en að mæla með inngöngu Steinars í Lionsklúbbinn Njörð 1979 sem ég hafði gengið í tveimur árum áður. Þá var klúbburinn mjög öflugur og varð enn öflugri með innkomu hans sem hefur gegnt öllum trún- aðarstörfum, meðal annars tvisv- ar formaður. Eftirminnilegar eru fjölskylduútilegurnar, ferðalögin, jólaskemmtanirnar, skógræktin í Njarðarseli í Skorradal, herra- kvöldin, afhending gjafa og styrkja o.fl. Til vitnis um vænt- umþykju Steinars á klúbbnum þáði hann engar afmælisgjafir á sjötugsafmælinu sínu sem hann hélt upp á mjög veglega heldur lét framlög gesta renna í líknarsjóð Njarðar. Veit ég að lionsfélagarn- ir minnast hans með hlýju og senda samúðarkveðjur. Við Steinar vorum mjög nánir alla tíð, á keppnisárum okkar vann hann hjá fjölskyldufyrirtæk- inu Bernhard Petersen með skrif- stofur í Hafnarhúsinu, þá var meðal annars í hans verkahring að fara í Verzlunarbankann sem var í Bankastræti en gullsmíða- verktæði mitt var hinum megin við götuna, það var minnst einu sinni á dag og upp í þrisvar að hann kom í kaffispjall á leið í bankann. Við stunduðum um árabil lax- veiðar í þröngum hópi sem hittist eftir margra ára hlé í Stóru-Laxá í ágúst í fyrra og var gaman að fylgjast með dugnaðinum í Stein- ari og hvað hann var enn laginn með flugustöngina, þó aflinn hafi ekki verið upp á marga fiska hjá okkur þá var ferðin frábær í sól og blíðu í góðra vina hópi þar sem rifjuð voru upp gömul ævintýri og ekki síst frá Steinari sem var góð- ur sögumaður og mikill húmoristi. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með Steinari eftir að hann greindist með krabbameinið, aldr- ei kvartaði hann þó að þeir sem þekktu hann sæju að honum leið ekki alltaf vel, vildi helst ekki tala um sjúkdóminn, það var ekki fyrr en síðustu vikurnar sem hann við- urkenndi að hann væri dálítið þreklaus. Kletturinn við hlið hans alla tíð er eiginkonan Greta og aðdáun- arvert hvað hún hefur staðið við bakið á honum í veikindunum, eins og Steinar nefndi oft við mig síðustu mánuði hvað hún væri ómetanleg og passaði og hugsaði vel um hann. Greta, Birna, Gunni, Eva og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Írisi og fjöl- skyldu. Haraldur Kornelíusson. Hvað er vinátta? Að vera vinur í raun er hugtak sem ekki er hægt að meta í veraldlegum skilningi. Vinátta er hagkvæm og nokkurs konar skuldbinding um gegnheil samskipti og trúnað. Vinátta sem hefur verið byggð á traustum grunni í 65 ár eru verðmæti sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Við Steinar tókum snemma gagn- kvæma ákvörðun, sjálfrátt eða bara ósjálfrátt, þegar við hófum skólagöngu í Langholtsskóla sjö ára gamlir, að tengjast vináttu- böndum. Við urðum oftast sam- ferða í og úr skólanum og fundum okkur venjulega eitthvað spenn- andi að fást við eftir skóla. Venjulega fór ég með honum heim á Kambsveginn, sem varð mitt „annað heimili“, Munda mamma hans var mér sem önnur mamma og tók mér einstaklega vel. Gunnar ekki síður með sitt virðulega yfirbragð og festu í fasi Systir mín orðaði það þannig fyrir stuttu: „Þið voruð eins og tví- burar“ og er mikið til í því. Nú þegar æskuvinur minn er fallinn frá, alltof snemma, fer hug- urinn á stórt og mikið ferðalag og óteljandi hlutir og atvik ylja mér um hjartarætur um leið og sorg og söknuður taka völdin í mínum hugarheimi í meira magni en orð fá lýst. Sameiginleg áhugamál tengdu okkur ávallt sterkum böndum, þar ber hæst badminton, íþrótt sem var flestum framandi í okkar æsku en foreldrar hans voru á meðal frumherja í íþróttinni hér á landi. Þá var ekkert barna- og unglingastarf en við fórum með þeim á æfingar (sennilega of ung- ir til að vera einir heima), fengum lánaða spaða til að slá þegar færi gafst á auðum völlum, eða þá bara á milli vallanna. Skíðaferðirnar voru margar, oft í nálægar brekkur og í skíða- löndin sem þá voru frumlegri en nú þekkist. Áður fyrr voru sumrin með slitróttum samböndum, hann í veiðinni og ég á golfvellinum, en síðan fór hann að iðka golf og tók það föstum tökum eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað þau hjónin áttu þar góða samleið og fóru í margar golfferðir saman. Þrátt fyrir að landfræðilega fjarlægð var aldrei langt á milli okkar í andlegum skilningi. Þegar ég kom í heimsókn til Íslands urðu ávallt fagnaðarfundir og margt gert og spjallað. Aðskilnaðurinn hafði aldrei meiri áhrif en að þegar við hitt- umst eftir stundum langan tíma var eins og við hefðum aldrei orðið viðskila. Það var skemmtilegt innlegg í vináttu okkar að í seinni tíð áttum við einnig saman nokkur ánægju- leg viðskipti. Steinar var farsæll í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, enda hörkutól og fylginn sér, og eru spor hans víða djúpt mörkuð af eljusemi hans og ósérhlífni. Steinar var farsæll í einkalífi, hann og Greta eiginkona hans byggðu upp fallegt heimili og börn þeirra, Birna, Gunnar Már og Eva, bera þess merki að vand- að var til uppeldisins og þau hafa sýnt það með eftirbreytni. Ég veit að fátt hefur glatt vin minn meira í seinni tíð en að sjá barnabörnin tíða gesti á verð- launapöllunum í badminton, bæði hér á landi og í Noregi. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Steinars Petersen og styrkja fjölskyldu hans og ástvini. Sigurður Ág. Jensson. Fyrir einu og hálfu ári bauð Steinar til veislu. Tilefnið var sjö- tugsafmæli hans og þegar litið var yfir litríkan vinahópinn kom upp í hugann að Steinar lét til sín taka á mjög mörgum sviðum. Hann var alla tíð óhemju mannblendinn og félagslyndur. Fólk laðaðist að honum, því glaðværð hans, kímni- gáfa og hispursleysi braut alls staðar ísinn. Þarna voru vinir úr ýmsum áttum sem undirstrikuðu hans helstu áhugamál, badmin- ton, stangveiði, golf, skíði, fjalla- ferðir. Einnig félagar úr Lions- klúbbi Njarðar, skólasystkin úr Versló ásamt fjölskyldu. Þegar hér var komið sögu hafði hann greinst með sjúkdóm sem boðaði ekki gott. Steinar ávarpaði hópinn og var að venju kankvís og lét ekki síðustu tíðindi varpa skugga á sitt mál. Hann gerði að gamni sínu og var bjartsýnn, glað- ur og skemmtilegur. Kvöldstund- in var ánægjuleg og viðstaddir höfðu gaman af óborganlegum innkomum frá barnabörnum sem hentu góðlátlegt gaman að afa sínum. Það þyrmir yfir mig, því í dag kveð ég í hinsta sinn góðan vin. Ég sit og rifja upp samveru okkar en sorg hefur hvílt yfir síðustu daga. Eftir sitja minningar og hugsunin um hans glaðbeitta bros. Ég kynntist Steinari fyrst í gamla Versló á Grundarstígnum, sannur heimsmaður, myndarleg- ur, alltaf vel til hafður, góður í íþróttum og varð síðar afreksmað- ur í badminton. Steinar lagði stund á flugnám en hugur hans stóð til einkareksturs sem varð hans ævistarf. Eins og gengur og gerist var oft á brattann að sækja en Gréta, hans trygga og trausta eiginkona, stóð sterk með honum í farsælum rekstri. Vinskapur okkar Steinars nær yfir tæp 60 ár, á Verslóárunum bjuggum við báðir nálægt Laug- arásnum. Það kom fyrir að Stein- ar hafði aðgang að risa „Weapon“- herjeppa og þá fékk ég far með honum niður á Grundarstíg. Það var vel í lagt fyrir okkur tvo og mun tilkomumeira farartæki heldur en Kleppur leið 3 sem stoppaði við Lækjartorg. Árin liðu en heilladísirnar sáu til þess að þegar fram liðu stundir fórum við nokkrir skólabræður úr Versló 66 að hittast nokkuð reglu- bundið. Það leiddi svo til þess að makar okkar urðu þátttakendur í viðburðum, golfferðum og menn- ingarferðum sem stofnað var til. Þar höfum við öll upplifað og skynjað þá sterku vináttu og sam- kennd sem ríkir og styrkist í þess- um einstaka hópi félaga og gam- alla skólabræðra. Mér leið alltaf vel í návist Steinars, það var eftirsóknarvert að hafa hann með í för, það geisl- aði af honum og svo var hann svo skemmtilegur. Við Steinar höfum mörg síð- ustu árin haft samflot í golfinu hér heima og erlendis. Þar hefur hann haft vinninginn svo um munar. Einnig höfum við gengið til rjúpna og átt góðar stundir og kastað fyrir fisk á bökkum Iðu og Brúarár. Um leið og ég kveð minn gamla vin og félaga votta ég Grétu og öll- um ástvinum í fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með þeim á þessum erfiða tíma. Baldur Jónsson. Steinar Petersen var afar traustur, skemmtilegur og trygg- ur vinur. Við veiðifélagarnir við Iðu átt- um sem betur fer margar skemmtilegar og ógleymanlegar stundir með Steinari. Veiðisvæðið sem slíkt er okkur öllum afar kært og mikið um einstakar minn- ingar margra liðinna áratuga. Eftir góðan veiðidag var það jafnan mikið tilhlökkunarefni að hugsa til samverustundar í veiði- húsinu um kvöldið. Þar var Stein- ar á heimavelli og fór jafnan á kostum í frásögnum frá löngum og viðburðaríkum ferli sem veiði- maður. Hann gerði jafnan góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum og var afar glettinn og skemmtileg- ur. Jafnan var hann hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Steinar var mjög laginn stangaveiðimaður og aflaði jafnan vel og oft betur en margir aðrir. Hann var mjög duglegur og iðinn á meðan heilsan leyfði. Hann var einnig mjög öflugur skotveiði- maður og hafði mikla unun af því að ferðast og njóta íslenskrar náttúru. Steinar var mjög öflugur fé- lagsmaður. Um tveggja áratuga skeið sat hann í árnefnd Norðurár og skilaði þar miklu starfi. Einnig fyrir Lionshreyfinguna. Það var eins með veiðina og hvað annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ekkert var gefið eftir og aldrei hætt fyrr en verk voru kláruð og markmiðum náð. Gömlu gildin í hávegum höfð og engu frestað til morguns sem hægt var að klára í dag. Núna þegar stutt er í næstu veiðivertíð er ljóst að veiðiferðir okkar við Iðu verða öðruvísi í framtíðinni. Við söknum þess mjög að frábær félagi og vinur verður ekki oftar með okkur við Iðu. Við sendum Grétu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðj- ur. Veiðifélagarnir við Iðu, Stefán Kristjánsson, Gunnar Örn Pétursson, Jón Hilmarsson, Sveinn Skúlason, Guðjón G. Ögmundsson, Jens Magnússon. Þegar Eva tjáði mér að þú hefðir kvatt þennan heim þá átti ég mjög erfitt með að trúa þeim orðum. Fyrir um þremur vikum stóðum við saman á tröppunum á Goðheimum 3 eins og eftir allar heimsóknirnar og kvöddumst. Þó svo að mig grunaði að þetta yrði okkar hinsti fundur þá vissi ég ekki að sjúkdómur þinn væri svo langt genginn. Ég man vel eftir þeirri stund þegar þið Greta buðu okkur Evu fyrst í mat. Ég hafði að vísu hitt ykkur bæði áður, en þetta var þessi svokallaða frumsýning sem flestir ungir menn kvíða fyrir. Eftir að hafa heilsað ykkur þá var ég varla kominn úr forstofunni þegar þú spurðir mig hvort ég vildi ekki fá einn G&T í fordrykk. Þú kunnir að lesa aðstæður, það þurfti nauðsynlega að losa stress- ið úr drengnum og það var gert með einum Miðnes eins og þú kallaðir hann. Eftir þetta ágætis þriðjudagskvöld vissi ég að sam- band mitt við ykkur Gretu yrði gott. Þú varst mér ekki bara yndis- legur tengdafaðir heldur einnig góður og traustur vinur. Þú varst sögumaður góður og kunnir þá list að gera alvarlega hluti kóm- íska. Það hafa ekki allir góðir sögu- menn þann eiginleika að geta hlustað og lifað sig inn í frásagnir annarra. Þú hafðir þann góða eig- inleika sem meðal annars gerði þig að manni með svo hlýja og skemmtilega nærveru. Ég tók fljótlega eftir að við kynntumst hversu mikið náttúru- barn og dýravinur þú varst. Veiði- sögur þínar og sögur af gæludýr- unum voru í sérflokki, hvort sem það var af Dimmu eða köttunum á Kambsveginum. Þú varst mér svo góður og rausnarlegur að bjóða mér í fjölda veiðiferða, þar sem ég fékk tækifæri til að veiða með færustu veiðimönnum þessa lands. Ég er þér óendanlega þakklát- ur fyrir þær stundir. Einnig lán- aðir þú okkur Evu jeppann þinn við hvert tilefni, þar sem við keyrðum oftar en ekki þvert yfir landið. Þær ferðir eru mér ómet- anlegar. Ég er mjög svo þakklátur fyrir allar þær samverustundir sem við áttum saman, hvort sem þær voru með fjölskyldunni eða við árbakk- ann. Megi Guð varðveita þig og blessa minningu þína að eilífu. Ég vil votta Gretu, Evu, Birnu, Gunnari og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Gunnar Arnar Gunnarsson. Ljúfur og brosmildur, en sagði sína meiningu með sinni sérstöku rödd. Hvers manns hugljúfi eins og greinilega kom í ljós í sjötugs- afmælinu fyrir tæpum tveimur ár- um. Kynni okkar hjóna við ykkur, Greta og Steinar, eru tengd fjöl- skylduböndum og ná aftur til samdráttar barna okkar og síðan hjónabands þeirra og stofnunar fjölskyldu. Þar fékkst þú, Steinar, alnafnann sem ber nafn þitt og hefur ákveðna takta frá mér. Þannig má segja að tengsl okkar hafi innsiglast. Á undan eru svo elsta barnabarnið hún Anna Alex- andra og svo sá yngri hann Brynj- ar. Segja má að líf þitt tengist í ein- um og sama þræðinum, þ.e. lín- unni í gegnum veiðina og badmin- tonið með línunni í spaðanum. Fyrir þetta lifðir þú og þótt golfið hafi komið meira inn síðustu ár mátti alltaf finna þig á badmin- tonmótum að fylgjast með barna- börnunum. Ekki má hér heldur gleyma skotveiðinni sem ég veit að þú og þið feðgar stunduðu, þar sem nafni þinn hefur verið að koma sterkur inn. Mér er minnisstæð síðasta stund okkar saman þegar þú greinilega vissir í hvað stefndi og þú kvaddir mig sérstaklega vel með þessum orðum: „Nú tekur þú við gagnvart þeim,“ og gafst þar með til kynna að þú ættir þar við sameignleg barnabörn okkar. Það mun ég svo sannarlega gera áfram, kæri faðir tengdasonar míns, tengdafaðir dóttur minnar og afi sameiginlegra barnabarna. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina sendum við ykkur, Greta og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, Stein- ar Petersen. Ég skal reyna að „taka við“ gagnvart barnabörnun- um. Gísli og Anna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.