Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 70

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar áHeilbrigðisstofnun Suðurnesja, á 50 ára afmæli í dag. Hún tókvið þeirri stöðu í ágúst í fyrra en hefur starfað sleitulaust á stofn- uninni síðan 1999. „Ég var líka nemi hér þar á undan, frá 1996, svo ég hef verið viðloðandi stofnunina síðan þá,“ en Ingibjörg er Njarðvík- ingur og hefur búið mestalla tíð þar. Ingibjörg var fyrst deildarstjóri skólagæslu og ungbarnaverndar, fór síðan í MBA-nám og varð í kjölfarið yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni. Hún tók síðan við framkvæmdastjórastöðunni í fyrra, eins og áður sagði. „Þetta er mjög krefjandi starf og mikið að gera eins og gengur. Það hefur verið gríðarleg íbúafjölgun á svæðinu og við erum að berjast við að fá til okkar lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, og reyndar fleira starfsfólk, en þetta eru þær stöður sem snúa að mér.“ Áhugamál Ingibjargar eru fjölskyldan. „Og gæludýrin mín tvö, sem eru stórir og gamlir hundar, blendingar af Labrador-kyni og Siberian Husky. Þeir eru orðnir ansi aldraðir og komnir með sykursýki og önn- ur huggulegheit.“ „Ég fer í vinnuna,“ segir Ingibjörg um það hvað hún ætlar að gera í tilefni dagsins. „Það er ekkert annað planað en við hjónin höldum kannski sameiginlega veislu í júlí og sláum í 100 ára afmæli.“ Eiginmaður Ingibjargar er Sveinbjörn Bjarnason, verkefnastjóri hjá Jarðborunum. Börn þeirra eru Tinna Karen, 27 ára, og Hekla Dögg, 25 ára, sem eru stjúpbörn Ingibjargar, og Helgi Óttarr, 23 ára, og Samúel Skjöldur, 14, að verða 15 ára. Afmælisbarnið og synir Ingibjörg með strákunum sínum Helga Óttari og Samúel Skildi á Eskifirði eftir vel heppnaðan veiðitúr. Stýrir hjúkrun á Reykjanesinu Ingibjörg S. Steindórsdóttir er fimmtug G uðmundur W.Vilhjálms- son fæddist í Edinborg 24.5. 1928: „Afmælis- dagurinn minn er fæð- ingardagur Viktoríu drottningar og Day of the British Commonwealth, en hann hefur nú samt ekki alltaf verið gleðidagur. Árið 1941 sökkti þýska herskipið Bismarck breska herskipinu Hood á þessum degi og 1.415 manns fórust en þrír komust af. Sá atburður sló mig mjög á afmælisdaginn enda var fjölskylda mín miklir Bretasinnar á stríðs- árunum.“ Guðmundur flutti ungur heim með foreldrum sínum og ólst upp fyrst við Sólvallagötu en síðan við Bergstaða- stræti. Hann var í tímakennslu í Landakotsskóla, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, lauk stúdentsprófi frá MR 1948, stundaði nám í lögfræði og frönsku við HÍ, lauk embættisprófi í lögfræði 1953, öðlaðist hdl.-réttindi 1958 og stundaði áfram frönskunám á vegum Alliance Francaise. Guðmundur stundaði sjómennsku á sumrin á námsárunum, m.a. á Goða- fossi og á Gullfossi sumarið sem hann kom til landsins. Hann starfaði hjá skipaafgreiðslum í Kaupmannahöfn, Hamborg, Ant werpen og New York 1953-54, var innkaupastjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands 1954-62, innkaupa- stjóri hjá Loftleiðum hf. frá 1962 og síðan hjá Flugleiðum hf., eftir samein- ingu flugfélaganna, 1974 til 1990. Hann var forstöðumaður eldsneytis- deildar Flugleiða hf. frá 1990-96: „Sú viðleitni að sjá flugvélunum fyrir elds- neyti á ásættanlegu verði var stöðug barátta, oft mjög erfið og tók verulega á taugarnar, einkum á tímum olíu- og orkukreppu. Eitt sinn var mjög tví- sýnt um að fá eldsneyti í Bandaríkj- unum fyrir heimferðir en við fundum glufu um undanþágu (Lawful prices) og gátum fullvissað þá um hve mikið við þyrftum. Niðurstaðan varð sú að við fengum eldsneytið á verulega lægra verði en áður.“ Guðmundur var einn af stofnendum Kammermúsíkklúbbsins árið 1957 og formaður hans um langt árabil: „Ég hef alla tíð fundið þörf hjá mér til að hlusta á góða tónlist þótt ég spilaði ekki sjálfur á hljóðfæri. Tónlistin hef- ur verið mér endalaus uppspretta un- aðar og lífsgleði. Kammermús- íkklúbburinn hóf snemma að halda sex tónleika á ári sam alltaf hafa verið mjög vinsælir. Ég hef lært mikið af öllu því góða fólki sem ég hef unnið með á þessum vettvangi. Ég varð einnig hrifinn af djassi þegar hann kom til sögunnar hér á landi, var dolfallinn yfir leik Hljóm- sveitar Björns R. Einarssonar í Breið- firðingabúð, en djassinn þvældist hins Guðmundur W. Vilhjálmsson, fv. forst.m. hjá Flugleiðum – 90 ára Á milli systranna Afmælisbarnið hress og kátur, með systrum sínum, Margréti Norland og Helgu Magnúsdóttur. Ætíð með hugann við listir og bókmenntir Demantsbrúðkaup eiga í dag hjónin Bjarney Sigurðardóttir og Lúðvík Guðmundsson. Þau voru gefin saman 24. maí 1958 af séra Birni Jónssyni, sóknarpresti í Keflavík. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Guðrún J. Straumfjörð á 107 ára af- mæli í dag. Hún er næstelst núlifandi Íslendinga. Árnað heilla 107 ára Stykkishólmur Bæring Berglindar- son fæddist 24. maí 2017 kl. 16.00 á Akranesi og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.770 og var 51 cm lang- ur. Móðir hans er Berglind Lilja Þor- bergsdóttir. Nýir borgarar Reykjavík Kári Páll Guðjónsson fæddist 24. maí 2017 kl. 14.37 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.356 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Karen Arnarsdóttir og Guðjón Magnússon. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.