Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 75
MENNING 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Með þessum myndum fjalla ég um
þróun á afmörkuðum tíma…“
– Þú blandar saman sögu náttúr-
unnar og fólksins.
„Já, og í tíma náttúrunnar sést oft
bara hæg breyting en þegar menn
ráðast í framkvæmdir í henni gerast
hlutirnir hratt. Mannheimar breyt-
ast á annan hátt; ég hef nokkrum
sinnum myndað sama húsið á Akra-
nesi en þegar ég kom þar í vikunni
var búið að fjarlægja það!“
Gluggar að landslaginu
Það er athyglisvert að sjá hvernig
Becker myndar nákvæmlega sömu
sjónarhornin þegar hann snýr aftur
á staðina. Hann þakkar þjálfun sinni
sem teiknari og málari áður en hann
fór að ljósmynda fyrir þá ná-
kvæmni. Hann gat sér orð fyrir að
mynda alltaf á mjög stóra og hæg-
virka blaðfilmuvél en hefur hann
ekki skipt yfir í stafrænt umhverfi?
„Jú, ég skipti yfir í stafrænt og
ástæðurnar eru nokkrar. Í stafræn-
um myndum er auðveldara að fást
við ljós og skugga, upplýsingarnar
eru enn meiri, og svo er það miklu
ódýrara. Áður þurfti ég að skanna
allar filmurnar inn og rykhreinsa í
tölvu, það gat tekið klukkustundir
með hverja mynd. Og svo þurfti að
litaleiðrétta – og bara hver filma og
framköllun kostuðu mig allt að 50
evrum stykkið. Nú þegar ég mynda
landslag tek ég marga ramma staf-
rænt og sauma þá saman; allt að 80
skot gera eina mynd. Stundum duga
þrjú skot en 12 er þó algengara.
Markmiðið er alltaf að skapa stórt
myndverk, ég vil opna fólki glugga
að landslaginu þar sem ég hef verið.
Landslagið þarf að vera jafn skýrt
og ef áhorfendur væru á staðnum.
Ég vil að öll smáatriði sjáist og þess
vegna notaði ég 8x10 tommu film-
una. En það má ná enn meiri smá-
atriðum í stafrænni samsetningu.“
Mynd af samtíma okkar
Ferill Becker sem skapandi ljós-
myndara hófst hér á landi en síðan
hefur hann unnið að viðamiklum
verkefnum á Grænlandi og í hita-
beltinu. „Það er satt, hér hófst
þetta,“ segir hann. „Mig hafði lengi
langað að vinna að langtímaverkefni
í ljósmyndum en fann ekki tíma til
þess. Árið 1999 hafði ég verið önn-
um kafinn við að reka lítið auglýs-
ingafyrirtæki, sem tók gríðarlegan
tíma, en ég reyndi þó að mynda að-
eins með. Ég sá að ég yrði að fara
að heiman til að ná að einbeita mér
og sá þá athyglisverðar myndir frá
Íslandi; hér er ungt eldfjallalands-
lag, lítt mótað og fjölbreytilegt, en
þó byggt fólki sem var byrjað að
breyta ásýnd náttúrunnar með
virkjunum og annars konar mann-
virkjum.
Ég fór að taka hér fallegar og
dramatískar svarthvítar myndir
með mjög stórri blaðfilmumyndavél,
12x20 tommur – filman er 30x50 cm
að stærð. Ég var heillaður af foss-
unum og myndaði eins og Ansel
Adams. Svo fór ég líka að taka að-
eins á minni myndavélina, 8x10
tommu,“ – hann hlær því það er
mjög stór myndavél – „en fannst að
sumar myndanna þyrfti ég að taka á
litfilmu. Þegar ég kom heim og fór
að framkalla sá ég að svarthvítu
myndirnar voru fallegar en litu út
eins og þær hefðu verið teknar fyrir
einni öld. Þær fjölluðu um annan
tíma! En á 8x10 tommuna myndaði
ég hús, sveitaflugvelli, orkuver;
myndir sem ég sá að fjölluðu um
samtíma okkar og ég vissi að ég yrði
að halda áfram á þeirri leið, til að
skapa mynd af samtíma okkar. Ég
söðlaði því um og fór að mynda um-
merki um það sem við mennirnir
gerum á jörðinni – og það sem við
gerum jörðinni. Og ég kom hingað í
nokkur sumur í röð að mynda. Ég
hef aldrei sýnt svarthvítu mynd-
irnar sem ég tók 1999.“
Eftir að hafa myndað á Íslandi og
áttað sig á áhrifum hnattrænnar
hlýnunar lá leið Becker til Græn-
lands í nokkur sumur. Hann keypti
sér gúmmíbát og öflugan mótor og
sigldi einn um 4.000 km leið með
vesturströnd landsins, lenti í sann-
kölluðum svaðilförum en sneri heim
með merkileg ljósmyndaverk sem
nú hafa verið gefin út á þremur bók-
um og sem fjalla meðal annars um
hnattræna hlýnun og skúlptúrana
sem náttúran mótar í þeim ham-
förum. „Ég vil gjarnan fá fólk til að
hugsa um hvað er að gerast með
jörðina okkar,“ segir hann. „Sá
veruleiki þarf að sjást í listasöfnum
eins og í fjölmiðlum. Ég er bara
einn lítill maður að reyna að segja
öðrum frá því sem er að gerast og
vekja fólk til umhugsunar um það
hvernig við förum með jörðina.
Vandamálið er risavaxið og við verð-
um öll að taka höndum saman ef
okkur á að takast að leysa það, fyrir
börnin okkar,“ segir Becker þegar
Reykjanesbrautin er að baki og við
ökum inn í Reykjavík.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmyndarinn „Til að sýna tímann í myndum þarf að mynda sömu staðina aftur og aftur,“ segir Olaf Otto Becker.
Hopandi jökull Becker myndaði skriðjökul við Öræfajökul í tvígang með ellefu ára millibili, 1999 og 2010. Hann
segir mikilvægt að snúa aftur að mynda því tíminn sýni alvarleg áhrif hinnar hnattrænu hlýnunar.
Pólski rithöfundurinn Olga Tokar-
czuk hlaut alþjóðlegu Man Booker-
bókmenntaverðlaunin í ár fyrir
skáldsöguna Flights og hlýtur hún
að launum 50.000 sterlingspund
sem hún deilir með þýðanda sínum.
Tokarczuk er fyrsti pólski rithöf-
undurinn sem hlýtur þessi verð-
laun.
Verðlaunin eru veitt fyrir verk
höfundar sem þýtt hefur verið á
ensku og skiptir þá engu hvaðan
höfundurinn er. Yfir 100 skáldsög-
ur kepptu um verðlaunin og bar sú
pólska sigurorð af fyrri vinnings-
höfum, þeim Han Kang frá Suður-
Kóreu og László Krasznahorkai frá
Ungverjalandi. Enskur þýðandi
Tokarczuk er Jennifer Croft.
Tokarczuk er metsöluhöfundur í
heimalandi sínu og hefur þar hlotið
fjölda verðlauna fyrir verk sín. Í
bók sinni Flights veltir hún m.a.
fyrir sér ferðalögum og mannslík-
amanum og fjallar m.a. um hjarta
Chopins sem systir tónskáldsins
flutti frá París til Varsjár.
Tokarczuk var gestur á pólsku
menningarhátíðinni í Reykjavík ár-
ið 2006.
Tokarczuk hlaut alþjóðlegu
Man Booker-verðlaunin
Skjáskot frá Louisiana channel
Verðlaunuð Pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s
Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s
Allra síðustu sýningar!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas.
Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Mystery boy (Stóra sviðið)
Fim 24/5 kl. 19:30
MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga)
Aðfaranótt (Kassinn)
Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS