Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Þessir eru æði Pavement espadrillurSt. 36-41 - Verð 11.995 kr.
Stundum koma út plötur semmaður hlustar á og finnsteins og þær hafi alltaf ver-ið til, svo sterka nærveru
hafa lögin á þeim. Stundum er það
bara hljómurinn sem er einhvern
veginn svo „réttur“, ef svo mætti
að orði komast, eða lagasmíðarnar
einhvern veginn svo mátulegar.
Það er einmitt næstum því erfitt að
koma orðum að þessu, en fyrsta
plata Gróu er líklega svona verk.
Í hljómsveitinni Gróu eru þrjár
stúlkur: Fríða Björg Pétursdóttir
leikur á bassa, Hrafnhildur Einars-
dóttir leikur á trommur og Karó-
lína Einarsdóttir leikur á gítar,
píanó og syngur. Þær byrjuðu að
leika saman á námskeiði hjá Stelp-
um rokka, og tóku því næst þátt í
Músíktilraunum þar sem þær komu
ekki, sáu og sigruðu, en létu það
bara alls ekkert á sig fá, og héldu
áfram að semja og æfa upp frum-
samin lög.
Þær eru nokkuð slyngar á hljóð-
færin sín, en ef þetta væri hljóð-
færaleikarakeppni myndu þær
kannski ekki lenda í fyrsta sæti,
þótt þær séu frambærilegar og vel
það. Það er líka eitthvað pínulítið
leiðinlegt við það að vera svo rosa-
lega góður á hljóðfærið sitt að slík
keppni myndi vinnast. Þær hafa þó
í ríkulegum mæli það sem sumir
færustu hljóðfæraleikarar í heim-
inum keppa að alla ævi, en ná
aldrei: Þær hafa sköpunargáfu og
útgeislun og í slíku er ekki hægt að
keppa. Maður finnur fyrir flutningi
þeirra á þessari plötu, og lögin sjálf
innihalda bæði ástríðu og leikgleði,
ásamt því að vera með krækjur á
öllum réttu stöðunum.
Þegar ég hlustaði á plötuna í
fyrsta sinn fékk ég strax
svona tilfinningu eins og
þegar maður er að njóta
einhvers sem búið er að
nostra við. Eins og
heimagert jólakonfekt í
stað þessa í konfekt-
kassanum, eða eins og
súkkulaðikakan sem
gerð er eftir leyniuppskrift úr fjöl-
skyldunni, í stað kökunnar sem
bökuð er í iðnaðareldhúsi og seld í
stórmörkuðum. Auðvitað eru báðar
kökur góðar, en það er mun meira
djúsí að sökkva tönnunum í heima-
gerðu súkkulaðikökuna og smjatta
svolítið á henni.
Afsakið allar þessar súkkulaði-
lýsingar hér en það er harla erfitt
að grípa til einhvers annars lík-
ingamáls sem virkar. Kannski hef-
ur það eitthvað með það að gera að
þetta eru ungar stelpur,
að stíga sín fyrstu skref í
lagasmíðum og plötuút-
gáfu, og þær hafa ekki
beint lífsreynsluna sem
kallar á tilvísanir í óstöð-
ug og ólgandi höf eða
óbrigðult veðurfar. Þetta
er miklu frekar fersk og
ný hljómsveit, lögin spennandi og
sæt. Mikið vona ég að þetta skiljist,
en mér finnst eins og með hverri
setningu sem ég skrifa um hljóm-
sveitina Gróu og fyrstu plötu henn-
ar þá fjarlægist ég hinn einfalda
sannleika sem er: Þetta er frábær
plata með góðum og hressum lög-
um og vel útsettum og vel hljóm-
andi.
Það þarf að gefa upptökustjór-
anum Gísla Kjaran Kristjánssyni
risastórt hrós fyrir opinn og
spennandi hljóm plötunnar, sem
hentar þessari hljómsveit afar vel.
Lögin á plötunni eru sjö og mér
finnast eiginlega bara eitt þeirra
ekki alveg fullkomið. Í minnstu
uppáhaldi hjá mér er „Fimmta
lagið“ og það er kannski bara af
því að bassalínan í því minnir mig
á eitthvert dálítið leiðinlegt dans-
lag frá tíunda áratugnum. Ég þarf
að hafa mig alla við að muna að
þessar stelpur voru ekki fæddar
þegar það var allt of vinsælt fyrir
minn smekk og því afar ólíklegt að
þær hafi heyrt það. Hin sex lögin
eru meiriháttar, öll. Ég er þakklát
að þessi plata kom út og er ná-
kvæmlega svona eins og hún er.
Annars væri hún verri.
Ljósmynd/Hrefna María
Gróa Í hljómsveitinni eru þrjár stúlkur: Fríða Björg Pétursdóttir leikur á bassa, Hrafnhildur Einarsdóttir leikur á
trommur og Karólína Einarsdóttir leikur á gítar, píanó og syngur. Frumburðurinn er afbragðsgóður.
Geisladiskur
Gróa – Gróabbbbm
Plata Gróu, samnefnd hljómsveitinni.
Gróu skipa Fríða Björg Pétursdóttir,
Hrafnhildur Einarsdóttir og Karólína
Einarsdóttir. Upptökum stjórnaði Gísli
Kjaran Kristjánsson.
Hönnun kápu: Hugi Ólafsson.
Útgefin á Spotify og á geisladiski í
gegnum útgáfufyrirtækið Post-dreif-
ingu, 2018.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Nákvæmlega svona
Benedict Cumberbatch fer með
hlutverk Dominics Cummings, sem
var heilinn á bak við kosningasigur
þeirra sem börðust fyrir fyrir út-
göngu Breta úr Evrópusambandinu
2016, í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem
sýnd verður á Channel 4 snemma á
næsta ári, örstuttu áður en Bretar
yfirgefa Evrópusambandið. Frá
þessu greinir Guardian. Handrit
þáttanna skrifar James Graham,
sem hlotið hefur verðlaun fyrir að-
komu sína að þáttum á borð við
This House og Ink. Byggir hann
handrit sitt að hluta á bókum eftir
Tim Shipman, fyrrverandi pólitísk-
an ritstjóra hjá Sunday Times, og
Craig Oliver, fyrrverandi upplýs-
ingastjóra Downing Street.
Cumberbatch í
Brexit-þáttum
Leikarinn Benedict Cumberbatch
Sýning á skúlptúrum eftir Önnu
Eyjólfs verður opin á hlöðuloftinu á
Korpúlfsstöðum næstu fjóra daga.
Sýningin er opin fimmtudag og
föstudag klukkan 16 til 19 og laug-
ardag og sunnudag klukkan 15 til
18. Í skúlptúrum Önnu mætast oft
óvæntir þættir; fundnir hlutir eins
og leikföng, húsbúnaður og nytja-
hlutir af ýmsu tagi sem öðlast nýtt
hlutverk í myndverkunum.
Skúlptúrsýning
Önnu Eyjólfs
Stefnumót Fundnir hlutir af ýmsu tagi
mætast í verkum Önnu á sýningunni.
Bandaríski rithöfundurinn Philip
Roth er látinn, 85 ára að aldri. Roth
var einn virtasti og dáðasti rithöf-
undur Bandaríkjanna síðustu hálfa
öld, höfundur sem hélt í skáldsögu
eftir skáldsögu áfram að vinna með
þemu á borð við líf bandarískra gyð-
inga, líf samtímamanna hans vest-
anhafs og lostann.
Í samantekt um ævi Roths í The
New York Times er hann sagður
hafa brugðið sér í ýmis gervi á sín-
um langa ferli en flest hafi þó verið
útgáfur af honum sjálfum. Hann hafi
í skrifunum kannað hvað það þýddi
að vera bandarískur, gyðingur, rit-
höfundur og maður. Þá hafi hann
gert meira af því en nokkur annar
samtímahöfundur að kanna kynferð-
islíf karlmanna í hágæða skáldskap.
Þá segir að Roth hafi verið síð-
astur eftirlifandi af merkilegri
þrenningu höfunda; þeir Saul Bel-
low og John Updike hafi iðulega ver-
ið spyrtir saman og hafi „risið upp
yfir bandarískt bókmenntalíf á
seinni hluta tuttugustu aldar“. En
Roth skrifaði fleiri bækur en hinir.
„Updike og Bellow beina vasa-
ljósum sínum út í heiminn og lýsa
hvernig hann er, en ég gref holu og
lýsi með mínu vasaljósi inn í hana,“
sagði Roth eitt sinn um skrif sín en
þótt viðfangsefnin hafi iðulega verið
alvarleg klæddi hann þau gjarnan í
gamansaman búning.
Þótt Roth hafi verið orðaður við
Nóbelsverðlaunin ár eftir ár, án
þess að hreppa þau, hlaut hann
fjölda annarra merkilegra verð-
launa, svo sem tvenn National Book-
verðlaun, tvenn National Book Cri-
tics Circle-verðlaun, þrenn PEN/
Faulknerverðlaun, Pulitzer-
verðlaun og Man Booker Int-
ernational-verðlaunin.
Meðal þekktustu bóka Roths má
nefna Portnoy’s Complaint, Sabb-
ath’s Theater, The Plot Against Am-
erica og „ameríska þríleikinn“: Am-
erican Pastoral, I Married a
Communist og The Human Stain.
Risi í bandarískum
bókmenntum allur
Virtur Philip Roth sendi frá sér yfir
þrjátíu fjölbreytilegar skáldsögur.