Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Einu sinni var …Í viðtali við BenediktErlingsson, sem birtist íþessu blaði fyrir skömmu,
kvaðst hann vilja búa til ævintýri.
Hann sagði að norðurevrópskar kvik-
myndir væru fulloft um sársauka og
eymd og það væru ekki gerðar nógu
margar ævintýramyndir, ekki nógu
mörg ævintýri í umferð yfirhöfuð.
Nú er allt ævintýrið í kringum
kynningu myndarinnar nýhafið.
Myndin var frumsýnd á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes nýverið og hefur
nú verið frumsýnd hér. Hún fékk afar
jákvæða dóma úti í Cannes og nokkur
verðlaun. Því hefur víða verið haldið
fram meðal gagnrýnenda að kvik-
myndin sé vís til þess að vegna vel á
kvikmyndahátíðum og að hún eigi
eftir að verða vinsæl. Ég tek í sama
streng, ég skal hundur heita ef þessi
mynd verður ekki einn af stærri hitt-
urum ársins á alþjóðlega vísu.
Í upphafsatriði myndarinnar er að-
alpersónan Halla, sem er leikin af
Halldóru Geirharðsdóttur, stödd úti í
sveit. Hún mundar boga af mikilli
leikni og skýtur ör yfir víra á stóreflis
rafmagnmastri. Örin er tengd við
málmstreng, sem veldur því að lín-
urnar slá út. Í kjölfarið sjáum við að
það verður rafmagnslaust í álverinu á
Reykjanesi og það verður uppi fótur
og fit. Halla er ekki fyrr búin að
fremja skemmdarverkið en hún heyr-
ir þyrlu nálgast. Hún leggur á flótta,
felur sig fyrir þyrlunni og endar hjá
nálægum sveitabæ þar sem vinsam-
legur bóndi skýtur yfir hana skjóls-
húsi.
Halla snýr aftur til Reykjavíkur og
fer beint á kóræfingu en hún starfar
sem kórstjóri. Einn kórmeðlimur,
Baldvin, mætir seint á æfingu og gef-
ur Höllu merki um að hann þurfi að
eiga við hana orð. Þau fara afsíðis og
það kemur fram að Baldvin, sem
starfar fyrir forsætisráðuneytið, er
samverkamaður hennar í skemmd-
arverkunum. Það kemur í ljós að
þetta er í fimmta skipti sem Halla
slær út rafmagninu í álverinu og að
hún sé í herferð gegn stóriðju. Það er
mikið fjallað um þessi mál í fjöl-
miðlum og fólk veltir fyrir sér hver
skaðvaldurinn sé og hvort erlend
hryðjuverkasamtök standi að baki
þeim. Baldvin er mjög taugatrekktur
og mikið í mun að stíga næstu skref
með skiplagðri yfirvegun. Halla er
hins vegar tiltölulega afslöppuð.
Þegar Halla kemur heim af kóræf-
ingu hringir síminn og henni býðst að
ættleiða stúlku frá Úkraínu. Þetta
kemur henni í opna skjöldu, það er
langt síðan hún lagði inn umsókn og á
þeim tíma var hún ekki róttækasti
umhverfisaktívisti Íslands. Hún held-
ur á fund tvíburasystur sinnar, jóga-
kennarans Ásu, til að fá ráð. Ása og
Halla eiga það sameiginlegt að vilja
breyta heiminum en þær hafa ólíkar
áherslur, Halla vill breyta honum í
gegnum róttækar aðgerðir en Ása vill
breyta heiminum með því að breyta
sjálfri sér og leggja stund á andlegar
iðkanir. Ása ræður henni heilt en
Halla verður engu að síður að treysta
á sjálfa sig fyrst og fremst, nú þegar
stendur frammi fyrir því hvernig hún
á að sameina móðurhlutverkið og
aktívistahlutverkið.
Töfraraunsæir tónar
Handrit myndarinnar er frábært,
sagan er spennandi og skemmtileg og
fléttan gengur algjörlega upp. Áhorf-
endur eru teymdir af stað í magnað
ferðalag, þar sem allt er undir, ekki
bara örlög aðalpersónunnar heldur
náttúran og veröldin eins og hún
leggur sig. Persónurnar eru hyl-
djúpar og afskaplega vel skrifaðar en
þær lifna líka við í meðförum leik-
aranna sem túlka þær. Leikhópurinn
er óaðfinnanlegur, Jörundur Ragn-
arsson ber af í hlutverki Baldvins og
Jóhann Sigurðarson er stórfínn sem
hjálpsami bóndinn Sveinbjörn. Hall-
dóra Geirharðsdóttir leikur tvö hlut-
verk, aðalpersónuna Höllu og Ásu
tvíburasystur hennar og vinnur hér
leiksigur. Það líka bara löngu kominn
tími til að Halldóra sé aðalstjarnan í
alþjóðlegri stórmynd, það eru fáir
leikarar sem passa betur í það hlut-
verk en hún.
Tónlistin er, líkt og allt annað í
þessari kvikmynd, algjörlega fram-
úrskarandi og framsetning hennar er
sérlega áhugaverð. Höfundur tónlist-
ar er Davíð Þór Jónsson og hún er
flutt af honum og kollegum hans úr
hljómsveitinni ADHD, Ómari Guð-
jónssyni og Magnúsi Trygvasyni
Eliassen. Tónlistarmennirnir eru
persónur í myndinni, þeir fylgja
Höllu eftir líkt og einhvers konar
verndarenglar eða -púkar, og leika
fyrir hana tónlist. Piltarnir þrír eru
ekki einir á ferð en Höllu er líka fylgt
eftir af þremur úkraínskum söng-
konum. Hljómsveitirnar tvær birtast
ýmist hvor í sínu lagi eða saman, það
fer eftir aðstæðum. Það er óljóst
hvort hljóðfæraleikararnir eru „raun-
verulegir“, hvort fólk sér þá eða hvort
Halla sjálf sér þá. En það skiptir líka
ekki öllu máli af því að þetta er æv-
intýri og þessi töfraraunsæislega
tækni gefst afar vel. Tónlistarfólkið
virkar líka eðli málsins samkvæmt
sem holdgervingar fyrir þessa stóru
og, að því er virðist, ósamrýmanlegu
þætti í lífi Höllu, baráttuna fyrir land-
ið og barnið í Úkraínu. Það er unun
að horfa á þau í hvert skipti sem þau
birtast á skjánum, þau spila svo fal-
lega og svo skemmir ekki fyrir hvað
þau eru hugguleg og vel klædd. Sér-
staklega trommuleikarinn.
Um pólitík og predikun
Í erlendum dómum hefur því víða
verðið fleygt að Benedikt sé kvik-
myndahöfundur (e. auteur director)
sem er merkilegt í ljósi þess að þetta
er bara önnur kvikmynd hans. Það er
þó ekki fjarri lagi þar sem koma má
auga á fjölmörg höfundareinkenni í
myndinni. Það sem er augljósast er
að hann notar Juan Camillo, líkt og
hann gerði í Hross í oss, sem kómíska
aukapersónu. Juan leikur ferðamann
sem er alltaf á röngum stað á röngum
tíma og hann er ítrekað handtekinn
fyrir verknað sem Halla er ábyrg fyr-
ir. Þessar senur eru spreng-
hlægilegar en undir kraumar alvar-
legur tónn, því þarna er snert á
fordómum í garð útlendinga.
Í áðurnefndu viðtali lét Benedikt
þess getið að hann vildi ekki vera pre-
dikandi, hann vildi ekki gera upp-
fræðandi pólitíska mynd. Honum hef-
ur tekist að sneiða hjá því að myndin
sé predikandi en hún er engu að síður
afar pólitísk. Í nokkrum atriðum, t.d.
þegar Halla fær símtalið örlagaríka
og í lokaatriði myndarinnar, er hamr-
að á umhverfisverndarboðskapnum.
Þessar senur eru afar kærkomnar og
þær gera myndina safaríkari því
þetta eru áríðandi skilaboð, við
stefnum hraðbyri að gjöreyðingu
plánetunnar og dugar ekki að sitja
með hendur í skauti.
Það má líka finna lúmskari pólitísk
atriði í myndinni. Allir lögregluþjónar
í henni, a.m.k. þeir sem flytja texta,
eru leiknir af grínistum eins og Sögu
Garðars, Ara Eldjárn og Dóra DNA,
auk þess sem flestir meðlimir úr
Fóstbræðrum leika þarna löggur.
Skilaboðin eru skýr. Þetta er auðvit-
að líka skemmtilegt nikk í átt að ís-
lenskum áhorfendum, sem eru þeir
einu sem geta komið auga á þetta.
Úti er ævintýri
Kona fer í stríð er ævintýri og að
horfa á hana er ævintýraleg upplifun.
Kvikmyndatakan er frábær, hand-
ritið er svakalega vandað og tónlistin
er dásamleg, allt við kvikmyndina er í
raun til fyrirmyndar. Það fylgir því
sérstök tilfinning að sjá kvikmynd
sem er innihaldsrík en líka með ein-
dæmum skemmtileg, það felst í því
einhver óútskýranleg spenna, titr-
ingur og orka. Áhorfendur ganga út
af Kona fer í stríð uppfullir af þessari
tilfinningu sem einungis góð bíómynd
getur framkallað.
Ævintýraleg upplifun
Magnað ferðalag „Handrit myndarinnar er frábært, sagan er spennandi og skemmtileg og fléttan gengur al-
gjörlega upp. Áhorfendur eru teymdir af stað í magnað ferðalag, þar sem allt er undir,“ segir m.a. í dómi.
Smárabíó og Háskólabíó
Kona fer í stríð bbbbb
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Hand-
rit: Benedikt Erlingsson og Ólafur Eg-
ilsson. Kvikmyndataka: Bergsteinn
Björgúlfsson. Klipping: David Alexander
Corno. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Aðal-
hlutverk: Halldóra Geirharðsdóttir, Jör-
undur Ragnarsson, Jóhann Sigurðar-
son, Juan Camillo Roman Estrada.
Ísland, 2018. 96 mín.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Bandaríski leikarinn
Richard Gere snýr
aftur á sjónvarps-
skjáinn tæpum 30 ár-
um eftir að hann
vakti fyrst athygli í
sjónvarpsþætti. Hann
mun fara með hlut-
verk bandarísks
áhrifamanns í fjöl-
miðlaheiminum í
nýrri þáttaröð úr
smiðju BBC Two sem
nefnist Mother-
FatherSon.
Gere fylgir þar í
fótspor annarra
Hollywood-stjarna sem í auknum
mæli hafa snúið sér að sjónvaps-
þáttum í stað kvikmynda. Þeirra á
meðal eru Nicole Kidman og Reese
Witherspoon.
Tom Rob Smith skrifaði hand-
ritið að MotherFatherSon, en serí-
an fjallar um Max (Gere), Kathryn
(Helen McCrory)
fyrrverandi konu
hans og Caden (Billy
Howle) son þeirra.
Fjölskyldufyrirtæk-
inu er ógnað þegar
Caden, sem stýrir
blaðaútgáfu fyrir-
tækisins í Bretlandi,
verður stjórnlaus
með þeim afleið-
ingum að „framtíð
fjölskyldunnar, fjöl-
skyldufyrirtækisins
og landsins er á
barmi breytinga“,
segir í frétt BBC.
Framleiddir verða átta klukku-
stundarlangir þættir.
„Það gleður mig mikið að vinna
með BBC að þessu einstaka átta
klukkustunda verkefni með svona
hæfileikaríku fólki og sem kallast
sterkt á við samtímann,“ segir Gere
í samtali við BBC.
Gere leikur í sjónvarpsþáttaröð hjá BBC
Richard Gere
ICQC 2018-20
ALLTAF KLÁRT
Í ÞRIFINAJAX
NÚ FÆRÐU
AJAX með
matarsóda og sítrónu
og AJAX
með ediki og eplum
Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi
hreint