Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 88

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 88
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Sigurði Ragnari sagt upp störfum 2. Hrafn krefst leiðréttingar hjá Þjóðskrá 3. Hugsa ótrúlega vel um líkamann 4. Þetta er klárlega margfalt brot »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Salsakommúnan fagnar fyrstu plötu sinni, Rok í Reykjavík, með tón- leikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Áður en tónleikarnir hefjast er boðið upp á salsadanskennslu. Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku, en allir textar eru á íslensku. Salsakommúnan með dansleik til að fagna  Skálar nefnist sýning sem Pétur Gautur opnar í Galleríi Göngum í Háteigskirkju í dag kl. 17. Sýningarrýmið er í göngunum milli Háteigs- kirkju og safn- aðarheimilis kirkjunnar, en gengið er inn frá safnaðarheimilinu. Pétur Gautur sýnir í Galleríi Göngum  Tónlistardegi Halldórs Hansen er fagnað í Saln- um í dag kl. 17. Þar segja Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir frá kynnum sínum af Halldóri, sem var mörgu tónlistarfólki hér- lendis mikill liðsauki og hugljómun vegna tónlistarþekkingar sinnar. Við sama tækifæri hlýtur ungt tónlistar- fólk verðlaun úr styrktarsjóði Hall- dórs, en verðlaunin eru veitt árlega til ungra tónlistarmanna sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Tónlistardegi Hall- dórs fagnað í Salnum Á föstudag Suðvestan 5-13 og bjartviðri NA-lands, annars skýjað með köflum og smáskúrir. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á S- og V-landi um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning eða skúrir og snýst í vestan 8- 15 m/s, fyrst S-til. Léttir til A-lands annað kvöld. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. VEÐUR „Ég er ekki fædd sem ein- hver frábær fótboltakona, ég hef bara unnið gríðar- lega mikið að því að komast þangað sem ég er í dag. Ég hef gert fullt af æfingum sem enginn veit af og eng- inn sér mig gera, og allar þessar aukaæfingar hafa klárlega komið mér hing- að,“ segir Sara Björk Gunn- arsdóttir, sem tekur þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kíev í dag. »2-3 Aukaæfingarnar komu mér hingað Þegar Íslandsmótinu í handknattleik er nú lokið kemst hreyfing á leik- menn liðanna. Einhverjir hafa áhuga á annarri vist, annaðhvort færa sig á milli liða hér heima eða hleypa heim- draganum og spreyta sig með fé- lagsliðum í Evrópu. Alltaf flytja ein- hverjir heim frá Evrópu. Morgunblaðið fer ítarlega yfir þær breytingar sem ljóst er að verða á lið- unum og annað sem kann að vera í bígerð. »4 Hreyfing á leikmönnum í handboltanum Íslandsmeistarar Þórs/KA eru áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eft- ir sigur á KR-ingum, 2:0, á Akureyri í gærkvöld. Akureyrarliðið þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en náði að skora tvívegis í seinni hálfleiknum. Fyrra markið var sjálfsmark en það síðara gerði Stephany Mayor. Sjá ein- kunnagjöf og umfjöllun. » 2-3 Meistararnir áfram með fullt hús stiga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leik- húsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Að sögn hennar hafa komið á bilinu 20-25 þúsund gestir á sýningar hóps- ins síðastliðin fimm ár. Í gær hóf leikhópurinn tólfta leik- sumar sitt með frumsýningu á Gosa í Elliðaárdalnum. Verkið byggist á sög- unni um spýtustrákinn Gosa, ævintýr- inu um Garðabrúðu og sögunni um Óskirnar þrjár. Sagan gerist inni í Ævintýraskóginum, þar sem ólíkleg- ustu hlutir geta átt sér stað. „Við viljum sýna verk fyrir fjöl- skyldur, þar sem allir skemmta sér saman. Þannig hafa sprottið fram ný ævintýri sem við höfum búið til upp úr gömlum,“ segir Anna Bergljót, en leik- hópurinn hefur áður sýnt verk eins og Dýrin í Hálsaskógi, Ljóta andarung- ann, Litlu gulu hænuna, Mjallhvíti, Gilitrutt, Rauðhettu, og Galdrakarlinn í Oz samkvæmt heimasíðu hópsins. Anna Bergljót segist sjá sömu fjöl- skyldur koma ár eftir ár að sjá sýn- ingar hópsins og skemmtilegt sé að fylgjast með börnunum stækka. Börn séu dásamlegir gestir leiksýninga, sem bregðist við gleði og sorg af einlægni. Óskirnar þrjár rifjaðar upp „Sagan um Óskirnar þrjár er ævin- týri sem er mörgum gleymt og því gaman að rifja það upp í leikritinu. Ævintýraskógurinn býður svo upp á margt óvænt,“ segir Anna Bergljót. Sýningar hópsins eru utandyra og segir Anna Bergljót að þau láti ís- lenskt veðurfar ekkert á sig fá. „Ef það er rok þá gæti það orðið til að stöðva sýningu. Það hefur aðeins gerst einu sinni í Elliðaárdalnum frá byrjun, en þá var stormviðvörun og fólk beðið að vera ekki á ferli,“ segir Anna Bergljót hress í bragði en bætir við að Elliðaárdalurinn, þar sem þau sýna venjulega, sé veðursæll, en það varð raunin á frumsýningu sumarsins í gær, þrátt fyrir rigningartíð undan- farna daga. Leikhópurinn leggur hvert sumar land undir fót og heldur vestur á land eftir frumsýningu. „Við sýnum í Elliðaárdal alla mið- vikudaga í sumar, en förum líka í nokkra hringi um landið og sýnum á um það bil 50 stöðum. Alltaf á Akur- eyri 17. júní, á Neistaflugi í Neskaup- stað og um verslunarmannahelgina á Flúðum. Við verðum í Þorlákshöfn í fyrsta skipti í sumar, en verðum því miður að sleppa Seyðisfirði og Kirkju- bæjarklaustri í ár, en vonumst til að fólk geri sér þá bara ferð í næsta þorp.“ Vilja ekki vera í sumarfríi  Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa um allt land Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumsýning sumarsins Leikhópurinn Lotta hóf tólfta leiksumar sitt með sýningu á Gosa í Elliðaárdalnum í gær. Leikurinn gerist í ævintýraskóginum þar sem allt getur gerst. Veðrið var með skásta móti fyrir gesti og leikara. Höfundur verksins Gosa er Anna Bergljót Thorarensen en þetta er áttunda verkið sem hún skrifar fyrir Leikhópinn Lottu. Hún samdi lagatexta ásamt þeim Baldri Ragn- arssyni og Stefáni Benedikt Vil- helmssyni. Í Gosa eru tíu ný lög sem eru samin af Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Höfundur leikstýrir sýningunni ásamt dans- höfundi, Berglindi Rafnsdóttur. Sex leikarar og tónlistarmenn halda sýningunni uppi: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Björn Thor- arensen, Huld Óskarsdóttir, Sig- steinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir skipta á milli sín öllum hlutverkum sýning- arinnar. Sýningar leikhópsins eru alltaf utandyra og eru fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar á www.leikhopurinnlotta.is. Tíu ný lög í sýningunni í sumar SÝNINGAR LEIKHÓPSINS ERU HALDNAR UTANDYRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.