Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2018, Side 23

Læknablaðið - 01.05.2018, Side 23
Gegnsæi og ábyrgð Í lok júní munu aðildarfyrirtæki Frumtaka og EFPIA birta ársskýrslu með upplýsingum um tilteknar greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðis starfsfólk og heilbrigðisstofnanir sem inntar voru af hendi á síðasta ári. En hvers vegna? Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga. Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út reglur um eflingu góðra stjórnunarhátta í lyfjaiðnaðinum sem allir hags­ munaaðilar samþykktu árið 2013. Þessar reglur gera ráð fyrir að upplýsingar um tilteknar greiðslur verði gerðar opinberar. EFPIA, Frumtök og öll okkar aðildarfyrirtæki styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðis­ starfsfólks og ­stofnana. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða­ og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur. Þessar upplýsingar verða birtar á heimasíðu Frumtaka, www.frumtok.is Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga. Frekari upplýsingar og kynningarefni: transparency.efpia.eu | pharmadisclosure.eu Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Sími 588 8955 www.frumtok.is frumtok@frumtok.is DISCLOSURE CODE

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.