Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti sumarið 1952
töldu flestir víst að hann myndi skipta sér af gangi stjórnmálanna,
ekki síst við stjórnarmyndanir. Annars vegar átti Ásgeir að baki
langan feril í stjórnmálum — alþingismaður árin 1923–52 (síðustu
15 árin fyrir Alþýðuflokk), forseti Sameinaðs þings 1930–31, fjár-
málaráðherra 1931–32 og forsætisráðherra 1932–34. Hins vegar
var forsetanum vissulega ætlað mikilvægt hlutverk við stjórnar-
skipti. Þá gæti hann haft „úrslitavaldið í þjóðfélaginu“, svo vitnað
sé til Tímans, eða „meira pólitískt vald en nokkrum öðrum einum
Íslendingi fyrr eða síðar í sögu landsins hefur verið fengið í hend-
ur“, eins og Bjarni Benediktsson, einn helsti lögspekingur Sjálf-
stæðisflokksins, komst að orði.2 En forsetinn átti þó að vera hlut-
lægur; hann átti ekki að mismuna flokkum (þótt það væri reynd-
ar óskráð regla að forseti veitti sósíalistum aldrei umboð til stjórn-
armyndunar).3 Ásgeir Ásgeirsson vissi aftur á móti vel hvernig
ríkisstjórn hann vildi hafa yfir landinu, eða réttara sagt hvaða
stjórn hann vildi ekki að væri við völd. „Kommarnir“ skyldu vera
utangarðs. Það var meginmarkmið hans í þeirri stjórnarkreppu
sem hófst með lausnarbeiðni Hermanns Jónassonar og ekki verð-
ur annað sagt en að hann hafi unnið hörðum höndum að því að ná
þessu marki sínu. Staðhæft hefur verið að forseti hafi vart „í ann-
an tíma haft meiri og örlagaríkari afskipti af flokkapólitík og
stjórnarmyndun“.4
Frásögn Ásgeirs Jóhannessonar styður þá niðurstöðu en bætir
því við sem ekki hefir legið ljóst fyrir, að Guðmundur Í. Guð-
mundsson kom einnig mjög við sögu. Guðmundur Í. hafði setið á
þingi fyrir Alþýðuflokkinn árin 1942–49 og aftur frá 1952. Hann
tilheyrði „hægri væng“ flokksins. Hann er mikill stuðningsmaður
vestrænnar samvinnu, sagði Andrew Gilchrist, sendiherra Bret-
ásgeir jóhannesson252 skírnir
2 Sjá: Guðni Th. Jóhannesson, „Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? Forsetinn og
stjórnarmyndanir“. Stjórnmál og stjórnsýsla. Veftímarit, 1. tbl. 2. árg., 2006,
http://www.stjornmalogstjornsysla.is/images/stories/fg2006v/gthj.pdf.
3 Sjá t.d. Ólafur Ragnar Grímsson, The Icelandic Multilevel Coalition System
(Reykjavík, 1977), bls. 30.
4 Benedikt Gröndal, Örlög Íslands (Reykjavík, 1991), bls. 216. Sjá einnig: Gylfi Þ.
Gíslason, Viðreisnarárin (Kópavogi, 1993), bls. 62, Gylfi Gröndal, Ásgeir Ás-
geirsson, bls. 395–406, og Helgi Skúli Kjartansson, „Emil Jónsson“, bls. 281–282.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 252