Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 242
bet, H.M. Nielsen að Hermanni Jung-Olsen og Marius Nielsen verður að
Magnúsi Jung-Olsen. Í stað þess að fara til „Moldarvogs í Vestur-Ögð-
um“ (Argóarflísin, bls. 17) fór Matthías til „Flekkufjarðar í Noregi“
(Utan lands og innan, bls. 17).
Enda þótt málsgreinar og jafnvel heilu efnisgreinarnar séu færðar orð-
rétt úr endurminningum og öðrum skrifum Matthíasar yfir í Argóarflís-
ina þá eiga sér stað nokkrar breytingar á persónunni eins og gefur að skilja.
Valdimar er að mörgu leyti einfaldari karakter en Matthías í endurminn-
ingum sínum. Þannig er Valdimar, eins og hann birtist lesendum, forpok-
aðri en Matthías. Sjónarhorn sögunnar litast af viðtekinni söguskoðun
samtímans sem hefur hafnað skoðunum á borð við þær sem Matthías hélt
fram. Á hinn bóginn nutu þær hugmyndir sem Matthías boðaði, á fyrri
hluta 20. aldar, virðingar á sínum tíma. Í bókinni Mannkynbætur ræðir
Unnur B. Karlsdóttir, sagnfræðingur, upphaf slíkra hugmynda og skoðar
sérstaklega talsmenn mannkynbótastefnunnar á Íslandi.17 Fram kemur að
„helstu talsmenn hennar komu úr röðum sérfræðinga og fræðimanna sem
voru þekktir og virtir í heimalöndum sínum og margir utan þeirra einnig“
(bls. 9). Unnur tekur dæmi af Ágústi H. Bjarnasyni (1875–1952), doktor
í heimspeki og prófessor við Háskóla Íslands, sem var einn ötulasti mann-
kynbótasinninn á Íslandi.18
Við sjáum að skoðanir og skrif Matthíasar um tengsl fiskneyslu og
menningar þurfa ekki endilega að bera vott um þröngsýni heldur er allt
eins hægt að túlka þau sem merki um víðsýni og lærdóm. Í þeirri mynd
sem Argóarflísin dregur upp af Matthíasi er lögð áhersla á þær lífsskoð-
anir hans sem eru ósamrýmanlegar viðteknum hugmyndum nútímans en
atriðum sem bera vott um annað sleppt. Í endurminningunum er Matt-
hías í raun mun áhugasamari um umhverfi sitt og fólkið í kring en
Valdimar í Argóarflísinni. Sem dæmi má nefna skemmtiferð sem Matthías
fer í, en Valdimar svarar slíkum boðum með þótta og segist ekki vilja mis-
virða gestrisni Magnúsar Jung-Olsen „með því að taka norskan skíðskála
fram yfir þann góða viðurgjörning sem flaggskip Kronosar-útgerðarinn-
ar hefði upp á að bjóða“ (Argóarflísin bls. 108). Raunar er lýsing fyrsta
vélstjóra á fyrirhuguðu ferðalagi nánast orðrétt lýsing Matthíasar sjálfs á
ferðalagi sem hann fór í (Utan lands og innan, bls. 28).
Besta dæmi bókarinnar um pastiche-aðferðina er hins vegar ræða Valdi-
mars sem nefnist „fiskur og menning“ og hann heldur fyrir áhöfnina um
tengsl fiskneyslu og menningar (Argóarflísin, bls. 73–77). Sá texti kemur
nær allur úr ritgerðinni „Fiskveiðar og menning“ sem Matthías birti í Eim-
anna björk einarsdóttir488 skírnir
17 Unnur B. Karlsdóttir: Mannkynbætur. Hugmyndir um bætta kynstofna hér-
lendis og erlendis á 19. og 20. öld. Reykjavík: Háskólaútgáfan 1998.
18 Sama, bls. 9 og bls. 33–38.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 488