Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 64
Barnadauði er mun fátíðari í báðum löndum eftir 1960, en þá
dóu 15% allra barna í fæðingu í báðum löndum. Barnadauðinn
hefur dregizt meira saman í Kína, þar sem 3% barna dóu í fæðingu
2004 á móti 6% á Indlandi. Meiri og betri heilsugæzla og mennt-
un hafa stuðlað að minni barnadauða í báðum löndum og um allan
heim og með því móti hjálpað til þess að efla og bæta mannauð-
inn. Minni barnadauði helzt jafnan í hendur við hægari fólksfjölg-
un og stendur því ekki í vegi fyrir örari hagvexti, öðru nær. Það er
eftirtektarvert að heilbrigðisþjónustan í Kína byrjaði að batna
löngu áður en efnahagsumbæturnar hófust 1978, þrátt fyrir allt
umrótið og upplausnina í Stóra stökkinu (1958–1961) og menn-
ingarbyltingunni (1966–1976). Árin eftir 1980 var barnadauðinn
kominn niður í 5% í Kína. Svo er m.a. fyrir að þakka berfættu
læknunum sem ríkisstjórnin sendi út um landið til að hjálpa til við
barnsfæðingar og gera einfaldar aðgerðir. Á móti þessu kemur það
að heilbrigðisþjónustunni í Kína virðist hafa hrakað sums staðar
um landið í kjölfar efnahagsumbótanna eftir 1978, einkum til sveita,
enda þótt meðaltöl helztu heilbrigðis- og félagsvísa fyrir landið
allt nái ekki að lýsa þeirri afturför. Með líku lagi þarf að gæta vel
að því að Indland er enn margbrotnara land en jafnvel Kína; sum
ríki Indlands, t.d. Kerala, hafa náð enn betri árangri en Kína í ýms-
um greinum heilbrigðis- og menntunarmála, og það án valdboðs
frá miðstjórninni í Nýju Delí, enda þótt þessi munur komi ekki
fram í landsmeðaltölum eins og þeim sem hafa borið uppi rök-
semdafærsluna hér að framan.
IV. Að endingu
Hagvaxtarfræðin bregður skýru ljósi á vaxtarferla Indlands og
Kína undangengna áratugi. Löndin tvö eru gríðarstór, en þróun-
arstefna þeirra og þróunarferlar virðast eigi að síður lúta sömu
lögmálum og gilda í öðrum smærri löndum. Þau ráð, sem duga
annars staðar, duga einnig Indlandi og Kína. Af þessu má ráða ein-
falda lexíu: hagstjórn og stofnanir, sem ýta undir fjárfestingu,
stöðugt verðlag, erlend viðskipti, menntun, heilbrigði, fjölbreytni,
lýðræði og fjölskylduáætlanir örva einnig hagvöxt, því að þetta
þorvaldur gylfason310 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 310