Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 230
an af, eftir að Stulli flosnaði upp úr námi, var alltaf í honum ein-
hver beiskjutónn út í okkur „kúristana og streberana“, en í seinni
tíð hafði hann stundum sent mér glósur, hvernig ég nennti enda-
laust að vera að hanga yfir þessu ömurlega bókhaldi. Ég ætlaði að
lauma mér í burtu en hann greip í höndina á mér og spurði, með
svip sem lýsti af forvitni og einungis daufri fyrirlitningu:
„Hvernig í veröldinni þekkir þú Jóa Tomm?“
Ég sagði honum það, fljótmæltur, gamlir bekkjarbræður… og
Stulli var aldrei þessu vant hinn elskulegasti; við skiptumst á ein-
hverjum orðum og hann stóð upp og var að tygja sig, hringlaði
bíllyklum og þegar kom á daginn að ég var á heimleið sagði hann
að það væri í leiðinni fyrir sig, bauð mér far og var hinn þægileg-
asti; ég hugsaði með mér: batnandi manni er best að lifa! Við skipt-
umst á einhverjum orðum um Jóa þegar ég kvaddi bílinn, um
hvernig þeir þekktust, og svo spurði ég:
„Veistu nokkuð hvað Jói er að sýsla?“
En þá hló Stulli; hann er með dálítið skrækan hlátur, sérkenni-
legan fyrir þennan hávaxna mann, og hann sagði:
„Ja, sá sem vissi það nú!“
Svo kvöddumst við. Ég hugsaði ekkert meira um þetta.
Það var næstum hægt að ganga að Jóa Tomm þarna á kránni
næstu vikurnar. Ég var orðinn dálítið spenntur fyrir hugmyndinni
um að taka túr út á land, svona reunion, og tveimur vikum seinna
þegar ég átti leið í bæinn að kvöldlagi kíkti ég inn á staðinn og fann
þar Jóa. Þótt hann héngi svona mikið á bar sá ég aldrei á honum
vín, og alltaf var hann jafn óaðfinnanlegur í framkomu og klæða-
burði. Hann talaði ekki einu sinni með hreim, þótt hann hefði
búið erlendis meirihluta ævinnar, en þegar ég hrósaði honum fyrir
það þá sló hann kæruleysislega út hendinni og sagði: „Það eru nú
bara fífl sem tala með útlenskum hreim!“
Þegar við kvöddumst sagðist hann vera að bóka veiðihús vest-
ur á landi og sagðist ætla að hafa samband við mig, upp á að hóa í
einhverja af gömlu vinunum. „Þú manst, engar kellingar!“ sagði
Jói, og við hlógum báðir.
Við hittumst að minnsta kosti einu sinni enn, þarna eða á ein-
hverjum öðrum stað á næstu tveim–þrem vikum; það sagði mér í
einar kárason476 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 476