Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 177
stjórnmálum tvennskonar. Annarsvegar bein þátttaka í umræðum,
þar sem forsendurnar eru ekki dregnar í efa, hinsvegar áhrif sem
hægt er að hafa á orðræðuna með því að beina athyglinni að for-
sendum hennar.
En hvað má þá segja að einkenni orðræðu stjórnmálanna nú?
Hefur hún breyst eitthvað á undanförnum árum? Augljósa svarið
við þessari spurningu er að breytingar í heiminum á undanförnum
20 árum hafa gerbreytt stjórnmálaorðræðu hér á Íslandi rétt eins
og víða annarsstaðar. Breytingunni má meðal annars lýsa með því
að benda á að á tímum kalda stríðsins var orðræða stjórnmálanna
hugmyndafræðileg í ríkum mæli, andstæðurnar vinstri og hægri í
pólitík voru að mörgu leyti afurð hugmyndafræðilegrar og efna-
hagslegrar tvískiptingar heimsins. Á tímum kalda stríðsins lögðu
hugmyndafræðilegir andstæðingar siðferðilegan skilning í ágrein-
ing sinn og þegar menn tókust á í pólitík sökuðu þeir hverjir aðra
ekki aðeins um að hafa rangar hugmyndir um afleiðingar, eða
rangar skoðanir eða um að byggja málflutning sinn á röngum for-
sendum, heldur einnig og ekki síður um að hafa annarleg markmið
í huga, ganga erinda einhverra, stundum auðmanna, stundum er-
lendra þjóða, stundum hvorttveggja. Andstæðingarnir voru
glæpamenn, samviskulausir þorparar, landsölumenn, dólgar og
svo má áfram telja. Þannig var pólitíkin, að minnsta kosti í leik-
rænum skilningi, alltaf annað og meira en rökræður eða kappræð-
ur stjórnmálamanna sem greindi á um tæknileg atriði. Stjórnmál-
in voru í vissum skilningi glíma góðs og ills: Að minnsta kosti áttu
gott og illt, andstæður sem voru í senn siðferðilegar og hug-
myndafræðilegar, sér alltaf fulltrúa í pólitíkinni og stjórnmála-
menn voru því ekki aðeins andstæðingar um ákveðin mál. Í mörg-
um tilfellum fól ágreiningur um pólitískar lausnir líka í sér and-
stæða lífssýn og gildismat, og leikhús stjórnmálanna krafðist þess
að gert væri sem mest úr slíkum andstæðum.
Nú á dögum er siðferðilegi þátturinn að mestu horfinn úr um-
ræðum stjórnmálamanna og hugmyndafræðilega víddin hefur
skroppið mjög saman. Orðræða stjórnmálanna er í auknum mæli
tæknileg. Þetta merkir að í stjórnmálaumræðum er gert ráð fyrir
að fyrst og fremst sé fjallað um tæknileg úrlausnarefni, en hug-
siðfræði andstöðunnar 423skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 423