Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 114
konar eiga þátt í að mynda líkamann: móta hann sjálfan og jafn-
framt hugmyndir okkar um hann.10
Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að líkaminn er
ekki fasti, heldur ferli, bæði líffræðilega, eftir því sem við eldumst
og breytum líkama okkar með ýmsu móti, og sögulega, en hug-
myndir um líkamann hafa breyst í gegnum söguna og eru breyti-
legar. Þannig erum við stöðugt að hafa hamskipti, bæði í bókstaf-
legum og táknlegum skilningi.
Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að við notum líkama okkar sem
rúmfræðilegt viðmið, en líkaminn sem landfræðilegt líkan lifir enn
í tungumálinu, þótt mælieiningar byggðar á því rými sem líkam-
inn helgar sér í tilverunni séu ekki lengur við lýði. Fólk telur ekki
lengur faðma, fet og þumlunga, álnir og spannir, þótt þessi orð séu
enn til staðar í tungumálinu þá eru þau minna og minna notuð.
Hinsvegar eru þessi orð skemmtilegar menjar um veröld sem var
og ágætis áminning um að líkaminn er ávallt mikilvægt viðmið í
daglegu lífi; við finnum öll fyrir því hvað stærð okkar og umfang
skiptir miklu máli og hversu mikið af umhverfi okkar er hannað
fyrir þá sem eru í meðalstærð og með meðallíkamsbyggingu.11 Og
þó að álnir og spannir séu að hverfa sjónum þá lifa líffæralíkingar
enn góðu lífi, við tölum um að hafa auga með einhverju, ganga
með hugmynd í maganum, brjóta heilann og leggja heilann í
bleyti, að fá fyrir hjartað, hafa hendur í hári og svo framvegis.
Á tímum endurreisnarinnar var líkaminn bókstaflega gerður
að líkani fyrir samfélag og heiminn allan. Gott dæmi um þessa
myndlíkingu er að finna í Leviathan Thomas Hobbes (1651), en
þar er fræg mynd af konungsveldinu í formi risavaxins líkama sem
gnæfir yfir landinu. Höfuðið er konungurinn, útlimirnir lýðurinn.
Þarna er Hobbes að færa í form hugmyndir sem voru í raun og
veru við það að breytast og hverfa, ef marka má Jonathan Sawday,
en í bókinni The Body Emblazoned: Dissection and the Human
úlfhildur dagsdóttir360 skírnir
10 Þessi grein er unnin upp úr námskeiðinu „‚Myndun‘ líkamans“ sem ég kenndi
við Listaháskóla Íslands 2003 og 2004.
11 Balsamo fjallar einnig um líkamsmælingar til að finna út meðalstaðla. Þessar
mælingar eru notaðar við ýmiskonar þrívíða hönnun, en hún bendir á að álíka
meðaltal er einnig notað sem viðmið í fegrunaraðgerðum.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 360