Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 138
uð í og framandleika þeirra andspænis eigin samtíma. Eitt megin-
viðfangsefni samstæðilegrar guðfræði verður að svara spurning-
unni um hvernig brúa eigi gjána sem skilur að nútímann og sam-
tíma ritningarinnar. Öll guðfræðileg umræða mótast nú meira eða
minna af skilgreiningum á sambandi sögu og trúar.17
Friedrich Schleiermacher (1768–1834) leitast við að leysa
þennan vanda með því að skilgreina kristna trúarvitund og kristið
samfélag sem frumforsendu kristinnar guðfræði. Trúarbrögðin
eru hvorki byggð á kenningu né siðferði heldur þeirri tilfinningu
að maðurinn sé háður Guði. Þau móta sjálfsskilning trúaðra og
alls átrúnaðar.18 Í ljósi þessarar skilgreiningar leitast Schleier-
macher við að sigrast á þeim vanda sem guðfræðin stóð frammi
fyrir sem fag.
Í riti sínu Kurze Darstellung des theologischen Studiums segir
Schleiermacher að guðfræðin sem fag nýti sér vísindalega þekk-
ingu og að án hennar sé kristin kirkjustjórn óhugsandi.19 Guð-
fræðin er til vegna tengsla sinna við kirkjustjórnina. Rétt er að hafa
í huga að hugtakið kirkjustjórn hjá Schleiermacher vísar ekki ein-
ungis til yfirbyggingar kirkjunnar sem stofnunar og embættis-
manna hennar, heldur á það við allt starf sem fram fer í kristnum
söfnuðum. Ef tengsl guðfræðideilda og kirkju rofni hverfi fög
guðfræðinnar inn í aðrar greinar hugvísinda.20 Stofnunarlegt hlut-
verk guðfræðideilda felst að mati Schleiermachers í því að mennta
embættismenn kirkjunnar, presta, kennara og síðan fræðimenn
sem eru ekki beint í þjónustu kirkjunnar, t.d. háskólakennara og
rithöfunda, en þá síðastnefndu má leggja að jöfnu við kennara og
blaðamenn nú á tímum.21
sigurjón árni eyjólfsson384 skírnir
17 Sama rit.
18 Friedrich Schleiermacher, Der christliche Glaube (1831/31), Berlín 1999,
185–187 (§36). Þessa áherslu er þegar að finna í ræðum Schleiermachers um trú-
arbrögðin, sjá nánar um þær í: Sigurjón Árni Eyjólfsson, „Trú og samfélag í
guðfræði Friedrichs Schleiermachers“, Kirkjuritið, 69. árg. 2003, 2. hefti, 9–14.
19 Friedrich Schleiermacher, Kurze Darstellung des theologischen Studiums zum
Behuf einleitender Vorlesungen, Darmstadt 1993, 2, (§ 5).
20 Friedrich Schleiermacher, Kurze Darstellung des theologischen Studiums zum
Behuf einleitender Vorlesungen, 3, (§ 6).
21 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, 29.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 384