Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 254
Heimildanotkun og -frágangur
Nú skal vikið að umfjöllun höfundar um afmörkuð efnisatriði og heim-
ildanotkun sem hún byggist á. Um notkun og meðferð heimilda í verkinu
er að því leyti erfitt að fjalla að lesandinn fær yfirleitt ekki að vita hvaða
stafur er fyrir tiltekinni staðhæfingu eða túlkun. Þar með er sneitt hjá
þeirri kröfu sem eðlilegt þykir að gera til fræðirita. Í upphafi útgáfunnar
var mörkuð sú stefna, óhyggileg mjög að mínum dómi, að sniðganga eig-
inlegar tilvísanir og láta nægja heimildaskrá aftast í hverjum hluta, flokk-
aða eftir meginköflum. Frá þessari upphaflegu reglu hefur þó verið vikið
hér og þar í síðari bindum útgáfunnar með því að vísað er ýmist til heim-
ildar í svigum í meginmáli eða heiti heimildar og höfundar er fellt inn í
frásögnina (sjá t.d. bls. 100 og 104). Hvor hátturinn sem hafður er á felur
í sér frágangsmáta sem að mínum dómi er til þess eins fallinn að rjúfa eðli-
lega samfellu og flæði í frásögninni. Auk þess virðist handahóf stundum
ráða hvaða efnisatriðum er vísað til heimildar (sbr. bls. 47). Skortur á til-
vísunum er ekki síst tilfinnanlegur þegar staðhæft er að viðtekin sannindi
gildi ekki lengur, sbr. að Íslendingar hafi samkvæmt manntalinu 1703
verið 50.358 „(50.965 samkvæmt nýjustu rannsóknum)“ (46). Nýjustu
niðurstöður sem ég þekki til varðandi þetta efni gefa aftur á móti 50.366
íbúa (sjá Björk Ingimundardóttir og Eiríkur G. Guðmundsson: „Mann-
talið 1703 — skuggsjá samfélags.“ Manntalið 1703 þrjú hundruð ára.
Reykjavík, 2005, bls. 71).
Hvað varðar heimildagrunn sumra kafla, vekur athygli að höfundur
notfærir sér niðurstöður nýlegra rannsókna í minna mæli en vænta hefði
mátt. Þetta má trúlega rekja að einhverju leyti til hinnar sérstæðu tilurðar-
sögu verksins sem áður er drepið á. Um þetta skulu nefnd nokkur dæmi.
Í umfjöllun um ungbarnadauða (49–50) er, auk Hannesar Finnssonar, Jóns
Péturssonar og Schleisners, stuðst við prestsþjónustubók Vatnsfjarðar-
sóknar, en ekki getið rannsóknarniðurstaðna Lofts Guttormssonar, Ólafar
Garðarsdóttur og Guðmundar Hálfdanarsonar sem birtust í Sögu 2003 og
byggjast á úttekt á sex prestaköllum. Annað dæmi af sama tagi varðar
ályktun um bókaeign heimila sem höfundur dregur af dæmi Reykjavíkur-
sóknar einnar; um þetta efni liggja þó fyrir miklu almennari niðurstöður
af rannsóknum undirritaðs (í Island. Læsefærdighed, 1981) og Sólrúnar B.
Jensdóttur (í Saga-Book of the Viking Society, 1976; hvorugt ritið tilgreint
í heimildaskrá). Lýður sér ekki ástæðu til að vefengja þá skýringu að út-
breiddari lestrarkunnáttu í Hólastifti, miðað við Skálholtsstifti, í tíð
Harboes megi skýra með „tilvist prentsmiðjunnar á Hólum“ (118) þótt
niðurstöður mínar bendi í aðra átt (Island. Læsefærdighed, 1981). Ekki
kemur fram hjá Lýði hvaðan „prentsmiðjuskýringin“ er komin.
Dæmi finnast um vafasama hugtakanotkun. Um húsagatilskipun og
stöðu hjúa ræðir þannig undir fyrirsögninni „Á vinnumarkaði“ (58).
loftur guttormsson500 skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 500