Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 104
með þjóðinni.53 Þessi greining Moores er ekki svo fráleit því að
hvergi annars staðar er að finna jafn hreinræktaðar hryllingssögur
í fréttatímum, heimsendahrylling og sögur af fólki sem er á valdi
annarlegrar fíknar. Mark Edmundson setti fram svipaðar kenning-
ar nokkru fyrr í Nightmare on Main Street, en að hans mati mót-
ast bandarísk þjóðmálaumræða af skörpum skilum góðra og illra
afla, ljóss og myrkurs. Slík menning elur á sektarkennd, vantrausti
og ótta. Í henni birtist mótsagnakennt viðhorf til valds og vald-
hafa. Valdinu er hampað og öll fjölmiðlaumfjöllun snýst um heill-
andi heim frægðar, peninga og glæsileika. Að sama skapi einkenn-
ist gotneskur hugsunarháttur af djúpstæðu vantrausti á allt vald,
ráðamenn liggja undir stöðugum grun um leynimakk, spillingu og
almennt siðleysi.54 Tvöföldunina má, eins og áður sagði, ekki að-
eins merkja í andstæðum veruleika dags og nætur, heldur einnig í
gotneskum mannskilningi þar sem einstaklingarnir eru á yfirborð-
inu ábyrgir, mætir samfélagsþegnar, en undir niðri býr skrímslið
sem enginn fær að sjá.
Þó að gotnesk hugsun birtist hvað skýrast í íslensku samhengi
í umfjöllun DV af málefnum líðandi stundar væri rangt að ein-
skorða gotneska orðræðu við ákveðna fjölmiðla. Færa má fyrir því
sterk rök að í sjálfu miðlunarformi frétta búi melódramatísk efl-
ingaráhrif sem auðveldlega ýti undir gotnesk sjónarmið.55 Sú
guðni elísson350 skírnir
53 Michael Moore er sjálfur erindreki þess gotneska mannskilnings sem hann
gagnrýnir í Bowling for Columbine (2002). Í Farenheit 9/11 (2004) smíðar hann
mikla og flókna samsæriskenningu sem er ætlað að sýna náin tengsl Bush-fjöl-
skyldunnar við Laden-fjölskylduna og tilraunir yfirvalda til þess að halda þess-
um tengslum leyndum.
54 Sjá Mark Edmundson: Nightmare on Main Street: Angels, Sadomasochism, and
the Culture of Gothic, bls. 21–22. Ég ræði sérstaklega þversagnakennda afstöðu
DV til auðs og valda í pistli mínum „Niður með auðvaldið!“ sem birtist í Les-
bók Morgunblaðsins, 2. apríl 2005.
55 Melódrama er eitt áhrifamesta miðlunarform samtímamenningarinnar en það
hefur áhrif á „glæpasöguna, spennusöguna, ævintýrasöguna, ástarsöguna og
heimilisdramað“ svo vitnað sé í Steve Neale. Sjá Neale: „Vandamál greinahug-
taksins.“ Þýð. Guðni Elísson. Kvikmyndagreinar. Ritstj. Guðni Elísson.
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 150. Hrollvekjan er að sama skapi mót-
uð á melódramatískum forsendum en ómögulegt er að færa út vensl þessara
tveggja tjáningarforma hér.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 350