Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 150
Um aðferð trúfræðinnar segir Tillich að hún sé verkfæri sem
mótist af viðfangsefni sínu. Aðferðafræðileg heimsvaldastefna sé
jafnhættuleg og sú pólitíska. „En hún hrynur um leið og sjálf-
stæðir eiginleikar veruleikans rísa upp gegn henni.“64 Aðferðina
má ekki skilja sem net sem varpað er yfir veruleikann eins og
hann sé fangaður. Aðferðin er hluti af veruleikanum sjálfum.
Þekkingarleit guðfræðinnar felst í því að greina tilvistarstöðu
manns og heims andspænis verunni (Guði) sem birtist í veruleika
tíma og rúms en er eigi að síður handan alls.65 Að mati Tillichs út-
skýrir aðferðafræði samsvörunarinnar (Methode der Korrelation)
kjarna kristinnar trúar í gagnkvæmum tengslum annars vegar við
þær tilvistarlegu spurningar sem veruleikinn vekur hjá manninum
og hins vegar svör kristninnar við þeim. Tillich greinir á milli
þrenns konar samsvörunar: (a) tákns og þess sem það táknar, (b)
hugtaka sem snúa að hinu veraldlega og hinu guðlega, loks (c)
trúarlegrar upplifunar og þess sem veldur henni. Þessi þrískipting
beinist að (a) möguleikum trúarlegrar þekkingar, (b) sambandi
Guðs og manns og (c) hinu endanlega og óendanlega.66 Tillich
segir að Karl Barth nái ekki þriðja atriðinu, enda sé það sérlúth-
ersk áhersla.67 Viðfangsefnið í trúfræði Tillichs er að lýsa eðli
þessara sambanda. „Samband Guðs og manns á sér samsvörun
með tilliti til þekkingar. Táknrænt sagt: Guð svarar spurningu
mannsins og undir áhrifum af svari Guðs setur maðurinn fram
spurningu sína.“68 Spurningu og svar er ekki unnt að skilja að,
maðurinn nemur ekki svar Guðs í opinberuninni ef það er ekki
tengt spurningu hans. Einungis sá sem hefur reynt ótta og til-
gangsleysi getur greint það svar sem Guð veitir við tilvistarvanda
sigurjón árni eyjólfsson396 skírnir
64 Sama rit, 73.
65 Sama rit, 74.
66 Sama rit, 74–75.
67 Tillich vísar hér til Extra Calvinisticum. Paul Tillich, Systematische Theologie,
1. bindi, 74–75. Sjá nánar: Werner Elert, Morphologie des Luthertums, 1. bindi,
Theologie und Weltanschauung des Luthertums hauptsächlich im 16. und 17.
Jahrhundert, München 1931, 216–218; Werner Elert, Der christliche Glaube.
Grundlinien der lutherischen Dogmatik, 5. útg., Hamburg 1956, 311–318.
68 Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, 75.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 396