Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 82
opnuviðtal við föður Valgeirs Víðissonar sem hvarf sporlaust fyrir
rúmum tíu árum („Tel mig vita hverjir myrtu son minn“ — DV,
26.6.). Á forsíðu DV 27. júlí 2004 eru þrjár fyrirsagnir sem tengj-
ast morðum og morðhótunum. Stærst er auglýsing á viðtali við
dæmdan morðingja sem situr af sér dóm í Byrginu í Grímsnesi,
önnur tengist hvarfinu á Sri Rahmawati og yfirheyrslum yfir
banamanni hennar og sú þriðja fjallar um þá ákvörðun konu að
kæra nágranna sinn fyrir „morðhótun“, en hótunin hafði reyndar
birst í viðtali við nágrannann á síðum DV daginn áður.23 Í viðtal-
inu við morðingja vikunnar, Elís Helga Ævarsson, felast mann-
gildishugsjónir sem erfitt er að slá upp í fyrirsögn, en Elís segist nú
geta byggt sig upp „og skapað nýjan mann“. Í staðinn er farin sú
leið að höfða til hneykslunar lesendans: „Fangelsaður morðingi í
meðferð í sveitasælu“ (DV, 27.7.). „Er ekki nóg mulið undir
morðingjana þó þeir séu ekki látnir afplána dóma sína í sveita-
sælu?“ — er lesanda líklega ætlað að spyrja.24
guðni elísson328 skírnir
23 Morðhótanir eru vinsælt fréttaefni í DV á þessum árum. „Tengdasonur minn
hótaði að drepa mig“ (DV, 24.6.) segir kona t.d. mánuði fyrr um viðskotaillan
íbúa í Breiðholtinu. Meira að segja Jón Baldvin Hannibalsson lýsir slíku yfir
vegna deilna við fyrrverandi tengdason sinn. „Marco hótar að drepa okkur
hjónin“ sagði í fyrirsögn blaðsins (DV, 6.7.).
24 Hér eru nokkur önnur dæmi um morðfréttaflutning DV á aðeins fimm mánaða
skeiði 2004:
„Sænsk mannæta losnar úr fangelsi“ (DV, 28.2.), „Morðingi á barnadeild“
(DV, 28.2.), „Fórnarlömb mín vildu að ég borðaði þau“ (DV, 17.4.), „Tveir
vandræðaunglingar kyrktir með skóreimum“ og „Skotinn í höfuðið fyrir fram-
an fjölskylduna“ (DV, 5.6.), „Íslenskur fjölskyldufaðir myrtur fyrir framan
fjölskyldu sína“ og „Axarmorðingi hermdi eftir kvikmynd“ (DV, 19.6.),
„Morð á íslensku varðskipi“ (DV, 29.5.), „Ástríðumorð við Rauðhóla“ (DV,
12.6.). Lesendur blaðsins fá fréttir af því hvernig reynt var að koma í veg fyrir
útsendingu Stöðvar 2 á Sjálfstæðu fólki þar sem rætt er við Mundu Pálínu En-
oksdóttur sem myrt hefur tvo menn og er með óvenju háa greindarvísitölu
(„Reynt að stöðva Jón Ársæl með tvöfaldan morðingja“ — DV, 19.3.) og í
annarri frétt er sagt af Litháa sem skráður er til heimilis á Bergþórugötunni og
„Myrti konu og nauðgaði síðan“ (DV, 28.6.). Meira að segja frásögnin af
morði sænska stjórnmálamannsins Önnu Lindh hafði íslenskan vinkil í frétta-
flutningi blaðsins: „Anna Lindh: Íslensk stúlka hitti hana rétt fyrir morðið“
(DV, 20.3.). Engin morð fanga hina gotnesku sýn jafn rækilega og þau sem
virðast snúast um baráttu góðs og ills, átök engla og djöfla. Gott dæmi er sag-
an af Gilles de Rais sem var hægri hönd Jóhönnu af Örk, en gerðist eftir písl-
arvættisdauða hennar einn hryllilegasti barnamorðingi sögunnar (DV, 3.4.).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 328