Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 136
Hins vegar voru þeir sem litu fyrst og fremst á guðfræðina sem
hagnýt vísindi og visku. Í þeirri hefð var guðfræðiskilningur
Ágústínusar hafður í heiðri. Fransiskusmunkarnir Bónaventúra
(1221–1274) og Duns Scotus (1265–1380) litu á guðfræðina sem
visku og þjálfun í persónulegum átrúnaði.9 Deilur voru líflegar á
milli þessara skóla og tókust þeir annars vegar á um kenningarlega
afstöðu og upplýsingavægi guðfræðinnar og hins vegar tilvistar-
þátt hennar.10 Síðarnefnda afstaðan var sérstaklega útbreidd með-
al munka og var Marteinn Lúther mótaður af henni. Hann skil-
greinir guðfræðina sem tilvistarlega glímu við Guð sem eigi sér
stað við túlkun á textum ritningarinnar. Lúther setti aldrei fram
neina heildstæða kenningu um inntak og vinnuaðferðir guðfræð-
innar. Hann leit svo á að hver sem ræðir um Guð sé guðfræðing-
ur.11 Guðfræði er aftur á móti vinna með texta ritningarinnar sem
maðurinn þarf að íhuga (meditatio), biðja með (oratio) og reyna
(tentatio).12 Enginn verður því guðfræðingur með því einu að
stunda fræðin ein og sér, heldur fyrir trú og reynslu. Guð einn út
af fyrir sig er aftur á móti ekki viðfangsefni guðfræðinnar, heldur
samband Guðs og manns. Guðsþekking og sjálfsþekking manns-
ins eru óaðskiljanlegar.13
Í lútherska rétttrúnaðinum er þessi afstaða skýrð. Guðfræðin
fæst við þrennt, hún fjallar um Guð, fræðir manninn um Guð og
sigurjón árni eyjólfsson382 skírnir
leikann eins og hann kemur fyrir, eins og stærðfræði og rúmfræði, hins vegar
vísindi sem miða við forsendur sem hægt er að setja fram á skiljanlegan hátt
með aðferðum skynseminnar. Að því leyti er guðfræði vísindi sem styðst við
forsendur sem settar eru yfir skynsemina en unnt er að gera grein fyrir þeim á
skiljanlegan hátt með aðferðum hennar. Tómas frá Akvínó, Summa der
Theologie, 1. bindi, 3. útg., ritstj. Joseph Bernhart, Stuttgart 1985, 5 (I, I q. 1 art.
2).
9 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, 27.
10 Oswald Bayer, Theologie, Gütersloh 1994, 27.
11 WA 1, 305.
12 WA 50, 658–670; Sigurjón Árni Eyjólfsson, Guðfræði Marteins Lúthers,
Reykjavík 2000, 397–399; Oswald Bayer, Theologie, 55–126.
13 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, 27. Hvernig Lúth-
er útfærir þennan skilning má lesa um í grein minni í Glímunni, sjá: Sigurjón
Árni Eyjólfsson, „Jakobsglíman“, Glíman 2. árg. 2005, 113–138.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 382