Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 98
gegnir um óttann við kjarnorkustríð, efnavopna- og sýklahernað,
fréttir af ýmiss konar yfirvofandi farsóttum, lýsingar á eyðingu
regnskóganna og gatinu á ósonlaginu, frásagnir af loftsteinahætt-
unni, umræðu um notkun eiturefna og hormóna í landbúnaði, um
erfðabreytt matvæli, og sögur af því hvernig öll tölvukerfi heims-
ins áttu að hrynja um aldamótin. Á sama tíma hefur Hollywood
dælt út hverri heimsslitamyndinni á fætur annarri: Þar má nefna
myndir um árásir utan úr geimnum (Independence Day (1996) og
War of the Worlds (2005)), hryllingslýsingu á áhrifum loftslags-
breytinga (The Day After Tomorrow, 2004), myndir um yfirvof-
andi árekstur loftsteina sem ógna öllu lífi á jörðinni (Armageddon
og Deep Impact, báðar frá 1998), myndir um eldgosahættu (Dan-
te’s Peak og Volcano, báðar frá 1997), og kvikmyndir um ægilega
vírusa sem gætu eytt öllu mannkyni (Outbreak, 1995). Svona
mætti lengi telja.
Þó að blaðamennirnir á DV sérhæfðu sig aldrei í vistfræðileg-
um hryllingssögum má öðru hvoru finna slíkar fréttir í blaðinu og
þá er það fyrst og fremst framsetningin sem skapar hryllingsáhrif-
in, en fréttirnar einkennast af óljósri en yfirvofandi hættu.
Neysluvatnsógnir eru fastur liður í blaðinu. Þannig lesum við um
arsenikmengun á Nesjavöllum (DV, 26.2.) sem ógnað getur vatns-
bólum, um hættu á „grunnvatnsmengun á Rangárvöllum“ (DV,
26.4.) og í annarri frétt varar landlæknir „við Húsafellsvatni“ (DV,
11.6.). Hvergi brýst gotneskur fréttastíllinn skýrar fram en í frétt-
inni „Dularfullar pestir á Skaganum — neysluvatn til rannsóknar“
(DV, 18.2.) sem fjallar um niðurgangsfaraldur á Akranesi.47
Stundum er nánast eins og náttúran missi vitið og við hverfum
inn í hreinan hryllingsheim. „Fjölskylda í sumarfríi sætir árásum:
Mannýgir skógarþrestir í Svignaskarði“ segir í frétt DV frá því í
júní 2004 („Árásarflug“ er nafn annarrar myndarinnar sem sýnir
þröst fljúgandi í átt að myndavélinni — DV, 29.6.) og af sama toga
er fréttin „Kríur og mávar hrella Skagamenn: Eins og fugla-
guðni elísson344 skírnir
47 Hér er ég ekki að gera lítið úr hættunni sem stafar af arsenikmengun út frá jarð-
varmavirkjunum. Það er fyrst og fremst framsetningarhátturinn sem vekur
áhuga minn í umhverfisfréttum DV, t.d. hvernig niðurgangsfaraldur á Akranesi
verður að dularfullri pest.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 344