Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 26
í niðurlagi Íslenzkrar menningar: „meðan íslenzkir menn rituðu
eftir fornsögunum og kynntust þeim, kulnuðu ekki allir neistar
þjóðveldisandans, hugsunar um frelsi og frjálsrar hugsunar.“19 Ef
þessi spenna er til staðar, er hún að einhverju leyti tilbúningur,
mætti svara. Hún verður ekki mikil nema horft sé á sagnfræðirit
lærdómsaldar frá sjónarhóli síðari tíma. Frá sjónarhóli sagnfræð-
inga lærdómsaldarinnar, sem gera enga kröfu um sjálfstæði og búa
ekki við þær forsendur sem gerðu 19du aldar mönnum kleift að
krefjast þess, er ekki sjálfgefið að spennan sé til staðar. En sé hún
til staðar, mætti svara, þá hafa höfundarnir óefað getað losað um
hana.20 Víkjum að skrifunum sjálfum.
4. Arngrímur lærði Jónsson og sjálfstæði Íslendinga
Þó að Qualiscunque Descriptio Islandiae hafi ekki verið gefin út
fyrr en 1928, og hafi því haft næsta lítil áhrif, er verkið eigi að síð-
ur vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd á ritunartíma. Um
landnámið segir höfundur að Haraldur hárfagri hafi verið herskár
ójafnaðarmaður sem seildist allt of langt í skattheimtu og græðgi.
Hann var ekki aðeins konungur heldur kúgari (68–72). Þessa
mynd má finna víða í miðaldabókmenntum, einkum yngri sögum
(um 1300) en líka í Landnámu. Hún atti kappi við aðra mynd,
kennda við Snorra Sturluson, sem var rausnarlegri í lýsingum sín-
um.21
Eigi að síður er smávægilegur munur á miðaldalýsingum og
Qualiscunque Descriptio Islandiae. Þessi munur átti eftir að verða
meira áberandi eftir því sem tímar liðu. Norðmennirnir, einkum
og sérílagi þeir sem fluttust burt frá Noregi, höfðu ávallt elskað
frelsið, og þess vegna vildu þeir ekki, samkvæmt höfundinum,
gangast undir ok Haralds. Það var þess vegna sem mörg eðal-
mennin fóru, meðal annars til Íslands, til frelsisins. Frelsisástin var
aðalástæðan fyrir brottför þeirra frá Noregi. Að auki var Ísland
svavar hrafn svavarsson272 skírnir
19 Sigurður Nordal (1942: 353).
20 Eins og Jakob Benediktsson segir á sama stað.
21 Sjá Gert Kreutzer (1994).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 272