Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 255
Þetta er tímaskekkja að mínu viti — villandi að tala um vinnumarkað svo
lengi sem umrædd tilskipun með vistarbandi o.þ.h. var við lýði. Um-
fjöllun Lýðs um stefnur í stjórn- og hagsýslu tímabilsins, einkum
„kameralisma“ (hagsýsluveldið) og búauðgisstefnu er sums staðar óljós
(sjá einkum bls. 14–15). „Kameralisma“ leggur höfundur að jöfnu við
þýsku upplýsinguna (110); það er ónákvæmt þar sem kameralismi lýtur
fyrst og fremst að hagsýsluþætti upplýsingarinnar.
Eiginlegar staðreyndavillur sýnast fáar í þessu bindi. Ástæða er þó til
að vekja athygli á tveimur ártölum sem hafa skolast til: Kirkjustjórnarráð-
ið er ranglega sagt stofnað 1747 í stað 1737 (15). Í myndatexta á bls. 297
segir að prentsmiðja á Leirá hafi verið lögð niður 1827 en á að vera 1816.
Um fermingaraldur ungmenna á 18. öld segir (120) að hin yngstu hafi
fullnægt kröfum um kristindómsþekkingu „fimm til sex ára…“, en það
fær ekki staðist. Þar sem ræðir um samningu og útgáfu Kirkjusögu Finns
Jónssonar (165–166) kemur ekki annað fram en að biskup hafi þar einn
vélað um; hlutar Hannesar, sonar hans, er þannig að engu getið. Hálf saga
jafngildir hér hálfum sannleik.
Texti og myndir
Framsetning efnis er yfirleitt ljós og röggsamleg, stíll tilgerðarlaus og
prentvillur fáar. Að mínum dómi íþyngir þó framsetningu — og þjónar
engum tilgangi í yfirlitsriti — að tímasetja upp á dag atburð eins og and-
lát mektarmanna (biskups eða konungs, sbr. bls. 91 og 93) eða stjórn-
valdsgerðir (konungsúrskurði og útgáfu tilskipana, sbr. bls. 153, 163 og
165–167). Á einstaka stað verður frásögnin líka helsti annálakennd, t.d. á
bls. 30–32 („Stuttur veðurfarsannáll“). Ætlast verður til að nútímasagn-
fræðingur hefji sig í þessu efni upp yfir Hannes Finnsson sem studdist
langmest við annála. Í kafla Lýðs skortir t.d. tilfinnanlega samanburð á
veðurfari við öldina sem fór á undan.
Myndir eru margar í bókinni, að jafnaði ein á þriðju hverri blaðsíðu,
og litmyndir þar af meira en helmingur. Engin myndaskrá fylgir og er
það miður. Um val mynda má deila; hér ber mest á mannamyndum, ekki
síst af dönskum mektarmönnum, og titilsíðum bóka, ekki hvað síst í
bókmenntahlutanum. Myndefnið gegnir vitaskuld sérlega mikilvægu
hlutverki í hluta Þóru. Fram kemur að aðstoðarritstjóri samdi flesta
myndatexta ásamt ritstjóra. Myndatextarnir eru flestir vel heppnaðir
(sbr. bls. 126, 134, 162, 163 o.fl.) en sá ljóður er á allmörgum þeirra að
upplýsingar, sem koma fram í meginmáli, eru hér endurteknar að þarf-
lausu (sjá t.d. bls. 118, 121, 124, 150, 160, 178–179). Vafasamar alhæfing-
ar koma fyrir, sbr. bls. 50 þar sem segir: „Karlmenn sáu um útiverk og
annað sem féll til utanhúss en konur önnuðust heimilið.“ Staðsetning
einstakra mynda orkar tvímælis, a.m.k. frá því sjónarmiði að þær eigi að
síðbúin eftirmæli 501skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 501