Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 83
Tvö stórmál settu svip sinn á fréttaflutning blaðsins á árinu
2004. Fyrra málið var fréttin af líkfundinum í höfninni á Nes-
kaupsstað snemma í febrúar, en líkfundarmálið var fyrirferðar-
mikið á síðum blaðsins allt vorið. Sumarið 2004 varð síðan hvarf
Sri Rahmawati aðalumfjöllunarefni blaðsins, en fjallað var um
morðrannsóknina flesta daga frá 7. júlí til næstu mánaðamóta,25
eða allt þar til Hákon Eydal, barnsfaðir Sri og banamaður, játaði
að hafa orðið henni að bana og komið henni fyrir í sprungu rétt
fyrir utan Hafnarfjörð, þar sem lík hennar fannst.
Eftir að saga Sri Rahmawati hefur verið felld að frásagnarstíl
blaðsins blasir við magnþrungin örlagasaga um indónesíska konu
sem kemur til Íslands í leit að betra lífi en mættir þess í stað dauða
sínum.26 Frásögnin er krydduð með dulrænum lýsingum, en sam-
kvæmt fréttum blaðsins sá Sri dauða sinn fyrir í draumi skömmu
fyrir hvarfið (DV, 9.7.) og degi síðar og nokkru áður en lögreglan
leysti málið birtir blaðið upplýsingar frá indónesískum miðli sem
segir Sri látna og hvíla í votri gröf. „Maður tekur þessu ekki sem
heilögum sannleik en þetta fær mann til að hugsa,“ segir viðmæl-
andi blaðsins (DV, 10.7.). Það þurfti kannski ekki mikla miðils-
hæfileika til að draga þá ályktun að Sri væri látin þegar þarna var
komið sögu, en Sri var myrt að morgni sunnudagsins 4. júlí. Sú
frétt að hún hvíldi í votri gröf reyndist síðan röng þó að Hákon
reyndi um tíma að afvegaleiða lögregluna með því að segjast hafa
hent líki Sri í sjóinn fram af klettum á Kjalarnesi.
Sömu frásagnaraðferð er beitt í persónusköpun Hákonar
Eydal, „ofbeldisfulla iðnaðarmannsins“ eins og hann er löngum
kallaður í fréttum blaðsins (sjá t.d. DV, 10.7.). Lífshlaup hans er
rakið í löngu máli í einni grein blaðsins (DV, 17.7.) og í annarri
frétt eru lesendur upplýstir um óvenjulega getu sakborningsins:
„Hákon Eydal klifraði eins og Spiderman“ segir ungur nágranni
dauðinn á forsíðunni 329skírnir
Önnur samtímafrásögn segir frá hópi ítalskra ungmenna sem grunuð eru um
fjölda morða, en í fréttinni er varpað fram þeirri fáránlegu hugmynd að 600
þúsund djöfladýrkendur megi finna á Ítalíu („Dýrkendur satans eða afvega-
leiddir unglingar?“ — DV, 24.7.). Síðast en ekki síst má nefna fréttina af
stúlkunni sem: „Fékk SMS frá guði um að myrða prestsfrú“ (DV, 11.6.).
25 Morðmálið er forsíðufrétt blaðsins 7., 8., 14. og 17. júlí, en einnig er fjallað ýt-
arlega um málið dagana 9., 10., 13., 15., 21., 22. og 29. júlí.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 329