Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 147
virða „að til séu textar sem fela í sér fullyrðingar […] sem lesend-
ur þeirra geta aðeins tekið með vantrú, þ.e. með veikari eða sterk-
ari mynd efasemda, eða með trú.“51 Barth leggur áherslu á boð-
skap textans og boðunarhlutverk hans. Í beinu framhaldi reifar
hann eðli allrar túlkunarfræði. „Það sem þessir textar tjá, má vafa-
laust skoða af hlutlægni, alveg eins og inntak allra texta heimsbók-
menntanna. En ef á að skilja þá á þeirra eigin forsendum, kalla
biblíutextarnir annaðhvort á neitun vantrúarinnar eða játun trúar-
innar. Þessa texta er aðeins hægt að skýra á hlutlægan hátt með því
að vísa stöðugt til boðunareðlis þeirra.“52 Eðli textanna er fólgið í
túlkun þeirra og hún er ávallt sögulega skilyrt. Hér er afstaða
Barths ekki ólík afstöðu Rudolfs Bultmanns (1884–1976) og læri-
sveins hans, Gerhards Ebelings, um að túlka textana í tilvistarlegu
ljósi. Ólíkt þeim skilgreinir hann hins vegar veruleikann í ljósi fagn-
aðarerindisins, en ferli þeirra er frá lögmáli til fagnaðarerindis.53
Af framangreindu má ljóst vera að guðfræði Karls Barths svip-
ar að nokkru til guðfræði Schleiermachers og Ebelings. En óneit-
anlega hverfur tilvistarleg vídd trúarinnar nokkuð í skuggann á
hjálpræðissögulegum lýsingum á kjarna trúarvitnisburðarins.
Þennan vanda reynir Paul Tillich að leysa.
Trúfræðin og menningin
Í trúfræði Pauls Tillichs verður heimspeki aftur ómissandi þáttur
í guðfræðilegri íhugun. Tillich nýtir sér auk þess aðferðir og nið-
urstöður úr öðrum greinum fræðaheimsins til þess að styrkja
er þörf á nýrri guðfræði? 393skírnir
51 Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 193. Ísl. þýðing: Gunn-
ar Harðarson, Hvað er guðfræði? — Fjórar greinar um eðli og hlutverk guð-
fræðinnar, 14.
52 Karl Barth, Einführung in die evangelische Theologie, 193. Ísl. þýðing: Gunn-
ar Harðarson, Hvað er guðfræði? — Fjórar greinar um eðli og hlutverk guð-
fræðinnar, 14.
53 Um túlkunarfræði Bultmanns, sjá: Sigurjón Árni Eyjólfsson, Kristin siðfræði í
sögu og samtíð, Reykjavík 2004, 103–108. Um túlkunarfræði Gerhards
Ebelings, sjá: Sigurjón Árni Eyjólfsson, Guðfræði Marteins Lúthers, Reykjavík
2000, 77–84.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 393