Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 22
og fræðimanna. Þessi aflvaki var víðar að verki en á Íslandi, á öðr-
um slóðum sem sumar voru evrópskum lesendum framandi. Bæði
mætti nefna Írland og Litháen, sem ásamt Íslandi fengu að kenna
til dæmis á skrifum Sebastians Münster í Cosmographia universal-
is (Basel 1544). Fræðimenn í báðum löndum brugðust við á svip-
aðan hátt og íslenskir fræðimenn.9 Þó að aflvaki skrifanna hafi vís-
ast verið þessi, einkenndist húmanismi flestra landa meðal annars
af skrásetningu eigin sögu og menningar, viðleitni til að staðfesta
sérstöðu sína með klassískum lærdómi (aðaleinkenni húmanism-
ans) og finna misjafnlega vel skjalfestar frásagnir um liðnar gull-
aldir. Skrif útlendinganna gáfu íslenskum lærdómsmönnum tilefni
til að taka þátt í evrópskum húmanisma, enda var skrifað á latínu.
Fyrsta útgefna leiðréttingin á þessum lýsingum, og fyrsta út-
gefna nýlatínuverk Íslendings, var deiluritið Brevis Commentari-
us de Islandia eftir Arngrím Jónsson (Kaupmannahöfn 1593).10
En hálfum áratug fyrr, líklega veturinn 1588–89, hafði annað rit
verið samið, ekki eins deilukennt, en þó líklega ritað af sama til-
efni. Það er Íslandslýsingin Qualiscunque Descriptio Islandiae,
kannski eftir Odd Einarsson biskup (1559–1630).11 Verkin tvö eru
ólík, en báðir reyna höfundarnir, hikandi og óskipulega, að nota
sögu Íslendinga til að útskýra eða skilgreina það sem kalla mætti
menningarlega sjálfsmynd Íslendinga. Höfundarnir reyna að
skýra hver menning Íslendinga sé og á hvaða grunni hún hvíli.
Þetta er sama viðleitni og finna má hjá hinum írsku og litháísku
höfundum. Og kannski er viðleitnin stöðug. Svo sagði Sigurður
Nordal í forspjallinu að Íslenzkri menningu þegar hann tók saman
mál sitt og útskýrði bókina: „Eg vildi, að hún væri ný Crymogæa,
málsvörn Íslendinga út á við á tímum óvenjulegs vanda og háska,
— greinargerð fyrir dýrmætasta menningararfi þeirra …“12 En
menningarlega sjálfsmynd má víða finna, hvort heldur hjá Róm-
svavar hrafn svavarsson268 skírnir
9 Sjá Morgan (2001) og Ulinaitè (2003). Um Íslandsskrifin, sjá Jakob Benedikts-
son (1957: 32–39, 141–49, og Sumarliða R. Ísleifsson (1996: 25–79).
10 Jakob Benediktsson (1950: 1–85).
11 Fritz Burg (1928). Jakob Benediktsson (1987: 87–97) færir rök fyrir þessu fað-
erni ritsins. Einar Sigmarsson (2003) andmælir.
12 Sigurður Nordal (1942: 39).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 268