Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 101
og horfa til reimleikanna sem búa í mannssálinni. Er það ekki síst
fyrir áhrif frá austurríska sálgreinandanum Sigmund Freud að
mannssálin er séð sem myrkur og dularfullur staður sem erfitt er að
koma böndum á eða stýra. Með þetta í huga kallar Maggie Kil-
gour sálgreiningu „síðgotneska sögu“, en Edmundson segir að í
sálgreiningunni hafi hið gotneska verið fært inn í manneskjuna.50
Á ensku er fíkn eða þrálátum og óviðráðanlegum hugsunum gjarn-
an lýst sem svo að einstaklingar séu „haunted“, en á íslensku eru
reimleikar jafnan bundnir við ákveðna staði eða landsvæði. Í þjóð-
sögunum verjast söguhetjurnar gjarnan ásóknum, en íslenska orð-
ið lýsir líkt og hið enska einnig „ákafri löngun“, jafnvel fíkn. Þó er
grundvallarmunur á myndmálinu í íslensku og ensku. Ásókn vísar
til utankomandi ógnar, en þegar einstaklingar eru „haunted“ býr
ógnin innra með þeim. Hana er að finna í sálardjúpunum og er það
einstaklega gotnesk leið til að lýsa fíkn. Orð eins og altekinn, and-
setinn, gagntekinn eða undirlagður, fanga ekki persónulega merk-
ingu „haunted“ og það gerir orðið heltekinn ekki heldur. Þó býr í
ýmsum íslensku orðanna sá skilningur að fórnarlambið sé á valdi
annarlegs afls, kannski að í þeim sé nánast reimt.
Þessi hugsun hefur ratað inn í íslenska veruleikasýn og hana
má á engan hátt binda við DV, til þess er hún alltof miðlæg. „Það
er eins og hann hafi verið heltekinn, einhver ill öfl náð honum á
sitt vald,“ (DV, 26.7.) segir móðir byssumanns sem ógnaði vegfar-
endum á Akureyri með veiðiriffli, en maðurinn var eiturlyfjaneyt-
andi. „Getur djöfullinn tekið sér bólfestu í mannslíkamanum og
eru til ill öfl sem sveima allt í kringum okkur?“ er spurt í grein í
Fréttablaðinu sem skrifuð er í tilefni að útkomu kvikmyndarinn-
ar The Exorcism of Emily Rose (2005).51 Í greininni er leitað skýr-
inga á sannleiksgildi þeirra hugmynda sem móta hrollvekjur eins
og The Exorcist (1973), þar sem djöfullinn tekur sér bólfestu í
dauðinn á forsíðunni 347skírnir
50 Sjá t.d. Maggie Kilgour: The Rise of the Gothic Novel. London: Routledge,
1995, bls. 221; Edmundson: Nightmare on Main Street: Angels, Sadoma-
sochism, and the Culture of Gothic, bls. xiv og 32; sjá einnig Anne Williams:
The Art of Darkness: A Poetics of Gothic. Chicago: University of Chicago
Press, 1995, bls. 248.
51 Freyr Gígja Gunnarsson: „Rottur á ruslahaugnum?“, Fréttablaðið 17.11. 2005.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 347