Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 80
sjáum sögur af fórnarlömbum ofbeldisglæpa, jafnt af dauða þeirra
og dauða dæmdra sakamanna, viðtöl birtast við foreldra sem berj-
ast við sorgina og rætt er við dauðvona einstaklinga. „Memento
mori“ er hvíslað að lesandanum sem sér fréttina um óheppna nætur-
vörðinn sem „drakk eitur í misgripum“ (DV, 1.3.), líklega vegna
þess að hann geymir alls kyns hættuleg efni í gosdrykkjaflöskum.
„Ég þakka bara guði ef hann lifir þetta af,“ segir eiginkona hans.
Heimur hinna dauðu er í seilingarfjarlægð ef við gætum ekki að
okkur og jafnvel þó að við gerum það.21
Forsíður DV frá þessum tíma eru gjarnan lagðar undir dauð-
ann og skipta slíkar fréttir tugum ef ekki hundruðum á tímabilinu
sem ég tek fyrir í greiningu minni. Þær má flokka niður í sögur af
banvænum eða lífshættulegum sjúkdómum og slysum (t.d. DV,
13.3., 15.5., 10.7., 20.7., 6.11. 2004 og 12.2. 2005), frásagnir af
dauðaþrá (DV, 19.6. og 3.7.), af sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum
(DV, 19.6.) og lýsingar á morðum. Sumar frásagnirnar eru af fjöl-
skyldum sem reyna að lifa með missinum (DV, 25.9. 2004 og 9.10.
2005),22 aðrar af einstaklingum sem eru enn á lífi en staðráðnir í
því að ganga alla leið. „Anorexían mun drepa mig,“ segir einn af
mörgum hungurlistamönnum blaðsins, en sú er „búin að skipu-
leggja hvar og hvernig hún mun deyja“ (DV, 17.7.). Á sama tíma
birtast fréttir af annarri konu sem „reyndi að fyrirfara sér vegna
offitu“ (DV, 12.6.). Sorglegastar eru líklega fréttirnar af foreldrum
og systkinum sem hafa misst ástvini voveiflega og eru þjakaðir af
hefndarhug. Hinir dauðu virðast hrópa eftir réttlæti eða hefnd í
þessum dapurlegu fréttum. Ein kona segir handrukkara hafa drep-
ið dóttur sína því að hún svipti sig lífi til þess að losna undan hót-
unum og ofbeldi þeirra (DV, 23.10.). Fyrirsögn annars viðtals er:
„Hann horfði á systur mína deyja og gerði ekkert“ (DV, 29.1.
2005). Þar er fjallað um Eið Örn Ingvarsson sem „horfði aðgerð-
arlaus á líf“ ungrar stúlku „fjara út“ eftir að hún hafði fengið of
guðni elísson326 skírnir
21 „Fólk heldur að það sleppi — en það er ekki svoleiðis“ segir í nýlegri fyrirsögn
blaðsins um banaslys í umferðinni (DV, 26.8. 2006).
22 Viðmælandi blaðsins 9. október 2005 missti reyndar aðeins forræði yfir dætr-
um sínum en lýsingin er fullkomlega sambærileg við þau viðtöl sem blaðið birt-
ir við syrgjandi foreldra.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 326