Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 241
fortíðarþrá í argóarflís sjóns 487skírnir
kvæmra ártala. Í hefðbundnum skilningi ætti Keneifur ekki að geta verið
uppi á sama tíma og Valdimar þar sem saga hans gerist í fornöld löngu
áður en Valdimar kom til skjalanna. Í póstmódernískum skáldskap getur
hann aftur á móti siglt um heimsins höf með Valdimar og sagt honum
sögur af ævintýrum sínum, hambreytingum og sjóaralífi.
Pastiche er annað einkenni á póstmódernískri listsköpun að mati
Jamesons en hann greinir á milli paródíunnar og pastiche á þeim forsend-
um að paródían líki eftir stíl eða tímabili en pastiche innlimi beint fyrir-
myndir sínar. Hann segir að á tímum þar sem „stílfræðileg uppgötvun“ sé
ómöguleg vegna „dauða sjálfsverunnar“ sé ekkert annað hægt en að inn-
lima „dauða stíla“.14 Skilgreiningin byggist á hugmyndinni um skitsó-
freníuna. Þegar tíminn leysist upp gerir sjálfsveran það einnig því að hún
byggist á því að vera viðvarandi í tíma. Jameson á við að munurinn á
módernistum og póstmódernistum felist fyrst og fremst í því að áherslan
á að finna sinn eigin tón og eigin stílbrögð hafi vikið fyrir öðrum áhersl-
um. Pastiche er hjá Jameson „auð paródía“ sem hefur „tapað skopskyn-
inu“.15 Í heimi afstæðisins þar sem ekkert algildi ríkir er ekkert lengur
venjulegt (normal) til þess að bera saman við og því getur pastiche ekki
verið fyndið í sama skilningi og paródían var áður.
Í eftirmála Argóarflísarinnar kemur fram að hún byggist á öðrum
skrifum, en þegar þau eru skoðuð nánar kemur í ljós að önnur aðalpers-
óna bókarinnar, Valdimar, er tekin nánast óbreytt úr endurminningum
Matthíasar Þórðarsonar frá Móum (1872–1959).16 Söguþráðurinn, heilu
málsgreinarnar og að vissu leyti persónan sjálf eru innlimaðar í texta bók-
arinnar án mikilla breytinga. Þá virðast flestar aukapersónur bókarinnar
einnig eiga sér hliðstæður í endurminningum Matthíasar sem fjalla um
ferðalag hans til Norður-Afríku sumarið 1948 með dönsku fraktskipi í
eigu útgerðarfélagsins Progress. Einn eigenda útgerðarinnar, Marius
Nielsen, bauð Matthíasi í ferðina en Matthías var vinur sonar hans, Hugo
Marx-Nielsen, sem lést um aldur fram. Matthías rekur ferðasöguna í bók-
inni Utan lands og innan og segir þar frá áhöfninni, ferðinni og viðkomu
skipsins í Noregi, þar sem verið er að sækja farm þess og töf sem verður
á ferðinni þar vegna páskahelgihalds. Ferðasagan í Argóarflísinni er nær
samhljóða, einungis er skipt um staðarnöfn og heiti. Þannig verður út-
gerðin Progress að útgerðarfélaginu Kronos, fraktskipið Ellen að Elísa-
14 Sama, bls. 115: „pastiche: in a world in which stylistic innovation is no longer
possible, all that is left is to imitate dead styles.“
15 Sama, bls. 114: „Pastiche is blank parody, parody that has lost its sense of
humor … “
16 Matthías Þórðarson: Utan lands og innan. Ferðaminningar, sögur og ævintýri
frá ýmsum löndum. Ritstj. Einar Sigurðarson og Gils Guðmundsson. Reykja-
vík: Víkurprent 1950.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 487