Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 126
Jackson í Thriller. Þetta sést auðvitað best í hugmyndinni um að
húð mannsins sem getur breytt sér í varúlf sé fóðruð úlfinum að
innan. Sjálfur á Wolverine í stöðugri baráttu við berserksganginn,
hann óttast ‚dýrið‘ innra með sér og er ein þeirra ofurhetja mynda-
sögunnar sem er í raun á mörkum hins illa, hann er villt óhemja.
VI „Brúðir berserkja“: Líkami, fegurð, leiðrétting
Önnur hlið líftækninnar birtist í fegrunaraðgerðum. Anne Bals-
amo hefur fjallað um tengsl sæborgarinnar og fegrunaraðgerða. Á
íslensku hefur orðið til sérstakt orð um þessa tegund sæborga,
‚sílíkonur‘, sem vísar annarsvegar til efnisins sem algengt er að
nota til að stækka brjóst, varir og aðra líkamshluta sem eiga að
vera þrýstnir og hinsvegar til kvenna, á þeim forsendum að það
séu fyrst og fremst konur sem gangist undir slíkar aðgerðir. En
Balsamo bendir á að það séu alls ekki einungis konur sem fara í
slíkar aðgerðir, karlar séu í auknum mæli að verða einskonar sílí-
konur, bókstaflega, því hún heldur því fram að í þeirri endurhönn-
un á líkamanum sem nútímafegrunaraðgerðir eru sé ávallt miðað
við eitt fegurðarídeal og það sé hin hvíta kona. Þetta fegurðarídeal
er síðan miðað við klassíska fagurfræði og mælingar á andlitum og
líkömum, til að finna hinn gullna meðalveg sem er ‚réttur‘. Bals-
amo bendir á að þessi hugmynd um hinn rétta líkama feli í sér að
konan — eða flestallar konur — sé þá alltaf að einhverju leyti röng
og þarfnist leiðréttingar. Þannig þjóna fegrunaraðgerðir mismun-
andi hlutverki fyrir kynin, þegar konur fara í aðgerðir til að leið-
rétta líkamlega galla, eins og til dæmis of lítil brjóst eða of stórt
nef, fara karlar í fegrunaraðgerðir til að viðhalda karlmennsku
sinni, líta betur út og vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði, þar
sem yngri menn og jafnvel konur eru að hasla sér völl.34
Þessi umræða um ‚réttan‘ líkama og ‚leiðréttingar‘ á honum er
sérlega áhugaverð í ljósi kenninga franska fræðimannsins Michel
Foucault um flokkanir og aðgreiningar nítjándu aldar sem einmitt
úlfhildur dagsdóttir372 skírnir
34 Balsamo 1997, sjá sérstaklega 3. kafla, „On the Cutting Edge: Cosmetic Sur-
gery and the Technological Production of the Gendered Body“.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 372