Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 49
dráttum (sjá t.d. Ahya og Xie, 2004). Hin leiðin er að bera saman
hagvöxt og viðgang Indlands og Kína í ljósi hagvaxtarfræðinnar
líkt og tíðkast um tölfræðilegar samanburðarathuganir á öðrum
smærri löndum. Hér er ætlanin að fara þessa síðar nefndu leið.
Ritgerðinni er ætlað að reifa nokkur helztu atriði, sem greina Ind-
land frá Kína í efnahagslegu tilliti, og einnig ýmis líkindi með
löndunum tveim, og vega og meta afleiðingar þeirra fyrir hagþró-
un beggja landa til langs tíma litið.
Um aldamótin 1400 var þjóðarframleiðsla á mann í Kína svip-
uð framleiðslu á mann í Evrópu (Maddison, 1991, 2001). Í Auð-
legð þjóðanna (1776) rakti Adam Smith stöðnun og síðan hnignun
Kína til einangrunarstefnu landsins og sjálfsþurftarbúskapar eftir
1433, og stóð sú skipan óbreytt til 1978, þegar Kínverjar stigu
fyrstu skrefin í átt til blandaðs markaðsbúskapar. Samkvæmt at-
hugunum Maddisons (2001) var Kína ríkara en Indland 1820, en
eftir það óx Indland hraðar en Kína, svo að framleiðsla á mann var
orðin þriðjungi meiri á Indlandi en í Kína 1950. Síðan þá hefur
Kína á hinn bóginn vaxið örar en Indland, en þó með ýmsum
rykkjum og skrykkjum.
Framleiðsluferlar landanna tveggja frá 1960 til 2003 sjást á
mynd 1. Þar sést, að verg landsframleiðsla (VLF) á mann í Kína,
mæld í Bandaríkjadollurum á verðlagi ársins 2000, óx um 5,7% á
ári að jafnaði á móti 2,5% hagvexti á Indlandi. Framleiðsla á mann
ellefufaldaðist í Kína á þessu 43 ára tímabili, en þrefaldaðist á Ind-
landi á sama tíma. Indland var tvisvar sinnum ríkara en Kína 1969,
en Kína var eigi að síður orðið tvisvar sinnum ríkara en Indland
2003 skv. staðtölum Alþjóðabankans (World Bank, 2005). Fram-
leiðslutölur á kaupmáttarvirði, þar sem reynt er að taka tillit til
ólíks verðlags í löndunum tveim, bregða upp svipaðri mynd af
vaxtarferli þeirra, og það gera einnig ýmsir aðrir efnahagskvarðar
og félagsvísar. Í Kína hefur meðalævin lengzt úr tæpum 40 árum í
rösk 70 ár frá 1960 til 2004. Nýfæddur Kínverji 1960 gat m.ö.o.
vænzt þess að verða tæplega fertugur, en getur nú vænzt þess að
komast yfir sjötugt. Þannig hefur meðalævi Kínverja lengzt um
níu mánuði á ári síðan 1960. Á Indlandi hefur meðalævin lengzt úr
45 árum 1960 í 63 ár 2004, eða um fjóra til fimm mánuði á ári að
risarnir eru vaknaðir 295skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 295