Skírnir - 01.09.2006, Side 135
Til þess að gera grein fyrir þessari þrískiptingu er nauðsynlegt
að huga eilítið að sögulegri þróun samstæðilegrar guðfræði og
gildi sögurannsókna fyrir hana. Loks verður sjónum beint að um-
hverfi og tilefni umræðunnar. Spurningin hvort þörf sé á nýrri trú-
fræði og umræður um hana snerta tvær mikilvægar stofnanir sem
trú og kristni styðjast við, kirkju og háskóla eða guðfræðideildir
og svipaðar stofnanir. Þýski trúfræðingurinn Ingolf U. Dalferth
hefur ritað merka grein um það efni.5
Tilurð samstæðilegrar guðfræði
Í fornöld var gerður greinarmunur á svokallaðri theologia
naturalis, sem sneri að orðræðu heimspekinga um guðfræðileg
efni, og theologia poetica, sem var goðsagnakennd orðræða um
guðfræði, en það efni var að finna í verkum skálda og rithöfunda.
Í þriðja lagi var um að ræða theologia civilis þar sem gildi trúar-
bragðanna fyrir ríkið var til umfjöllunar.6 Kirkjufaðir vestrænnar
guðfræðihefðar, heilagur Ágústínus (354–430), nýtir sér þessa hefð
og skilgreinir guðfræðina og guðfræðiiðkun sem visku, íhugun og
gagnrýna prófun. Þessir þrír þættir mynda eina heild að áliti
hans.7 Á miðöldum, þegar guðfræðin varð til sem sérstök fræði-
grein, er greint skýrar á milli þessara þátta. Í grófum dráttum má
tala um tvo meginskóla innan miðaldaguðfræðinnar, annars vegar
þann sem leit á guðfræði sem fræðileg, kerfisbundin vísindi. Þessi
skóli leitaðist við að setja trúarsannindi fram með aðferðum
aristótelískrar heimspeki. Merkir fulltrúar þessa skóla eru t.d. Al-
bert „mikli“ (1200–1280) og Tómas frá Akvínó (1224–1274), en
þeir reyndu að setja guðfræðina fram sem heildstætt kenninga-
kerfi.8 Hefð þeirra var mjög virk í klausturreglu Dóminíkana.
er þörf á nýrri guðfræði? 381skírnir
5 Ingolf U. Dalferth, „Wissenschaftliche Theologie und kirchliche Lehre“ í:
ZThK, 85. árg. 1988, 98–128.
6 Árelíus Ágústínus, Vom Gottesstaat, bók 1–10, þýsk þýð. Wilhelm Thimme,
útg. Carl Andresen, 2. útg., München 1985, 314 (VI, 12).
7 Martin Honecker, Glaube als Grund christlicher Theologie, Stuttgart 2005, 26.
8 Tómas frá Akvínó gerði greinarmun á tvenns konar vísindum, annars vegar þeim
sem styðjast við náttúrlegt ljós skynseminnar, sem hægt er að beita beint á veru-
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 381