Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 27
útópískt, margfalt betra land en þegar lýsingin er samin (75).
Þeirrar tilhneigingar var farið að gæta þegar á miðöldum.
Eftir brottförina frá Noregi ríkti óvild milli Noregs og Íslands
vegna illrar meðferðar Haralds á þegnum sínum, ættingjum land-
nemanna. Þessi óvild konungs og Íslendinga varði í aldir, og lögðu
kóngar jafnvel á ráðin um innrás í Ísland. Það fór þó ekki svo
heldur gerði styrkur og stríðslund Íslendinga það að verkum að
Noregskóngar buðu þeim oft að vera við hirð sína. Auk þess
blómstruðu bókmenntir og lærdómur á þessum tíma, að sögn höf-
undar. Loks vitnar hann í Saxo þar sem hann lofar afrek Íslend-
inga, einkum bókmenntaafrek, og átti þessi tilvitnun eftir að verða
skyldutilvitnun í verkum um Ísland (97–98).
Höfundurinn viðurkennir að öldin hafi þó verið blóði drifin, að
Íslendingar hafi notað gríðarlegan mátt sinn, sem er lýst í löngu
máli, til að vega hver annan af eigingjörnum hvötum (98 o.áfr.) Af
þessu ræður lesandinn að innbyrðis stríð Íslendinga hafi orsakað
fall þjóðveldisins, því höfundurinn ræðir ekki málið í smáatriðum,
heldur segir aðeins að Íslendingar hafi selt sig Noregskonungi með
ákveðnum skilyrðum, sem voru þau að þeir máttu áfram fylgja sín-
um gömlu siðum (204–6). Jafnframt málar hann dökka mynd af
ástandinu á Íslandi á eigin tíð. Hann ræðst ekki gegn kóngi, held-
ur gegn embættismönnum samtímans, sem skeyta í engu um
almannaheill. Þessir níðingar eru innlendir en ekki útlenskir.
Í þessu verki er að finna ýmsa þætti sem áttu eftir að einkenna
söguritun næstu tveggja alda, allt til Finns. Gullöldin er komin til
sögunnar, með bókmenntum sínum og hreystimennum. Höfund-
ur tíundar frelsisást Íslendinga. Að auki má greina skýringu á því
af hverju þjóðveldið féll, á orsök fallsins, sem er skapgerðarein-
kenni Íslendinga, hörmulegur og tragískur ljóður, eigingirni og
sinnuleysi um almannahag, sem einnig útskýra ástandið á tímum
höfundarins. Við getum kallað þetta harmsögulega skýringu, og
hún á eftir að koma fram aftur í sagnfræðiritum Íslendinga, en þá
sem hluti annarrar og fræðilegri skýringar.
Nú mætti ætla að frelsi gullaldar væri í æpandi mótsögn við
samtíma höfundar. Ef Arngrímur gerir sér grein fyrir henni er það
helst í Crymogaeu.
hugmynd um sjálfstæði íslendinga 273skírnir
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 273