Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 197
Ef þú lítur út um vagnglugga í járnbrautarlest og sérð aðeins ógróið land,
skóga og mýrar má segja að þú sjáir alls ekki neitt.
Ógróið land er leir, sandur og grjót.
Skógar eru bjálkar, sperrur og þil.
Mómýrar eru rafmagn.
Úr leiri og sandi gerum við tígulstein, úr leiri og kalki sement, úr járn-
grýti stál.15
Andri Snær nefnir einn kaflann í bók sinni eftir þessari bók, án
þess þó að fara nokkuð út í hversvegna hann vísar til hennar með
þeim hætti. Þekki maður bókina er auðvelt að sjá hliðstæðuna við
það sem Andri Snær fjallar um. Höfundi Æfintýrisins er í mun að
setja náttúrusýn sovéskra ungmenna í samband við róttækar
smættarhugmyndir um náttúruna. Burt með alla þokukennda
borgaralega fagurfræði: Fegurð náttúrunnar liggur í þeim upp-
byggingarkrafti sem leysa má úr læðingi við það að maður brýtur
hana undir sig og skapar úr henni áþreifanlegar og ætar afurðir,
beislar stórfljótin, grefur upp málma og orkugjafa, steypir, bræðir
og byggir.
Nú, 75 árum síðar, er sú afstaða til náttúrunnar sem birtist í
bókinni, dýrkun höfundarins á vélum og tækni og fullkomin blinda
á þá hrikalegu eyðileggingu sem rányrkja af því tagi sem hann
mælir með hlyti að hafa í för með sér, næstum óhugsandi. Samt er
eitthvað heillandi við þann frumkraft og ferskleika sem bókin ber
með sér. Markmið höfundarins, Mikhails Ilins, er að hnekkja
gömlum hugmyndum sem tíðarandi fyrstu fimm ára áætlunarinn-
ar gat ekki lengur þolað.
En það merkilega er að þótt orðfærið og útskýringarnar í
Æfintýrinu um áætlunina miklu gangi miklu lengra en nokkur
„virkjanasinni“ myndi ganga nú, fangar andi bókarinnar ef til vill
siðfræði andstöðunnar 443skírnir
15 Mikhail Ilin (dulnefni), Æfintýrið um áætlunina miklu. Íslensk þýðing: Vil-
mundur Jónsson. Reykjavík: Bókmenntafélag jafnaðarmanna 1932, bls. 18.
Bókin kom út í Moskvu 1930 og var titill hennar Rasskaz o velikom plane. Hún
fjallar um fyrstu fimm ára áætlunina og var ætluð 12–14 ára börnum, en höf-
undurinn var verkfræðingur að mennt og þekktur barnabókahöfundur. Strax
næsta ár kom bókin út í enskri þýðingu í Bretlandi og Bandaríkjunum og seld-
ist í miklu upplagi víða um heim.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 443