Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 246
nostalgískra bóka oft endursköpun á heimi bernskunnar. En nostalgían
getur líka birst sem þrá eftir öðrum heimi, eða tíma, sem lesandinn eða
söguhöfundur hefur ekki endilega upplifað sjálfur. Ástráður bendir á að
nostalgían sé áberandi einkenni á samtímamenningu okkar, að póst-
módernisminn feli í raun í sér ákveðna nostalgíu þar sem hann fæst alltaf
við fortíðina, hann tekur dæmi af tískuheiminum sem „bragar allur í
nostalgíu“ en einnig af kvikmyndum og skáldskap.26 Jameson bendir
einnig á þann eiginleika nostalgíunnar að birtast í verkum sem við fyrstu
sýn virðast ekki fást við fortíðina. Sem dæmi tekur hann vísindaskáldsög-
ur sem gerast í ímyndaðri framtíð en búa samt yfir eftirsjá eftir fortíðinni.
Stjörnustríðsmyndirnar (Star Wars) eru að mati Jamesons dæmi um
menningarlega nostaglíu því þær byggja á eftirsjá eftir sjónvarpsdagskrá
æskunnar eða fortíðarinnar.27
Sögusvið Argóarflísarinnar er fyrri hluti 20. aldar. Aðalpersónan,
Valdimar, segir frá lífi sínu og starfi fram að þeim tíma þegar hann stígur
um borð og ferðalagið hefst. Á þessum tíma var trúin á framfarir og vís-
indi enn við lýði og þær hugmyndir sem í dag eru viðteknar um stríðið og
voðaverk nasista ekki enn farnar að mótast. Almennt voru menn ekki
farnir að efast um ágæti hugmynda eins og þeirra sem Matthías hélt fram
og boðaði. Karlar á borð við hann nutu enn valda og virðingar í samfélag-
inu og héldu uppi sterkri og áberandi orðræðu um vísindi og menningu
sem staðið hafði allt frá upphafi 20. aldar. Eða eins og Unnur B. Karls-
dóttir bendir á í bók sinni Mannkynbætur eyddi mannkynbótastefna
þýskra nasista „ekki fylgi íslenskra manna við stefnuna. Árið 1948, eða
þremur árum eftir að útrýmingarbúðirnar fundust, var enn ritað um kyn-
bætur manna hér á landi á sömu nótum og fyrr.“28
Argóarflísin endurskapar ekki eiginlegan heim bernskunnar eins og
algengt er í póstmódernískum skáldskap, heldur miklu fremur þann heim
sem birtist í sögubókum frá því í bernsku. Þann heim, eða þá heimsmynd,
sem fólk hefur upplifað í bókmenntum og listum. Ástráður bendir á að
anna björk einarsdóttir
26 Ástráður Eysteinsson: „Hvað er póstmódernismi?“, bls. 388–389. Rétt er að
geta þess að Ástráður er nokkuð neikvæður á nostalgísk verk samtímans (póst-
módernismans) og talar t.a.m. um að „nostalgískt yfirborð“ einkenni þau.
Hann bendir þó á að nostalgían sé „merkilegt afl í mannlegri náttúru, afl sem
nota má til að skapa mögnuð skáldverk, eins og Marcel Proust sýnir í stórverki
sínu Í leit að glötuðum tíma“ (bls. 338). Hann virðist kjósa hina módernísku
nostalgíu fram yfir hina póstmódernísku, án þess að skýra í hverju munurinn
felist á annan hátt en þann að hún sé „afbragðs vel samin“ (bls. 389).
27 Fredric Jameson: „Postmodernism and Consumer Society“, bls. 116. Jameson
heldur því fram að Stjörnustríðsmyndirnar byggi á sjónvarpsþáttum sem sýnd-
ir voru í Bandaríkjunum á árunum 1930–1950, þar sem geimskrímsli, geimferð-
ir, prinsessur í neyð og hetjur himingeimsins léku aðalhlutverk.
28 Unnur B. Karlsdóttir: Mannkynbætur, bls. 143.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:56 Page 492