Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 142
tímanum að skilningi Ebelings heldur vannýting hennar. Ebeling
nefnir fjórar röksemdir sem styðja þetta mat.
Í fyrstu röksemdinni grípur Ebeling til guðfræði opinberunar-
innar. Opinberun Guðs í Jesú Kristi, sem er endanlegur mæli-
kvarði trúarinnar, á sér stað í sögunni og er skilyrt af henni.32 Þessi
staðreynd veldur túlkunarfræðilegum vanda, hvernig unnt er að
túlka inntak opinberunar í fortíð og miðla samtíðinni.33 Til þess
að það megi takast verða trúfræðingar að grípa til aðferða
sögurýninnar.
Önnur rök sækir Ebeling til trúarhugtaks siðbótarmanna.
Áhersla þeirra á trúna sem traust (fides apprehensive)34 og hjálp-
ræðisvissu veldur því að greinarmunur er gerður á hjálpræðinu og
búningnum sem það tekur á sig í sögunni. Söguleg gagnrýni gegn-
ir því hlutverki að létta af trúnni óþarfa byrðum og gera tengsl
trúar og fagnaðarerindis (opinberunar) möguleg.35
Þriðju rökin vísa til guðfræðisögunnar, söguleg gagnrýni eða
sögurýni tengir trúfræðina við vísindaiðkun samtímans. Aðferðir
sögurýninnar gera trúfræðinni kleift að mynda jákvætt samband
sigurjón árni eyjólfsson388 skírnir
32 Sama rit, 15.
33 Ebeling rekur hvernig guðfræðingar hafa um aldir reynt að leysa þennan vanda.
Gerhard Ebeling, „Die Bedeutung der historich-kritischen Methode für die
protestantische Theologie und Kirche“, 15–20.
34 Lúther lítur ekki svo á að maðurinn geti tileinkað sér trúna (fides acquisitia) eða
að manninum sé innbyrt trúin (fides infusa), hvað þá að hún afmarkist af þekk-
ingaratriðum (fides informis). Trúin er ekki aðeins bundin við hið utanaðkom-
andi orð, hjálpræðið er einnig höndlað í trúnni og gert að veruleika í mannin-
um (fides apprehensiva Christi). Í hugsun Lúthers er trúin og persóna manns-
ins eitt, hvort tveggja mótar manninn frá grunni hjartans vegna samrunans.
Trúin er ekki tæki eða veruleiki sem maðurinn á eða öðlast, heldur er hún það
sem maðurinn er. „Hin áunna trú [fides acquisitia] stendur til hliðar eins og let-
ingi með hendur krosslagðar á bringu og segir: ‚Hvað kemur mér þetta við?‘
Sönn trú er með útbreiddan faðminn, þrýstir Kristi að sér og segir: ‚Vinur minn
er minn og ég er hans.‘“ WA 39 I, 45. Trúin meðtekur hjálpræðisverkið sem mér
er ætlað og hjálpræðisverkið mótar manninn og ber uppi sjálfsskilning hans.
Góða úttekt á trúarskilningi Lúthers er að finna hjá Martin Seils, Glaube,
Handbuch Systematischer Theologie, 13. bindi, Gütersloh 1996, 21–90.
35 Gerhard Ebeling „Die Bedeutung der historich-kritischen Methode für die
protestantische Theologie und Kirche“, 45.
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 388