Skírnir - 01.09.2006, Blaðsíða 24
Verk Arngríms er fyrsta Íslandssagan. Með verkinu skráset-
ur og skjalfestir Arngrímur menningarlega sjálfsmynd Íslend-
inga. Hér kemur berlega í ljós sú skoðun Arngríms, sem borið
hafði á í deiluritinu Brevis commentarius, að Ísland ætti sér glæsta
fortíð, gullöld, sem varði frá upphafi byggðar (eða stofnun Al-
þingis) til falls þjóðveldisins 1262–64. Lesandinn fær á tilfinn-
inguna að það sé aðallega vegna þessa tímabils Íslandssögunnar
sem íslensk þjóð eigi tilkall til nokkurrar virðingar á meðal ann-
arra, að það sé vegna fornaldarinnar sem Íslendingar séu menn-
ingarþjóð.
Hluti þessa viðhorfs til Íslendinga er skoðun höfundar á ís-
lenskri tungu. Arngrímur taldi að íslensk tunga væri hrein og svo
sem hún hefði verið á þjóðveldisöld. Hann hvatti til málgæslu og
hreintungu, svo tungan héldist sú sama, enda var hún gersemi frá
fornmönnum.15 Þannig var íslenskt mál, hreint og fornt, einn flöt-
ur sjálfsmyndarinnar. Á 17du öld var málinu, svo og bókmennt-
unum, ekki síst Íslendingasögunum, sýnd stöðugt meiri virðing
og athygli.16
Arngrímur áleit Ísland vera menningarland, óbarbarískt land.
Til að útskýra þessa menningu leitaði Arngrímur fanga, sem fyrr
segir, í gullöldinni. Þar var að finna forsendur sjálfsmyndarinnar.
Einkenni gullaldarinnar eru dáðir fornkappa, mannkostir, menn-
ing og umfram allt bókmenntir. En Arngrímur leitar líka innsta
eðlis gullaldarinnar. Og hann litar hina menningarlegu sjálfsmynd
sem hann skjalfestir á þann hátt sem virðist gera hana svo snaran
þátt í pólitískri þjóðernishyggju 19du aldar. Því Arngrímur virðist
leggja áherslu á að miðaldaríkið íslenska hafi verið frjálst og sjálf-
stætt fullvalda ríki. Þessi skoðun Arngríms er athyglisverð fyrir
margra hluta sakir. Hún æpir á ályktun um samtímann sem Arn-
grímur dregur alls ekki. Hvernig mætti skýra það?
svavar hrafn svavarsson270 skírnir
15 Til er það sem kallast málfarsleg þjóðernishyggja og á rætur sínar að rekja til
húmanismans, eins og rakið er af stjórnmálafræðingnum Alan Patten (2006).
Um skoðun húmanista á íslensku máli, sjá Jakob Benediktsson (1987: 47–68).
Sjá einnig Kjartan Ottósson (1990: 20–23), Gottskálk Þór Jensson (2003:
37–67) og í væntanlegri grein (2007).
16 Sjá Jakob Benediktsson (1987: 227–41) og Peter Springborg (1977: 53–89).
Skírnir haust nota-1 13.11.2006 15:55 Page 270