Jökull - 01.01.2012, Síða 18
S. Steinþórsson
Hekla 1947–1948
Heklugosið 1947 kom á heppilegum tíma fyrir Sig-
urð Þórarinsson. Gosið hófst 29. mars og stóð í 13
mánuði, þannig að gott ráðrúm gafst til að rannsaka
hina ýmsu þætti þess. Sigurði hafði snemma orðið
ljóst að Hekla var lykillinn að íslensku gjóskutíma-
tali, öskulög hennar og gossaga. Rannsóknir þeirra
Hákonar Bjarnasonar á 4. áratugnum höfðu einkum
beinst að ljósu lögunum á Norður- og Austurlandi, og
fyrstu gjóskulagasnið sín kringum Heklu gróf Sigurð-
ur í Þjórsárdal 1939. Þá var lítið vitað um Heklugos,
hvorki til dæmis að samsetning gosefna breytist með
tímanum né að meginhluti gjóskunnar kemur upp á
tiltölulega mjög skömmum tíma. Þess vegna myndar
gjóskan í hverju gosi oftast mjóan geira með ákveð-
inni stefnu sem ræðst af vindátt við upphaf gossins.
Þegar Sigurður var að vinna úr gögnum sínum frá
1939 urðu ýmis þessara vandamála honum ljós og
kölluðu á frekari vinnu að stríðinu loknu. Þegar árið
1945 byrjaði hann að grafa gjóskulagasnið kringum
Heklu, en sú vinna margefldist við gosið.
Heklugosið vakti gríðarlega eftirtekt á Íslandi og
að lokum var talið að hálf þjóðin hefði séð það.
Einnig var það fyrsta eldgosið sem íslenskir vísinda-
menn rannsökuðu, og vinna þeirra var vel skipu-
lögð frá upphafi. Vísindafélag Íslendinga efndi ásamt
Náttúrugripasafninu til fimm-binda ritraðar á ensku
um rannsóknirnar undir ritstjórn Trausta Einarssonar,
Guðmundar Kjartanssonar og Sigurðar Þórarinsson-
ar. Sigurður skrifaði sjálfur fjórar greinar í Heklurit-
ið, um 300 blaðsíður alls. Hin fyrsta (1950) lýsir að-
draganda og upphafi gossins samkvæmt lýsingum 20
„sjónarvotta“. Fólk varð engra jarðhræringa vart fyr-
ir gosið en húsdýr virtust finna einhvern titring 3–4
sólarhringa á undan. Nóttina fyrir gosið virtist titring-
urinn hafa magnast og fundist í allt að 100 km fjar-
lægð. Sýnilegt gos hófst 29. mars kl. 6:41, sterkur
jarðskjálfti varð kl. 6:50 og kl. 7 hafði gosmökkurinn
náð 26 km hæð. Einnig safnaði Sigurður ljósmyndum
af upphafi gossins sem Trausti Einarsson vann úr.
Önnur grein Sigurðar í Hekluritinu (1954) fjallar
um öskufallið fyrsta dag gossins. Þar er að finna ýms-
ar nýjar hugmyndir og nýungar í framsetningu. Ár-
angur 96 mældra sýnishorna er tekinn saman í korti
sem sýnir dreifingu grábrúnnar gjósku, annars vegar,
og svartbrúnnar hins vegar, en logri (lógarithmi) með-
alkornastærðar gjóskukorna myndar línulegt samband
við fjarlægð frá eldfjallinu (2. mynd). Ferð gjósk-
unnar frá Heklu um Skotland til Finnlands er rakin
og skýrð með aðstoð sex veðurkorta. Og lokst birtist
þarna í fyrsta sinn eitt kunnasta graf Sigurðar, sam-
band SiO2-hlutfalls í upphafsgjósku hvers Heklugoss
og tímalengdar frá næsta gosi á undan (3. mynd).
Mesta grein Sigurðar í Hekluritið og hin þriðja var
bókin The eruptions of Hekla in historical times. A
tephrochronological study (1967), sem ári síðar kom
út á íslensku undir nafninu Heklueldar. Þar rekur
hann allt sem ritað hafði verið um Heklugos til og
með 1693 en gerir um síðari gos útdrátt úr sívaxandi
magni gagna. Þá birtir hann þykktar- og útbreiðslu-
kort gjósku úr sjö Heklugosum frá 1104 til 1947,
byggð á fjölda gjóskusniða. Upplýsingar um öll 14
gjóskulögin frá Heklu frá 1104 til 1947 eru dregnar
saman í tvær myndir: önnur sýnir þykkt allra gjósku-
laganna 15 km frá Heklu (5. mynd) og hin alla gjósku-
geirana sem örvar á korti (4. mynd).
Í fjórðu og síðustu grein sinni í Hekluritinu (1976)
birtir Sigurður lýsingu á gangi gossins frá degi til dags
og tekur saman í eitt graf hina ýmsu þætti þess sem
fall af tíma: gjóskumyndun, hraunrennsli, jarðskjálfta,
gossprengingar, virkni í hinum ýmsu gígum.
Rannsóknirnar sem lýst er í Hekluritinu urðu hin
mesta lyftistöng fyrir íslensk jarðvísindi og enn er vís-
að til sumra greinanna, ekki síst lýsinga Sigurðar. Eft-
ir Heklugosið 1947 var almennt talið að öld mundi
líða áður en fjallið gysi aftur, en það rættist ekki því
meðan Sigurður lifði urðu tvö Heklugos, 1970 og
1980–1981 (og eftir hans dag 1991 og 2000). Sigurð-
ur, sem nú var jafnt heima sem heiman viðurkenndur
sem fremsti eldfjallafræðingur Íslendinga, tók virkan
þátt í rannsókn beggja gosa.
Gjóskulögin tala
Sumarið 1948 kom hingað leiðangur 15 sænskra land-
fræðinga undir stjórn Hans Ahlmann og ferðuðust
þeir um Suðurland undir leiðsögn Sigurðar. Eftir
þann stutta leiðangur skrifaði hann grein í Geogra-
fiska Annaler (1949) um notkun gjóskulaga við ald-
ursgreiningu á sviði jöklajarðfræði og eldfjallafræði
þar sem lýst er könnun á aldri jökulurða við Hagafells-
jökul eystri, aldri Geysis í Haukadal og Helgafells-
16 JÖKULL No. 62, 2012