Jökull


Jökull - 01.01.2012, Page 20

Jökull - 01.01.2012, Page 20
S. Steinþórsson Apollo-áætlunarinnar, var hann svo helsti leiðsögu- maður þeirra. Í Surtseyjargosinu 1963–1967 gafst íslenskum jarðvísindamönnum í fyrsta sinn tækifæri að fylgjast með eldgosi undir vatni, en við slík gos urðu til hinar óteljandi móbergsmyndanir landsins. Sigurður tók virkan þátt í rannsóknunum og þegar árið 1964 birt- ist eftir hann bók um gosið, og með samstarfsmönnum tvær fræðigreinar. Næstu árin birti hann margar grein- ar um Surtsey á ýmsum tungumálum; árið 1967 kom út eftir hann á ensku yfirlitsbók um gosið allt. Einnig notaði hann tækifærið til að skrifa um fyrri neðansjáv- argos við Ísland (1965). Eftir Heklugosið 1947–1948 töldu menn, í ljósi sögunnar, að næsta Heklugoss væri ekki að vænta fyrr en eftir eina öld. En eins og oft vill verða með slíka spádóma gaus Hekla aftur 1970 litlu gosi, og síðan 1980, 1991 og 2000. Sigurður var fljótur eins og fyrri daginn að koma lýsingum á 1970-gosinu á prent, með bók sama ár og vísindagrein árið 1972. Upp úr 1960 tók jarðvísindamönnum mjög að fjölga á Íslandi, og enn fremur eftir að að slík kennsla var tekin upp við Háskóli Íslands 1968. Sigurður lét þá þau orð falla í blaðaviðtali að vel færi á því að yngri menn og sprækari tækju við að fylgjast með gjósandi fjöllum í landinu. Þrátt fyrir það var hann framarlega í flokki við rannsókn Heimaeyjargossins 1973 og fyrsti höfundur greinar sem birtist í Nature um mánuði eftir að gosið hófst. Kröflueldar 1974–1985 gáfu honum tilefni til að skrifa The postglacial history of the Mý- vatn area (1979), viðfangsefni sem hann hafði unnið að frá því upp úr 1950. Þá skrifaði hann með öðr- um grein í Nature um lítið gjóskulag sem myndaðist við gos upp úr jarðhitaborholu. Lýsing á Heklugosinu 1980–1981, hin síðasta sem hann skrifaði, birtist árið 1983 að honum látnum. Þannig urðu fyrsta og síð- asta eldgos sem Sigurður sá um dagana í Heklu, því fræga fjalli sem hann hafði rannsakað manna mest og byggt á gjóskutímatal sitt. Þótt undarlegt megi teljast sá hann aldrei gos í Grímsvötnum, virkustu eldstöð landsins, sem hafði kallað hann til sín 1934 frá öðr- um verkum og áformum. Þrátt fyrir það lagði enginn meira en hann að þekkingu á gossögu og skilningi á virkni Grímsvatnagosa. Frægasti jarðfræðingur Íslands Helstu sérsvið Sigurðar innan jarðvísindanna voru jöklafræði, landmótunarfræði og eldfjallafræði, sér í lagi gjóskulagafræðin sem hann hafði sjálfur lagt heiminum til. Hann átti auðvelt með að skrifa og allt frá námsárum sínum í Svíþjóð var hann sískrifandi, jafnt um önnur efni sem um jarð- og landfræði. Með- al ritverka hans eru umsagnir um erlendar bækur um Ísland og um nútímabókmenntir á Íslandi og hinum Norðurlöndunum; enn fremur greinar um vísindasögu og Íslandssögu (árið 1961 var hann kjörinn heiðurs- doktor í sagnfræði við Háskóla Íslands). Skrif hans um náttúruvernd kringum 1950 urðu til þess að honum var falið ásamt öðrum að semja fyrstu náttúruverndar- lög landsins sem tóku gildi 1956. Einnig átti hann frumkvæði að fyrstu friðlýsingu jarðfræðilega merki- legra svæða á landinu, Skaftafells í Öræfum og Jök- ulsárgljúfra, en á báðum stöðum er nú fólkvangur. Auk sinna mörgu læsilegu bóka og greina varð Sigurður eftirsóttur víða um lönd sem fyrirlesari á ráðstefnum og í háskólum. Eftir Heklugosið 1947– 1948 ferðaðist hann um og talaði undir kvikmynd sem tekin var af gosinu frá upphafi til enda; einnig gerð- ist hann heppinn ljósmyndari og slyngur að beita lit- skyggnum í fyrirlestrum sínum. Hér á landi var hann að sjálfsögðu mikils metinn sem vísindamaður, en var þó að eigin mati ennþá þekktari fyrir söngtexta sína. Söngvar Sigurðar eru enn sungnir nú á aldarafmælis- ári hans en sennilega verður það þó sköpunarverk hans, gjóskutímatalið, sem lengst heldur nafni hans á lofti. REFERENCES A complete list of Sigurður Þórarinsson’s publica- tions can be found in the festschrift Eldur er í norðri (Sögufélag, Reykjavík 1982), with additions in Jökull 34, p. 186 and 36, p. 10. Ahlmann, H. W. and S. Thorarinsson 1943. Vatnajökull. Scientific Results of the Swedish-Icelandic Investiga- tions 1936-37-38. ESSELTE, Stockholm, 306 pp. Arnold, J. R. and W. F. Libby 1949. Age Determinations by Radiocarbon Content: Checks with Samples of Known Age. Science 110, 678–680. 18 JÖKULL No. 62, 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.