Jökull - 01.01.2012, Side 151
Öræfajökull central volcano, SE-Iceland
ÁGRIP
Öræfajökull, syðst í Vatnajökli, er virk megineldstöð
sem gosið hefur tvisvar á sögulegum tíma; 1362 og
1727 (Sigurður Þórarinsson, 1958). Vetrarsnjórinn á
hæsta hluta hans er sá mesti sem mælst hefur á ís-
lenskum jökli og samsvarar að um 6–8 m vatns að
jafnaði (Magnús T. Guðmundsson, 2000) en safn-
svæði Öræfajökuls liggur hátt og er í úrkomusamasta
hluta Íslands (Crochet, 2007). Þessi mikla snjósöfn-
un og lítil leysing á safnsvæðinu skýrir umfang skrið-
jöklanna sem sumir ná alveg niður á láglendi. Í þessari
grein eru birt kort af botni og yfirborði Öræfajökuls og
skriðjökla hans. Botnkortið er byggt á ísþykktarmæl-
ingum sem gerðar voru með íssjá í nokkrum mæli-
ferðum á tímabilinu 1991–2012. Yfirborðskortið er
unnið úr leysihæðamælingum (LiDAR) úr flugvél ár-
in 2010 og 2011. Undir hæsta hluta jökulsins er um
14 km2 askja fyllt með 4.3 km3 af ís sem er allt að 540
m þykkur. Stærsti hluti öskjunnar er innan vatnasviðs
Kvíár sem rennur austur undan Kvíárjökli. Nær allt
annað vatn leitar í vestur undir Fall- og Virkisjökli og
kemur í Virkisá. Í botni öskjunnar er lítið um óregl-
ur sem gætu verið stakar gosmyndanir. Helsta undan-
tekningin er kollur nærri vatnaskilum Kvíár og Virkis-
ár, undir ∼400 m þykkum ís. Gos í og nærri kollinum
gætu valdið miklum jökulhlaupum til austurs og vest-
urs úr öskjunni. Einnig má greina greina þrep í botni
öskjunnar sem við túlkum sem sérstaka öskjumyndun,
um 6 km2 að flatarmáli og u.þ.b. 150 m djúpa. Norð-
an Hvannadalshnúks, undir upptökum Svínafellsjök-
uls er skál sem er opin til vesturs. Hún er hugsanlega
eldri öskjumyndun, mikið rofin af jökli.
Skriðjöklar Öræfajökuls eru allt að 550 m þykkir
(Skaftafells- og Svínafellsjökull) þar sem þeir skríða
út á láglendið. Undir þeim hafa myndast lægðir grafn-
ar niður í jökulset sem ná allt að 220 m undir sjáv-
armál. Ef tekið er mið af langtímamælingum á aur-
burði í ám sem renna frá Öræfajökli tæki um 4000
ár að flytja burt með vatni setið sem áður fyllti lægð-
irnar. Það er því ólíklegt að þær lægðir hafi grafist
út að öllu leyti á Litlu ísöld. Á komandi áratugum
munu myndast jaðarlón og þau sem fyrir eru halda
áfram að stækka við núverandi eða hlýnandi loftslag
vegna hops jökulsporða. Hæð og stærð safnsvæða
skriðjöklanna frá Öræfajökli og í grennd við hann er
mjög mismunandi og því má gera ráð mjög breyti-
legri svörun við hlýnandi loftslagi. Viðvarandi hlýnun
um 0.5-1.0◦C mun líklega valda því að jöklar eins og
Morsárjökull hverfa alveg meðan jökull á borð við
Kvíárjökul, með mestan hluta safnvæðis síns í um
1800 m hæð, mun lifa af jafnvel þó hlýjustu loftslags-
spár gangi eftir.
REFERENCES
Army Map Service, Corps of Engineers 1950–1951. Series
C762, sheets: 6018-I,IV, 6019-II,III.
Björnsson, H. 1988. Hydrology of Ice Caps in Volcanic Re-
gions. Reykjavík, Societas Scientiarum Islandica 45,
139 p.
Björnsson, H. 1996. Scales and rates of glacial sediment
removal: a 20 km long and 300 m deep trench created
beneath Breiðamerkurjökull during the Little Ice Age.
Ann. Glaciol. 22, 141–146.
Björnsson, H. 2009. Jöklar á Íslandi. Reykjavík, Bókaút-
gáfan Opna, 479 p.
Björnsson, H. and F. Pálsson 2004. Jöklar í Hornafirði. In:
Björnsson, H., E. Jónsson and S. Runólfsson (eds.).
Jöklaveröld. Reykjavík, Skrudda ehf., 125–164.
Björnsson, H. and F. Pálsson 2008. Icelandic glaciers.
Jökull 58, 365–386.
Björnsson, H., F. Pálsson and M. T. Guðmundsson 1992.
Breiðamerkurjökull, niðurstöður íssjármælinga 1991.
Science Institute, University of Iceland, RH-92-12, 19
p. and 7 maps.
Björnsson, H., F. Pálsson and M. T. Guðmundsson 2000.
Surface and bedrock topography of the Mýrdalsjökull
ice cap, Iceland: The Katla caldera, eruption sites and
routes of jökulhlaups. Jökull 49, 29–46.
Claerbout, J. F. 1985. Fundamentals of Geophysical Data
Processing: With Applications to Petroleum Prospect-
ing. Blackwell Science Inc., 247 p.
Crochet, P. 2007. A study of regional precipitation
trends in Iceland using a high quality gauge net-
work and ERA-40. J. Climate 20 (18), 4659–4677,
doi:20.1175/JCLI4255.1.
Generalstabens Topografiske Afdeling 1904. Öræfajökull
og Skeiðarársandur, map 1:200,000. Generalstabens
Topografiske Afdeling 1905. Öræfajökull, Sheets: 87-
SV,SA,NV,NA, maps 1:50,000.
JÖKULL No. 62, 2012 149