Jökull - 01.01.2012, Qupperneq 192
Society report
Um hagyrðinginn Sigurð Þórarinsson
Halldór Ólafsson
Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is
Flestir landsmenn þekkja einhver kvæði sem Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur hefur ort við grípandi lög
eins og til dæmis „Að lífið sé skjálfandi lítið gras“ og
„Þórsmerkurljóð,“ en færri vita að hann átti auðvelt
með að kasta fram vísum og stökum við ýmis tækifæri
ef svo bar undir. Þær einkenndust flestar af notalegri
kímni en voru aldrei rætnar eða meiðandi. Ég ætla í
þessu greinarkorni að birta nokkrar vísur eftir Sigurð
og segja frá tilurð þeirra eftir því sem föng eru á.
Jónas Árnason rithöfundur og alþingismaður
skrifaði viðtalsbók, sem kom út hjá Ægisútgáfunni
1963, og nefndi „Undir Fönn.“ Þar er að finna frásögn
Ragnhildar Jónasdóttur sem hafði verið kaupakona
hjá foreldrum Sigurðar, Snjólaugu Sigurðardóttur og
Þórarni Stefánssyni á Teigi í Vopnafirði, sumarið 1916
þegar hann var fjögurra ára. Í frásögninni kemur fram
að Sigurður hafi þá þegar verið fluglæs á bók, hvort
sem hún snéri rétt eða öfugt. Þar segir meðal annars:
„Siggi litli var mjög kotroskin og talaði stundum eins
og fornmaður. Setningar hans féllu líka oft í stuðlaðar
hendingar. Þarna mun hafa gætt áhrifanna frá því sem
hann hafði lesið. Ég lá um skeið í lungnabólgu þetta
sumar, og til að korta mér leiðindi gerði ég Sigga litla
að nokkurs konar fréttastjóra hjá mér, hafði hann í för-
um út og inni til að fylgjast með veðurfari, heyskap og
mannaferðum. Siggi litli gegndi þessu starfi af mestu
trúmennsku og var líka dálítið upp með sér af því, þó
að hann ætti reyndar til að gleyma sér stund og stund
þegar prófessorinn í honum náði yfirhöndinni. Eitt
sinn kom hann inn og var venju fremur viðutan og
stóð lengi kyrr á gólfinu án þess að segja orð. Loks
spurði ég: „Sástu nokkuð Siggi minn?“ Og þá svaraði
þessi fjögura ára snáði: „Tveir riðu menn fram Mela.“
Tilvitnun líkur.
Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill,
segir máltækið. Ekki veit ég hvenær Sigurður Þórar-
insson fór að glíma við bragfræði ferskeytlunnar eða
gerði sína fyrstu vísu, en miðað við frásögnina hér að
framan hefur hann þegar á barnsaldri verið byrjaður á
því, enda brageyrað til staðar. Hann sagði mér einu
sinni að þegar hann kom fyrst í skóla á Akureyri, var
hann svo pasturslítill og smávaxinn að sumir skólafé-
lagar lögðu hann í einelti, eins og það er kallað nú á
dögum. En Sigurður komst fljótt að því að hann var
jafnoki þeirra á andlega sviðinu, eða eins og hann orð-
aði það sjálfur; „ég kvaldi þá bara með kjaftinum þeg-
ar með þurfti.“ Ekkert hefur lifað af þeim kersknisvís-
um sem Sigurður orti um skólabræður sína enda hafa
þeir varla haldið þeim á lofti. Eitt er víst, þeir kássuð-
ust ekki upp á hann eftir fyrsta misserið því þarna var
kominn, eins og Kristján Eldjárn orðaði það í afmælis-
grein; „undrapiltur að gáfum og námshæfileikum þótt
yngstur væri í bekknum.“
Sigurður hirti lítt um að halda vísum sínum til
haga og ef ekki var einhver viðstaddur sem nam þær
eða skráði, þá fóru þær út í veður og vind. En oft
sendi hann vísur til vina á hátíðastundum í lífi þeirra,
með jólakveðjum eða skráði í gestabækur. Hér eru
nokkur dæmi um það. Á einhverjum tímamótum í lífi
Magnúsar Kjaran stórkaupmanns varð þessi vísa eftir
í gestabókinni:
Þulið er margt í þakkarræðum,
þykir mér jafnan klén sú varan.
En af hans konu og af hans skræðum
öfunda ég Magnús Kjaran.
Einhverju sinni á tímum Kröfluelda, eftir langa
innilegu í húsi Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Mý-
vatnssveit vegna stórhríðar, var þessi vísa skrifuð í
gestabók hússins:
Víst er þó að voni ég
að veðri sloti,
að öll var dvölin yndisleg
í Eldakoti.
190 JÖKULL No. 62, 2011