Jökull - 01.01.2012, Page 194
Halldór Ólafsson
félagarnir andfætis í sömu koju í Jökulheimaskála eft-
ir gleðskap að aflokinni vel heppnari rannsóknaferð
á Vatnajökul. Er Sigurður vaknaði að morgni næsta
dags varð honum að orði:
Er með þræl í aumu bæli
ei mér hæli sérlega.
Dauf er sæla á drykkjuhæli
Dóri vælir ferlega.
Vorið 1959 voru farnar þrjár túristaferðir á Vatna-
jökul til að gefa fleira fólki en harðsnúnum jökla-
mönnum, kost á að líta þann fagra fjallageim og var
Sigurður fararstjóri í einni ferðinni. Stúlka ein í hópn-
um gerði sér mjög dælt við fararstjórann og vildi að
hann gerði um sig vísu. Og Sigurður var fljótur til
svars að vanda:
Þú mátt eiga vísu vísa
vangahýra jöklaskvísa.
Hárin mér á höfði rísa,
hinu þori ég ekki að lýsa.
Í nokkur ár var rekið pósthús í Grímsvatnaskála
meðan á vorferð félagsins stóð. Af því tilefni lét
Jöklarannsóknafélagið prenta sérstök umslög og var
starfsmaður Pósts og síma, Grímur Sveinsson, póst-
hússtjóri. Vorið 1961 var gefið út frímerki með mynd
af Jóni Sigurðssyni forseta í tilefni þess að 150 ár voru
liðin frá fæðingu hans. Vegna þessara tímamóta voru
umslögin óvenju mörg sem þurfti að frímerkja. Í þeim
önnum öllum þegar leiðangursmenn sátu yfir bunkum
af bréfum, sleikjandi forsetafrímerki þurrbrjósta með
þurran hvoft, orti Sigurður:
Ill var koma í aumann rann
illa við mig hér ég kann.
Illt er nautna allra bann
illt er að sleikja forsetann.
Á hverju hausti fara félagar í Jöklarannsóknafé-
laginu í skemmtiferð inn í Jökulheima. Í einni slíkri
ferð var ungur ítalskur jarðfræðingur undir verndar-
væng Sigurðar. Þetta var myndarpiltur, íturvaxinn og
fagur, en óreyndur og kunni ekki á drykkjusiði land-
ans. Hann varð því fljótlega ofurölvi og dó í örmum
íslenskra jöklameyja. Fyrrnefndum Árna Stefánssyni
fannst nóg um dálæti stúlknana og hafði um það svo
niðrandi orð að ekki eru eftir hafandi. Þá orti Sigurð-
ur:
Okkar kvenna art er slík;
Árni veit hvað hann syngur,
að betur þeim ítalskt líkar lík
en lifandi Íslendingur.
Á fyrstu árum Jöklarannsóknafélagsins fengu
sumir jöklafarar viðurnefni af einhverju tilefni. Sem
dæmi má nefna að formaðurinn Jón Eyþórsson var
ætíð nefndur „húsbóndinn“ innan Tungnaár og Guð-
mundur Jónasson fjallabílstjóri var á þeim slóðum
„hreppstjórinn.“ Magnús Jóhannsson útvarpsvirki og
kvikmyndagerðarmaður var kallaður „kalífinn“ en
Sigurður var „kapeláninn“ af því hann hafði gegnt því
embætti í góðtemplarastúkunni Ísafold - Fjallkonan
á menntaskólaárum sínum. Sigurður var nú reyndar
sviftur því embætti við lítinn orðstýr er það vitnaðist
að hann var höfundur kvæðisins „Að lífið sé skjálfandi
lítið gras.“ Jöklamenn höfðu líka dómara sem sektaði
þá ef þeir sýndu dónalega tilburði, til dæmis með gá-
lausum augnagotum er túlka mátti sem saurugar hugs-
anir. Slíka hugsanir kölluðust „hugrenningasyndir“ og
urðu menn að greiða háar fjárhæðir í „viðhaldssjóð“ ef
dómarinn stóð þá að svo glæpsamlegu athæfi. Dómari
jöklamanna á þessum árum var heiðurskonan Margrét
Halldórsdóttir skrifstofumær og var því jafnan nefnd
Magga „dómari.“
Einhverju sinni gerðist „kalífinn“ óvenju djarfleit-
ur til kvenna inn í Jökulheimum, meira en góðu hófi
gengdi að áliti „dómarans,“ svo honum var dæmd
hærri sekt en áður hafði tíðkast að greiða. Er hinn
þungi dómur féll orti Sigurður:
Magnús heitir maður snjall,
mjög að svönnum kyndir,
hefur drýgt fyrir hundrað kall
hugrenningasyndir.
Ég ætla að ljúka þessum hugleiðingum um vísna-
gerð Sigurðar Þórarinssonar á vísu sem hann orti í
seinustu sameiginlegu ferð okkar inn á öræfi Íslands:
Fækkar okkar ferðum til
frelsis öræfanna,
þá er gott að eiga yl
endurminninganna.
192 JÖKULL No. 62, 2011