Jökull


Jökull - 01.01.2012, Page 198

Jökull - 01.01.2012, Page 198
Svínafellsjökull fellur í suðvesturátt frá kolli Öræfajökuls, út úr 5 km breiðri nær hringlaga skál sem afmarkast af Hrútsfjallstindum (1870 m) í norðri og ísaskilum á Jökulbaki, Tjaldskarði og Snæbreið en af Hvannadals- hnúk (2110 m) og Tindaborg í suðri. Inni í skálinni er ís allt að 150 m þykkur og út úr henni fellur um 1400 m langur og 700 m hár ísfoss (frá 1380 m niður í 680 m hæð). Neðan fossins grær jökullinn aftur saman og skríður fram 8 km langan dal, víða um 1 km breiðan, en fremst er jaðarinn um 1700 m, milli Hafrafells og Svínafellsheiðar. Undir miðjum dalnum hefur jökullinn grafið sig niður fyrir sjávarmál og er allt að 200 m þykkur. Á daljöklinum neðan við ísfossinn myndast reglubundnar svigður, ein hvert ár; telja má um 50 á nærri 8 km löngum jöklinum sem bendir til þess að jökullinn skríði að meðaltali um 160 m á ári. Svínafellsjökull hefur hopað um 650 til 700 m frá lokum 19. aldar. Suðaustan við skálina í upptökum Svínafellsjökuls er hin virka askja Öræfajökuls og á börmum hennar Hvannadalshnúkur, Sveinstindur og Sveinsgnýpur, Hnappar og Rótarfjallshnúkur. Svínafell er upp af bæjarþyrpingunni Svínafelli (t.h.), handan þess sést í Falljökul og Virkisjökul. Undan þeim kom jökulhlaup við gosið 1362. Því gosi lýsti Sigurður Þórarinsson fyrstur ítarlega (1958). Framan Svínafellsjökuls vitna háir jökulgarðar um stöðu hans í lok litlu ísaldar (1890). Þá reis sporðurinn 40–60 m yfir þá skammt innan við Svínafellsheiði. Á sama tíma náðu Skaftafellsjökull (ekki í mynd) og Svínafellsjökull saman framan Hafrafells (t.v.). Svínafellsá rennur frá jöklinum, suður gegnum jökulgarðana. Neðst á myndinni sést Freysnes þar sem nú er Hótel Skaftafell, en skammt að baki er Stóralda, sem Sigurður Þórarinsson (1956) sýndi með gjóskulagarannsóknum að væri eldri en gosið í Öræfajökli 1362. Þegar jöklar voru í hámarki náði Svínafellsjökull langleiðina að Stóröldu. Ummerkin sjást vel innan við ölduna. Nær jökli sýna smærri garðar skrykkjótt hop jökulsins á 20. öld. – The outlet glaciers Svínafellsjökull (front), Falljökul and Virkisjökull (to the right) all drain ice from the Öræfajökull central volcano. Jökulhlaups came down the Falljökull and Virkisjökull valleys during the 1362 Öræfajökull eruption. Parallel moraines in the forefield of Svínafellsjökull testify its retreat from the end of the Little Ice Age, close to 1890 AD. Ogives across the glacier reflect annual movement, ∼160 m/yr, based on 50 ogives along the ∼8 km long glacier. Texti:/Text. Helgi Björnsson. Photo:/Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 17. ágúst 2006. 196 JÖKULL No. 62, 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.