Jökull - 01.01.2012, Page 199
Útsýn yfir Hljóðabungu (825 m) og Reykjarfjarðarjökul í Drangajökli, til Þaralátursfjarðar og Reykjarfjarðar. Hálsbunga
(með tjörn á kolli) og Þaralátursnes (fjær) liggja á milli fjarðanna. Til hægri, utan jökulsins er Hrolleifsborgarháls og Mið-
mundahorn (636 m), með snjósköflum. Handan þess rísa Sigluvíkurnúpur (299 m) og Geirólfsnúpur frá sjó, suðaustanvert
við Reykjarfjörð. Reykjarfjarðarjökull skreið niður í dalinn fyrir miðja 19. öld, niður í um 20 m y.s., 2,5 km frá ströndinni.
Síðan hefur jökullinn hopað um 4,5 km. Smákatlar eru í jöklinum (til vinstri á myndinni) og er leysingavatn í nokkrum
þeirra. Líklega valda volgrur undir jöklinum því að katlarnir myndast. Heitar laugar í Reykjarfirði eru vísbending um
jarðhitavirkni á þessu svæði. – Hljóðabunga (825 m) in Drangajökull, NW-Iceland. View along the outlet glacier Reykjar-
fjarðarjökull, towards Reykjarfjörður and Þaralátursfjörður. Reykjarfjarðarjökull has retreated 4.5 km from its Little Ice
Age maximum, when the outlet glacier extended down to 20 m a.s.l., ∼2.5 km from the coast. Cauldrons in the glacier
(left and below) are most likely sustained by low-temperature geothermal activity, akin to the hot springs in Reykjarfjörður.
Text/Photo:/Texti/Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 11. ágúst 2011.
JÖKULL No. 62, 2012 197