Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 4
2
BREIÐFIRÐINGUR
yfir allar byggðir Breiðafjarðar, milli Öndverðaness og (
Bjargtanga.
Fáninn táknar samhug og samvinnu. Hann á að hjálpa
okluir Breiðfirðingum til þess að laða frani það sannasta
og bezla í hugum okkar breiðfirzkum byggðum til lianda,
livort sem við erum þar búsett eða burtflutt.
Saga flestra fána er löng og merkileg. Saga fánans okk-
ar er stutt, en merkileg þó. Oft vilja verða skiptar slcoðan-
ir, þegar velja skal fána. Margar tillögur komu líka fram
um gerð Breiðfirðingafánans, en þessi var einhuga val-
in. Og ég hef ekki ennþá hitt neinn, sem ekki er ánægður
með valið.
Saga Breiðfirðingafánans er í stuttu máli þessi:
Á fulltrúaráðsfundi 23. april s. 1. talar formaður félags-
ins um nauðsyn þess, að félagið eigi sinn eigin fána; m. a.
vegna væntanlegrar þátttöku i liátið lýðveldisstofnunar-
innar. Á félagsfundi 27. apríl er kosin fánanefnd. Á stjórn-
arfundi 26. maí er gerð fánans ákvcðin, samkvæmt tillögu
formanns félagsins. J
Urn miðjan júni er fáninn fullgerður og borinn i fyrsta
sinn 18. júni fyrir Breiðí'irðingum í skrúðgöngu lýðveldis-
fagnaðarins. Siðan hefir hann verið liafður í ferðum fé-
lagsins í allar sýslur Breiðafjarðar.
Ivonur í félaginu hafa sýnt þá höfðingslund, að færa
félaginu fánann að gjöf.
Sú er ósk mín og von, að Breiðfirðingafélagið megi í
framtíðinni bera gæfu til þess að vernda þennan dýrgrip,
sem það hefir nú eignast. Auðnist félaginu að verða jafn-
einhuga í störfum sínum framvegis og það hefir verið um
sköpun þessa fána, þá mun því vel vegna í framtíðinni.
Ritað í sept. 1944.
Sig. Hólmst. Jónsson,
frá Flatey.