Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 5
breiðfirðingur
3
ÚR BREIÐAFJARÐAREYJUM
Eftir séra SIGURÐ EINARSSON, skrifstofustjóra
Á nieðan maður er ennþá ungur og í broddi lífsins og
horfir fram í ókomna tímann, virðist manni tuttugu ár
vera óendanlega langt tímabil. En þegar komiS er fram
yfir hádegi æfinnar og horft er til baka, eru þau horfin
áSur en mann varir. Og þó aS tuttugu ár séu ekki nema
augnablik í lífi kynslóSanna, þá getur furðulega margt
breytzt á þeim. Gamla fólkiS liverfur af leiksviSi lifsins
og nýir menn koma til sögunnar. Gamlir siSir og hugar-
venjur hverfa. Ásýnd lífsins hefir breytt um svip.
ÞaS eru nú orðin nálega tuttugu ár síðan ég' kom fyrst
vestur i BreiSafjarSareyjar. Þó að margt hafi á dagana
drifið síðan, eru mér endurminningarnar um þessa dvöl
mína vestra lurSulega ferskar í minni. Þær hafa mark-
azt óafmáanlega skýrar í hug mér og eru þegar fyrir löngu
orðnar ein dýrmætasta eign hjartans.
Það var á heiðbjartri júnínótt, sem ég kom fyrst til
Flateyjar, lognsléttur sjór, grænar eyjar, iSandi fuglalíf
og fannhvít þokumóða eins og örfínt traf yfir sjónum.
Ég liafði ekki liaft eirð í mér til þess að leggjast til hvílu
eftir að lagt hafði verið frá Stykkishólmi, heldur stóð á
þiljum og virti fvrir mér þessa vornæturdýrð í faðmi hins
undrafríða, bláa fjaliahrings. Og þessa júnínótt á meðan
ég þokaðist yfir lognsléttan liafflötinn i átt til mins nýja
heimkynnis, skapaðist hjá mér sannfæring, sem hefir
staðið óliögguð síðan: Ef til vill er vorið hvergi fegurra
á íslandi, en einmitt í BreiSafjarSareyjum.
Ég á margar undursamlegar endurminningar um BreiSa-
fjörð, minningar um hann í sólhliki sldnandi vordaga,
minningar um hann í hamförum geystra vetrarveðra. En
minnisstæðastir eru mér þó mennirnir, liin sérkennilega
manngerð, sem ég kynntist þarna. Breiðfirðingar skipa