Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 6
4
BREIÐFIRÐINGUR
í vitund minni sess alveg út af fyrir sig, bera sinn eigin
sérstæða svip og eru fulltrúar sérstakrar skapgerðar. Það
er um nokkra slika menn, sem þessi þáttur aðallega f jallar.
Litt af þvi fyrsta, sem ég rak mig á í fari Breiðfirðinga,
var ákaflega rík héraðsvitund og átthagakennd. Mér er
nær að halda, að hún sé ríkari í Breiðfirðingum en ég
hefi orðið var með íslendingum i öðrum landshlutum. Ég
geri ráð fyrir, að nokkurn þátt í því eigi hin sérkennilega
náttúra liéraðsins, sem heint leiðir af sér sérstaka starfs-
og lífshætti. En hér koma og áreiðanlega gamlar erfðir
til greina. Eyjabyggðin hefur allt fram á vora daga verið
æði-einangruð en drjúg til fanga og sjálfri sér nóg. Eyja-
bændurnir hafa ríkt eins og konungar yfir eyjum sínum og
„löndum“, óháðir og sjálfstæðir í ríkara mæli en bændur
annars staðar. Það hefir gefið þeim sterka sjálfskennd.
Og liin stöðuga háskaglíma við viðsjálan sæ og vandrat-
aðar leiðir liefur stælt seiglu og þol í skapið. Skelin kann
að vera nokkuð liörð og lirjúf hið ytra, en inni fyrir býr
varmur, traustur liugur, gestrisni og greiðasemi og dreng-
skapur í raun. En ég varð þess fljótt áskynja, að það tekur
sinn tima að verða sannur Breiðfirðingur. Mér er það í
minni, að ég sat að kaffidrykkju í Hvallátrum á sunnu-
degi litlu eftir að ég var setztur að vestra, var að koma
úr messuferð ofan frá Skálmarnesmúla. Yar allmargt
manna í stofunni. Yarð þá tilrætt um mann einn þar í
byggðarlaginu, bvort liann væri Breiðfirðingur. „Nei,“
sagði Snæbjörn í Hergilsey, sem einnig var þarna stadd-
ur. „Afi hans fluttist til Breiðafjarðar að norðan!“ Og
ég, vesalingurinn, sem i fákænsku minni var farinn að
lita á mig sem Breiðfirðing! Þrjár kynslóðir dugðu ekki
til þess að gera mann að Breiðfirðingi á mælikvarða
Snæbjarnar i Hergilsey. Hann hefir kannske verið i
strangasta lagi, en þó ekki allfjarri hugsun fólksins al-
mennt. Án þess að það gerði sér grein fyrir því, hlóð þessi
ríka héraðskennd nokkurskonar vegg á milli Breiðfirð-
ingsins og aðkomumannsins. Það var ekki trútt um að