Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
að þeim, gældi við þær og masaði og þekkti þær margar
frá ári til árs. Var honum eins annt um þær og hús-
dýr sín. Hefi ég aldrei séS fugla spakari aS manni en hon-
um.
Vor eitt var hart upp til dala og frétti Ólafur, aS fátæk-
ur barnamaSur, er þar bjó, væri orSinn allsnauSur aS
heyjum. Hratt hann þá fram hát sínum, har á nokkuS af
Breiðafjörður.
„Flýgur hugur heim á leiö,
heim til Breiðafjaröar.“
heyi og færSi hónda og bauS aS taka af honum kú af
heyjunum og fóSra, þaS er eftir væri vetrar. ÞáSi bóndi
þaS meS þökkum. SíSar um voriS, er jörS var gróin,
færSi Ólafur hónda kúna og lét fylgja tvo fjórSunga
smjörs. Mér þótti sagan lýsa vel skapferli Ólafs og dreng-
íund. SiSar um sumariS var haS eitt sinn, aS Ólafur sat
i stofu hjá mér. SpurSi ég hann þá í glensi, hvort þaS
væri satt, aS hann hefSi látiS smjöriS fylgja kúnni og
gat þess, aS margur myndi liafa tekiS málnytuna upp í
heyiS. Ólafur svaraSi: „Heldur þú, karl minn, aS hann
óuSmundur hafi heldur mátt missa þessa smjörklipu
en ég?“ Mér þótti gaman aS svarinu og þaS var Ólafi líkt.