Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
vorum of óllkir um áhugamál og skaplyndi og hvorugur
okkar orkaði að hrúa þann nálega hálfrar aldar aldurs-
mun, sem á okkur var. En ekki get ég að því gert, að allt-
af finnst mér byggðin í Breiðafjarðareyjum fátækari, sið-
an Snæbjörn er allur. Hann var snar þáttur af þeirri kyn-
slóð þar vestra, sem nú er sem óðast að hverfa fyrir ætt-
ernisstapa, harðfengri kynslóð, sem átti sér traustar ræt-
ur í þjóðlegri menningu og fræðum, fastheldin, sjálfbirg
og mörkuð djúpri einstaklingshyggju. Snæbjörn var af
þessari gerð og í traustasta lagi. Hann var forn í skaplyndi,
og undir yzta lagi skapgerðar hans var heiðinn vikingur,
sem trúði á mátt sinn og megin.
Eins og annars staðar á landinu var orðið fátt í Breiða-
fjarðareyjum af skrítnum og einkennilegum mönnum, er
ég átti þar heima. Þó var ekki trútt um, að þeim brygði
fyrir. Ilitt har oft við, að maður rakst þar á æfafornan
fróðleik og hjátrú, sem varðveitzt hafði í mannlegri
geymd. Gömul kona átti heima í Flatey, er ég var þar.
Hún liét Sigurborg. Hún knnni kynstur af gömlum mið-
aldakveðskap, andlegum ljóðuin, þulum og vikivökum.
Eitt. sinn er ég á leið upp í barnaskólann til þess að spyrja
börn og mæti ég þá gömlu konunni. „Ilvert eruð þér nú
að fara, prestur minn?“ spyr hún. „Ég er að fara upp i
skóla að spyrja börnin.“ „Skyldi þeim veita af þvi með
þeirri voðalegu uppfræðingu, sem þau fengu hjá hon-
um fyrirrennara yðar,“ segir hún. Ég spyr, livað sé til
marks um það. „Ja, það er nú hara livorki meira né
minna en það, að ég spurði fermingarbörnin að því i
fyrra, hvað krosstréð liefði verið langt og hvað hreitt
og ekkert einasta gat svarað því. Ja, þvílíkt.“ „Þér vitið
þá liklega annað eins og þetta, Borga mín,“ sagði ég.
„Og það ætti nú að vera, að ég vissi annað eins í kristin-
dóminum mínum,“ sagði hún. „Það var sextíu álna langt
og fjörutíu álna breitt.“ Mér hnykkti við, en sá að henni
var þetta fullkomin alvara, livernig sem hún hefur gert
sér í hugarlund, að mað.ur fengi vaklið slíku ógnar-bákni.