Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 12

Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 12
10 BREIÐFIRÐINGUR vorum of óllkir um áhugamál og skaplyndi og hvorugur okkar orkaði að hrúa þann nálega hálfrar aldar aldurs- mun, sem á okkur var. En ekki get ég að því gert, að allt- af finnst mér byggðin í Breiðafjarðareyjum fátækari, sið- an Snæbjörn er allur. Hann var snar þáttur af þeirri kyn- slóð þar vestra, sem nú er sem óðast að hverfa fyrir ætt- ernisstapa, harðfengri kynslóð, sem átti sér traustar ræt- ur í þjóðlegri menningu og fræðum, fastheldin, sjálfbirg og mörkuð djúpri einstaklingshyggju. Snæbjörn var af þessari gerð og í traustasta lagi. Hann var forn í skaplyndi, og undir yzta lagi skapgerðar hans var heiðinn vikingur, sem trúði á mátt sinn og megin. Eins og annars staðar á landinu var orðið fátt í Breiða- fjarðareyjum af skrítnum og einkennilegum mönnum, er ég átti þar heima. Þó var ekki trútt um, að þeim brygði fyrir. Ilitt har oft við, að maður rakst þar á æfafornan fróðleik og hjátrú, sem varðveitzt hafði í mannlegri geymd. Gömul kona átti heima í Flatey, er ég var þar. Hún liét Sigurborg. Hún knnni kynstur af gömlum mið- aldakveðskap, andlegum ljóðuin, þulum og vikivökum. Eitt. sinn er ég á leið upp í barnaskólann til þess að spyrja börn og mæti ég þá gömlu konunni. „Ilvert eruð þér nú að fara, prestur minn?“ spyr hún. „Ég er að fara upp i skóla að spyrja börnin.“ „Skyldi þeim veita af þvi með þeirri voðalegu uppfræðingu, sem þau fengu hjá hon- um fyrirrennara yðar,“ segir hún. Ég spyr, livað sé til marks um það. „Ja, það er nú hara livorki meira né minna en það, að ég spurði fermingarbörnin að því i fyrra, hvað krosstréð liefði verið langt og hvað hreitt og ekkert einasta gat svarað því. Ja, þvílíkt.“ „Þér vitið þá liklega annað eins og þetta, Borga mín,“ sagði ég. „Og það ætti nú að vera, að ég vissi annað eins í kristin- dóminum mínum,“ sagði hún. „Það var sextíu álna langt og fjörutíu álna breitt.“ Mér hnykkti við, en sá að henni var þetta fullkomin alvara, livernig sem hún hefur gert sér í hugarlund, að mað.ur fengi vaklið slíku ógnar-bákni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.