Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 13
BIvEIÐFIRÐINGUR
11
Síðar komst ég að raun um, að hún hafði þeíta úr gömlu
krosskvæði, sem var lienni óskeikult eins og guðs orð.
Mátti hún ekki til þess hugsa að efa nokkra hugsun, sem
fólgin var í þessum fornu fræðum hennar. En ekki treyst-
ist ég til þess að bera þennan nýja fróðleik minn á borð
fyrir börnin, svo að vesalings Borga hefur sennilega orðið
jafn-hneyksluð á mér og fyrirrennara mínum, ef hún
hefur lagt í það að spyrja fermingarbörnin á ný.
Á Stað á Reykjanesi var um þessar mundir prestur,
séra Jón Þorvaldsson, kvæntur Ólínu Snæbjarnardóttur
frá Hergilsey. Hann var þá nokkuð hniginn að aldri, bólca-
maður mikill og sílesandi, minnugur vel og fróður, en
einrænn nokkuð og sérkennilegur. Hann var gáfumaður
og skáldmæltur vel, róttækur og djarfur í hugsun, en fast-
lieldinn i trúmálum og lifði mest í hókum. Ekki gekk
hann að jafnaði til verka, enda orðinn feitur nokkuð.
Iiafði ég mikið yndi af að ræða við hann um fagrar bók-
menntir, því að hann var glöggur og smekkvís, en litt vissi
ég þá enn, hversu lesinn hann var. Nú talast svo til eitt
sumar, að við fórum skemmtiferð ríðandi norður i Stein-
grímsfjörð og fórum sem leið liggur norður Steingríms-
fjarðarheiði. Gistum við hæði i Hólmavik og á Stað í
Steingrímsfirði, lijá prestinum, séra Þorsteini Jóhannes-
syni, sem var skólabróðir minn. Sátum við þar i góðum
fagnaði. Séra Jóni þótti gott að dreypa á víni, en fór hóf-
samlega með. Nú kemur þar, að við höldum heimleiðis frá
Hólmavík og gefur þá gistivinur okkar okkur brennivíns-
flösku i nesti til heimferðarinnar. Veður var fagurt og
gott, sólskin og hlæjalogn og undurfagurt um að litast.
Er við komum nolckuð upp i hrekkur, æjum við og er
nú tappinn tekinn úr flöskunni. Þegar séra Jón cr aftur
setztur á bak og við erum farnir að láta hestana lötra
suður göturnar, segir liann allt í einu: „Kanntu Monna
Vanna eftir Maeterlinck ?“ Eg hélt, að mér liefði mis-
lieyrzt og að hann ætti við, hvort ég hefði lesið leikrit
hins fræga skálds. Kvað ég já við þvi, ég hefði lesið leik-