Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 17
SREIÐFIRÐINGUR
15
eða laust eftir 890 og „nam öll Dalalönd í innanverðum
firðinum frá Dögurðará til Skraumuhlaupsár; hon bjó
i Hvammi við Orriðaárós; þar heita Uðartóftir; hon liafði
bænahald sitt á Krosshólum; þar lét lion reisa krossa,
þvi að lion var skírð ok vel trúuð. Þar höfðu frændr henn-
ar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var þá gerr hörgr, er
blót tóku til; trúðu þeir því at þeir dæi í hólana, og þar
var Þórður gellir leiddr í áðr hann tók mannvirðing, sem
segir i sögu hans“. (Landn. 16). Laxdæla segir, að Auður
hafi verið lieygð í skipi með miklu fé. Engin munnmæli
hafa geymst um það, hvar haugur Auðar væri og aldrei
hefir neitt slíkt mannvirki fundizt í Hvammslandi eða ná-
grenni, svo að kunnugt sé. Þessi frásögn Laxdælu er þvi
efalaust ekki rétt. Hitt mun sannara, sem Landnáma skýrir
frá, að Auður liafi verið grafin í flæðarmáli, „sem hon
hafði fyrir sagt, því at hon vildi eigi liggja í óvígðri moldu,
en hon var skírð.“ Munnmæli hafa geymst um það, að stór
steinn frammi á leirunum fyrir miðjum Skeggjadal lieiti
Unnarsteinn og standi hann á gröf hennar. Talið er, að
steinn þessi muni eitthvað hafa flutzt til af ísum og ekkert
virðist sérkennilegt við hann. Hvammsland hefir án efa
verið miklu víðáttumeira á landnámstíð en nú. Það nær
ekki að sjó nú, en mun liafa tekið yfir allan Skeggjadal til
sjávar og afdalinn Þverdal og efalanst yfir meira land
beggja megin dalsins. Tvö býli hafa snemma á öldum
byggst af Hvammslandi, Skerðingsstaðir að austanverðu
og Hofakur að vestanverðu í dalnum og bæði nær sjó. I
tíð Skeggja, sem var 3. maður frá Ólafi feilan og dalurinn
er við kenndur, var Hofakur byggður. Þar er þá Gullbrá
talin hafa búið, sem Gullbrárgil og Gullbrárfoss eru við
kennd á Skeggjadal. Af henni og viðskiptum liennar við
Skeggja bónda í Hvammi er þjóðsaga í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Af örnefnum frá landnámstið eru nokkur enn
við lýði, sVo sem Krosshólar, Auðartóftir og Auðarnaust.
Árið 1931 voru þessar fornminjar friðlýstar á Hvamms-
þingi: